Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 45

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 45
Fiat á Ítalíu Ríki í ríkinu og heimsvefdi utan þess Jafnvel skrúflyklarnir eru tölvustýrðir — Þetta er alveg óskaplegt fyrirbæri. Það er ekki hægt að viðhafa önnur orð um svona risa, sagði Þórður Júlíusson framkvæmdastjóri Davíðs Sig- urðssonar hf., er við ræddum við hann um FIAT-verksmiðj- urnar á Ítalíu, en Davíð Sig- urðsson, hf. flytur inn ítalska FIAT-bíla. En FIAT framleiðir fleira en bíla, og það eru fram- leiddir fleiri FIAT-bílar en sá ítalski, m.a. pólski Fiat, sem Davíð Sigurðsson hf. flytur einnig inn nú orðið. Fiat-bílar voru þekktir hér á landi löngu fyrir stríð og voru þá m.a. þekktir sem leigubílar. Davíð Sigurðsson hf. var stofn- að í ársbyrjun 1966, en þar áð- ur var Orka umboðsaðili fyrir Fiat-bíla hér á landi og á undan Orku hafði Egill Vilhjálmsson Fiat-umboðið. Þórður Júlíusson var starfsmaður Orku og ann- aðist þar bílainnflutninginn og síðan stofnaði hann ásamt Garð- ari Sigurðssyni og Davíð Sig- urðssyni, sem er aðaleigandi og forstjóri, fyrirtækið Davíð Sig- urðsson hf. Þórður kvaðst gizka á að á þessu tólf ára tímabili hefðu 5000 Fiat-bílar verið fluttir inn til íslands og — ég gæti ímyndað mér 2—3000 bíl- ar fyrir þann tíma. Fiat-bílafjölskyldan er stór. Nú eru framleiddar 43 gerðir fólksbíla, en Davíð Sigurðsson flytur inn 15 gerðir. Vinsælasta gerðin ihér er nú Fiat 127 og kvaðst Þórður telja, að Fiat- verksmiðjurnar hefðu aldrei náð eins góðum árangri með nokurn bíl, þar sem hann varð fljótlega mest seldi bíllinn í Evrópu og hefur verið fyrir- myndin að ótal bílum öðrum um allan heim. En sá ibíll, sem Fiat-verksmiðjurnar hafa lík- lega selt mest af, var Fiat 500. Davíð Davíðs- son og Þórður Júlíusson. Sú gerð var of lítil fyrir ís- lenzkan markað, en á megin- landi Evrópu varð hann geysi- lega vinsæll fljótlega upp úr stríðinu og hélt fullkomlega velli meðan Fiat 600 og Fiat 850 komu á markaðinn. Það var ekki fyrr en Fiat 127 kom til sögunnar, að sá gamli varð að láta undan. A síðasta ári voru seldir 230 ítalskir Fiat-bílar hér á landi og sagði Þórður að þar af hefði um fjórðungur verið 127. Sem fyrr segir flytur Davíð Sigurðsson inn 15 gerðir af Fiat-fólksbílum, og er verð þeirra frá 1670 þúsund krónum upp í 3,8 milljónir. — Við leggj- um áherzlu á að anna allri eft- irspurn fólks eftir fólksbílum, en höfum hins vegar ekki farið út í innflutni-mg á sendiferða- eða vörubílum, einfaldlega vegna þess að þá yrði umfangið meira en við ráðum við í augnablikinu. En framtíðin er slíkur innflutningur og nú er Davíð Sigurðsson hf. að byggja í Kópavogi og sagðist Þórður vona að hluti -nýja hússins yrði tilbúinn á þessu ári. Aðalbækistöð FIAT, sem er skammstöfun fyrir Faktori Italiani Automobili Torino, eru í Torino. En þeir hafa fært út kvíarnar til suðurhluta lands- ins. — Þeir -hugsa um jafnvægi í byggð landsins, eins og við, sagði Þórður, — og eru komnir með stórverksmiðjur í Rivalta, sem er um miðbi-k skagans, og suður í Casino og Bari, sem er nálægt Napólí. En eins og áður sagði framleiðir Fiat fleira en bíla og fleiri bíla en fólks-bíla. Þeir framleiða vörubíla, sendi- ferðabíla, strætisvagna, drátt- arvélar, flugvélar, vélar alls konar og kjarnaofna svo nokk- uð sé nefnt og allt á þetta sínar höfuðstöðvar út um alla Ítalíu. FV 2 1978 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.