Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 24

Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 24
Greinr ag niðtöl Hvað ræður genginu? — eftir dr. Guðmund Hlagnússon, professor Hagfræðingar eru oft spurðir að þvi hvað ráði gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hafa menn þá fyrst og fremst í huga hvaða sjónarmið hafi í reynd legið til grundvallar ákvörðun um geng- isskráningu hér á landi. Skai þess freistað að gera þessu nokkur skil hér á eftir í stuttu máli. í því sambandi verður að hafa í huga að aðstæður hér á landi eru þær, að flutningur fjármagns milli íslands og ann- arra landa er ófrjáls og enginn frjáls markaður er fyrir hendi þar sem íslenska krónan geng- ur kaupum og sölum. Þess vegna er ógerningur að vita á hverjum einstökum tíma hvort gengi sé „rétt“ skráð eða ekki. (Við afbrigðilegar aðstæður þarf gengisskráning ekki held- ur að vera „rétt“ á frjálsum markaði, en látum það liggja á milli hluta.) BRJÓSTVIT EÐA FÁVIZKA? Það hefur vart farið fram hjá neinum að hart er deilt um tilefni nýafstaðinnar gengisfell- ingar, nauðsyn hennar og af- leiðingar. Jafnframt er ýmist talað um gengisbreytinguna sem orsök eða afleiðingu verð- bólgu eða kauphækkunar. Ætli það sé tilviljun að stjórn- arandstöðuflokkar eru oft hrifn- ir af svonefndri „niðurfærslu- leið“? Sú leið felst í því að greiða niður vöruverð og lækka skatta í óðaverðbólgu og tap- rekstri fyrirtækja til þess að halda uppi kaupmætti. Með því móti má komast hjá gengisfell- ingu og verðbólga verður minni en ella, en bullandi halli verð- ur á viðskiptum við útlönd og hjá fyrirtækjum, sérstaklega þeim sem flytja út. En hver maður sér að þetta gengur að- eins í stuttan tíma, því atvinnu- leysi og erlend skuldasöfnun blasir við. ÓSVEIGJANLEIKI KAUPTAXTA Ef fyrirtækin eru upp til hópa rekin með tapi og æski- legt er talið að halda þeim gangandi til að veita atvinnu og auka verðmæti verður það ekki gert nema hækka tekjur þeirra, lækka kostnað eða hvort tveggja í senn. Öðrum kosti mætti loka þjóðarbúinu og geyma fiskinn í sjónum, eins og Bjarni Bragi hefur glettnis- lega komist að orði. Ef velja á niðurfærsluleiðina verður að líta á hvað er unnt að lækka. Nú eru laun oft um helmingur rekstrarkostnaðar á móti öðr- um aðföngum, hráefnum, leig- um, afskriftum, vöxtum o.fl. Það er þó nánast vonlaust verk að þræða niðurfærsluleiðina nema lækka verð vinnuafls, þ.e. kaupið. Það er hins vegar efna- hagsleg staðreynd að kauptaxt- ar lækka nær aldrei í krónu- tölu. Þetta hefur gilt í hinum vestræna heimi í a.m.k. 40—50 ár. Undantekningar, eins og í tíð Emelíu eru svo léttvægar að varla tekur að minnast á þær, auk þess sem þær hafa einungis þýtt meiri kauphækk- un síðar. Tal um niðurfærslu alls nema kaupsins er því fræðilega gerleg en erfið. Hún hefur hins vegar verið dæmd ófær í reynd og er orðin söguleg fjarstæða. Niðurfærslumennirnir eru því meiri fræðimenn en hagfræð- ingarnir sjálfir. MARKMIÐ f EFNAHAGS- MÁLUM OG GENGIÐ Helstu markmið í efnahags- málum eru yfirleitt talin vera full atvinna, hagvöxtur, allstöð- ugt verðlag, jöfnuður á við- skiptum út á við, skynsamleg nýting landsins gæða o.fl. Á- herslumunur getur verið á markmiðunum og misjafnt hvað hefur forgang hverju sinni, en vart fer milli mála að atvinnu- markmiðið hefur yfirleitt setið í fyrirrúmi við gengisákvarðan- ir hér á landi eftir heimsstyrj- öldina síðari. Undantekningu frá þessu verður að telja við- reisnina 1960. Hún var sann- kölluð kerfisbreyting sem átti að stuðla að auknu frelsi og framförum, sem jafnframt hefði í för með sér atvinnuöryggi til lengri tíma litið . Gengið er stýritæki sem nota má til að sækja að efnahagsleg- um markmiðum. Ef ná á tiltekn- um fjölda markmiða (mark- talna) í senn þarf yfirleitt eitt tæki til hvers einstaks þeirra. Þess vegna er ekki unnt að 24 FV 2 1978
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.