Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.02.1978, Qupperneq 31
Að sýna föt en ekki sjálfan sig Rætt við Pálínu Jánmundsdóttur um tízkusýningar Pálína Jónmundsdóttir hefur starfað sem sýningarstúlka, bæði hér á íslandi og erlendis. í seinni tíð hefur hún starfað sem tísku- ráðgjafi hjá Álafossi og einnig starfað með' hóp af sýningarfólki. Þá hefur hún haft umsjón með tískusýningum og bar á meðal hin- um vinsælu tískusýningum á Heimilissýningunni og Iðnsýning- unni, sem haldnar voru í Laugardalshöll. Að sögn Pálínu er aðal vinn- an við að stjórna slíkum sýn- ingum að setja þær á svið fyrir- fram. Ákveða þarf hvað hver sýnandi á að gera, ákveða hvaða hljómfall hentar hverri flík, telja út skref og velja Pálína Jónmundsdóttir. tónlist, sem hentar, ákveða kynningar og lýsingu. Öll iþessi atriði ráða yfirbragði sýning- arinnar. Auk þessa stjórnar Pálína sýningunum, dag frá degi, sér um að allt gangi á réttum hraða og að sýningin haldi sama svip, dag eftir dag. Að undanförnu hefur Pálína notað til jafns sýningarfólk frá báðum samtökum sýningar- fólks, sem starfa hér í Reykja- vík, Caron, og Módelsamtök- unum. Pálína hefur frá ýmsu að segja um þessi mál, af sinni reynslu á hinum ýmsu sviðum tískusýninga. — Hvaða skilyrði þarf stúlka að uppfylla, til að verða sýn- ingarstúlka? — Það fyrsta sem maður tek- ur eftir er gott útlit og rétt hæð, um 172 sentimetrar, eða frá 168 til 176 sm. Þetta svarar til að stúlkur noti föt númer 36 — 38. Það er ekki skilyrði að stúlkur séu laglegar. Það getur verið galli að þær séu smá- fríðar. Það nýtist ekki í fjar- lægð. Við leitum frekar að ákveðnum manngerðum en fegurðardísum. Hvað holdafari viðkemur þurfa þær að vera grannar, fyrir sitt vaxtarlag. Aðalatriðið er að þær samsvari sér vel, og bjóði af sér góðan þokka að eðlisfari. Síðan er þeim kennt að fá fallegar hreyfingar, hvernig á að sýna föt og að snyrta sig.“ — Hvernig ber það að, þegar stúlkur gerast sýningarstúlkur? — Ég hef fundið sjálf það fólk, sem hefur starfað fyrir mig, bæði konur og karla. Ým- ist rekst ég á fólkið sjálf, eða aðrir benda á það, svo sem starfandi sýningarfólk. Bæði Caron og Módelsamtökin aug- lýsa námskeið á þessu sviði og velja væntanlega þá, sem best standa sig, til sýninga.“ — En ekki cru allar konur ungar og grannar? — Það er mikið vandamál að geta sýnt fatnað, sem ekki er á tágrannar ungar stúlkur. Það er algengt að þeir sem sýna, biðji um að sýna föt á mið- aldra og eldri konur, sem ekki eru eins grannar og sýningar- stúlkurnar. Erfitt er að finna konur á réttum aldri til að sýna. Þá er hætt við að þær kynnu að stinga í stúf við stúlkur, sem eru vanar sýning- um og hafa lært hvernig á að standa að þeim. Óhjákvæmilegt hefur reynst að sýna slík föt á ungum stúlkum, þó að þau séu eki ætluð þeim. Ef vel er til þess vandað getur það farið vel. — Hvað er niikið að gera við sýningar? — Allar sýningarstúlkur á íslandi starfa utan heimilis eða eru starfandi húsmæður, þar sem ekki er hægt að hafa lífsviðurværi af sýningum ein- um. Sömu sögu er að segja um þá fáu karlmenn, sem fást við tískusýningar. Pálína segir að alltaf sé til nóg af fólki, sem vill fást við sýningar og því samkeppnin hörð, en hún segir að sýningar- fólk hér á landi, standi fyllilega á sporði því fólki, sem sýnir i stórborgum eins og London og París. Hún segir að lokum að sýningarfólk sé til þess „að sýna föt, en ekki sjálft sig“. FV 2 1978 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.