Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 50
Skrifstofutækni hf,
Bókhaldstölva bætist í Olivetti-
fjölskylduna
IUargar gerðir ritvéla og annarra skrifstofuvéla frá Olivetti
á markaði hérlendis
Fyrirtækið Skrifstofutækni
var stofnað 1972 til að flytja
inn skrifstofuvélar frá Olivetti
og eru eigendur fyrirtækisins
fyrrum starfsmenn G. Helga-
sonar & Melsted, sem hafði
Olivettiumboðið áður. Höfuð-
stöðvar Olivetti eru í Ivrea-
héraði á Norður-Ítalíu, og starfa
þar um 30.000 manns, en fyrir-
tækið rekur einnig verksmiðjur
víða um Ítalíu. Framleiðsla
Olivetti spannar allt frá ein-
földustu ferðaritvélum til flók-
inna bókhaldstalva.
Stefán Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skrifstofutækni,
sagði, að fyrirtækið flytti inn
ritvélar, reiknivélar, bókhalds-
vélar og ljósprentunarvélar frá
Olivetti, en fyrirtækið l’ram-
leiðir einnig telex-tæki, sem
Landssíminn hefur á sinni
könnu. Nú eru fluttar inn 4
gerðir af Olivetti-ferðaritvél-
um, 4 gerðir af rafmagnsritvél-
um, 4 gerðir af ljósprentunar-
vélum, 7 gerðir af reiknivélum
og svo bók'haldsvélar, sem nú
eru orðnar elektrónískar. Þá er
Skrifstofutækni að hefja inn-
flutning á bókhaldstölvu frá
Olivetti og sagði Stefán þar um
„öflugt tæki“ að ræða, sem
annaði jafnt bókhaldi sem ýms-
um tækniútreikningum. —
Þessi talva getur framkvæmt
flókna útreikninga og skilað
mjög miklum upplýsingum,
sagði Stefán.
Starfsmenn frá Skrifstofu-
tækni fara alltaf öðru hvoru er-
lendis til að kynna sér sölu-
Stefán
Ingólfsson
fram-
kvæmda-
stjóri
og Sveinn
Á. Óðins-
son
sölu-
stjóri.
mennsku og viðgerðarþjónustu
Olivetti og sagði Stefán mest
samstarf haft við umboðin á
hinum Norðurlöndunum og í
Englandi í þeim efnum. —
Olivetti leggur mikla áherzlu á
viðgerðarþjónustuna, sagði
Stefán. — Og ef það er annað
en einfaldasta gerð af vélum,
sem um er að ræða, þá krefjast
þeir þess, að viðkomandi fari
fyrst utan og læri á vélina áður
en hann getur fengið að flytja
hana inn til viðkomandi lands.
Ekki kvaðst Stefán hafa
heimsótt höfuðstöðvar Oliv-
etti: — En ég er einmitt að fara
þangað á næstunni. Ég 'hef að-
eins verið framkvæmdastjóri
hjá Skrifstofutækni í röskt ár,
þannig að Iþað hefur tæpast ver-
ið tími til slíks ferðalags. En
nú á að verða af því og auðvit-
að leikur manni talsverð for-
vitni á að heimsækja fyrirtæki,
sem við höfum svo náin, við-
skipti við.
Skrifstofutækni flytur einnig
inn vörur frá Bandaríkjunum
og í dálitlum mæli frá V-
Þýzkalandi og Bretlandi. Við
spurðum Stefán, hvort hann
finndi nokkurn mun á viðskipt-
unum við ítali og annarra þjóða
menn. — Já. Hreinskilnings-
lega, þá er nokkur munur á því
að skipta til dæmis við Banda-
ríkjamenn og ítali.
Persónulega finnst mér betra
að skipta við Bandaríkjamenn
vegna þess að allar þeirra upp-
lýsingar standast og staðfest-
ingar á pöntunum. Þeir eru ná-
kvæmari á þessum sviðum en
ítalirnir, en í vörugæðum get
ég ekki gert upp á milli þeirra.
50
FV 2 1973