Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 20

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 20
olíuhækkananna á árunum 1973—74, eru Svíar á kafi í vandamáluim. • Verðhækkanir eru um 13% á ári. í Vestur-Þýzkalandi er þessi þróun innan við 4%. • Launakostnaður er víða jafmhár. Er það mikill ókost- ur fyrir þjóð sem flytur út um helming af iðnaðarfram- leiðslu sinni. • Atvinnuleysi er aðeins um 2% af heildarvinnuaflinu. En án vinnuhvetjandi að- gerða og niðurgreiðslna rík- isins væri þessi tala 6%. • Tveir-þriðju af öllum auka- tekjum hjá venjulegum verkamanni fara beint í skatta og 85% af tekjum hjá fólki í hærri launaflokk- unum. • Greiðsluihalli á fjárlögum fer hækkandi. • Stjórnvöld í Stokkhólmi hafa tekið milljarð dollara að láni á alþjóðlegum pen- ingamörkuðum en hafa lítið komið við sögu þar á síðustu áratugum. • Framleiðslan i iðnaði hefur minnkað þrjú ár í röð og er enn á niðurleið. • Fjárfesting í iðnaði minnk- aði um 15% árið 1977 og getur fallið um önnur 10 eða 15% á þessu ári. Tore Browaldh, sem er for- maður Svenska Handelsbanken, segir að umframafkastageta verksmiðjanna og lítil sem eng- in hagnaðarvon fæli menn frá fjárfestingu. Browaldh segir að þetta á- stand muni breytast, þegar út- flutningur eykst. Gengisfelling sænsku krónunnar um 10% í ágúst síðastliðnum örvaði út- flutning en hægagangurinn í heimsverzluninni hjálpar lítið. # Enginn bati í ár Carl-Henrik Nordlander, að- albankastjóri sænska seðla- Fálldin tekur meiri lán og eyð- ir meiru en jafnaðarmenn gerðu. bankans segir: — Ég held að við getum ekki búizt við hröð- um framförum, Við komumst út úr þessum vandamálum en ég býst ekki við að það verði á þessu ári. Bengt I. Sjögren, forstjóri fyrir Esso í Svíþjóð, sem er stærsta bandaríska fyrirtækið í landinu, hefur sagt: — Áður en ástandið batnar, verður það verra. En við komust yfir þetta. Vandamálið er að við viljum ekki kaupa efnahags- batann því verði að lífskjörin verði lakari. Esso sýnir góðan hagnað og fimm ára áætlun fyrirtækisins endurspeglar góðar vonir Sjögren segir: — Ég hef mimni áhyggjur af mínu eigin fyrir- tæki en af Svíþjóð. Eins og svo margir aðrir at- hafnamenn telur hann mikið undir samningum um kaup og kjör komið á þessu ári, en þeir gilda fyrir allt landið hvað launaliðina snertir. Launakostnaður í Svíþjóð hækkaði um meira en 40% á árunum 1975—1976 og sumar áætlanir benda til þess að 1977 verði hækkunin önnur 13%. # Fimm vikna orlof Á þessu ári er hins vegar búizt við 5 til 10% aukingu launakostnaðar. Einihver auka- kostnaður verður einnig þar eð Svíar munu héðan í frá fá fimm vikna sumarleyfi og er það vikuviðbót við hirun hefð- bundna orlofstíma. Af hálfu verkalýðsfélaga virðist áherzla lögð á vísitölu- kerfi til að hækka laun .sjálf- krafa í samræmi við kostnað- arhækkanir eða að samningar verði teknir til endurskoðunar, þegar verðbólgan fer yfir á- kveðin mörk. Staffan Burenstarti Linder, viðskiptaráðherra Svía, telur að launahækkanir verði tak- markaðar. — Hér eru ekki ein- tómir brjálæðingar, segir hainn og það er fyrir hendi klár skilningur á breiðum grund- velli á þei-m aðsteðjandi hætt- um, sem sænskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og hinar vinnandi stéttir í landinu. En öngþveiti á alþjóðlegum vettvangi getur auðveldlega gert áætlanir Svía að engu. Jafnaðarmenn lærðu þetta þeg- ar þeir reyndu að brúa bilið milli eins batatímabilsins og annars með niðurgreiðslum og öðrum opinberum 'hjálparað- gerðum sem gerðu fyrirtækjum kleift að halda mönnum á kaupi hvort sem þörf var fyrir þá eða ekki. En raunverulegur bati var langt undan. Pöntun- um fækkaði og framleiðsla minnkaði. # Reynir á þolrifin Þegar kjósendur höfnuðu jafnaðarmönnum í september 1976 komst til valda íhalds- samari stjórn, sem átti í fullu fangi með að leysa vandamálin frá degi til dags og hafði lítinn tíma til að söðla um hugmynda- fræðilega. Niðurgreiðslur, lán og önnur aðstoð við fyrirtæki í erfiðleik- um hefur allt aukizt verulega. Ríkisstjórnin lét ennfremur þrjú stálvinnslufyrirtæki sam- einast í eitt ríkisrekið fyrirtæki og mun eiga helming hluta- bréfa í því. Enda þótt um 4500 starfsmönnum hafi verið sagt upp er gert ráð fyrir að hið nýja fyrirtæki tapi milljörðum á fyrstu árunum. 20 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.