Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 51

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 51
Borgarnes: Sundlaug og íþróttahús eru langstærstu verkefnin Byrjað á hitaveitu í vor „Sygging sundlaugar og í- þróttahúss hefur veriö og er okkar langstærsta verkefni“. sagði Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri í Borgarnesi, er Frjáls verz’un hitti hann að máli. „Sundlaugina vorum við að taka í notkun fyrir nokkr- irn dögum. Á þessu ári munum við leggja megináherzluna á að ljúka við íþróttahúsið og svo votium við að í framhaldi af því komi framkvæmdir við verulega stækk.un skólaliússins sjálfs. í vor ætlum við að hefja framkvæmdir við innanbæjar- kerfi hitaveitunnar og ef ekki stendur á fjármagni, þá áætlum við að hitaveitan komi í gagn- ið í árslok 1979“. Nú eru íbúar Borgarness um 1460 og sagði Húnbogi, að íbúa- f jölgun hefði verið nokkuð stöð- ug undanfarin ár, en 1965 voru íbúarnir um 1000 talsins. LAND FYRIR 1000 MANNA BYGGÐ í fyrra keypti Borgarnes Bjargsland, sem á að duga fyr- ir allt að 1000 manna byggð að sögn Húnboga. í fyrra var út- hlutað þar lóðum undir 44 íbúð- ir, mest einbýlishús og raðhús, en einni lóð var úthlutað undir 12 íbúða fjölbýlishús. „Þessi út- hlutun í fyrra mettaði markað- inn nokkurn veginn í bili, þann- ig að við ætlum að úthluta litlu af lóðum í ár“, sagði Húnbogi. „Svo erum við komnir með nýtt iðnaðarhverfi á Sólbakka við vegamótin á Snæfellsnes“. Gatnagerðaframkvæmdir í sumar sagði Húnbogi að myndu fyrst og fremst tengjast hita- ve'tuframkvæmdunum. „Við höfum beðið svolítið með lagn- ingu slitlags á nokkrar götur til að vinna okkur ekki í ó- hag vegna hitaveitunnar", sagði Húnbogi. „Til hitaveitunnar höfum við fengið nóg vatn í Bæjarsveit. Síðan kom Akra- nes inn í myndina og nú er starfandi samstarfsnefnd um hitaveituna, en komi Akranes með þarf að bæta við vatni frá Deildartungu eða Kleppsjárns- reykjum. VATNSVEITAN Varðandi vatnsveituna er það að segja, að við okkar vatnsból eru borholur á Seleyri, sem eru taldar eiga að duga okkur um langan tíma með skynsam- legri miðlun. Við erum einmitt að reisa stóran miðlunargeymi í Bjargslandi, en með brúnni yfir Borgarfjörð fáum við leiðslurnar upp úr firðinum og í stokk á brúnni. Við höfum lagt áherzlu á að vernda vatns- bólin á Seleyri og höfum átt ágæta samvinnu við Vegagerð- ina þar um. Við stefnum að því að hefja framkvæmdir við höfnina í ár, en þar er um að ræða endur- byggingu á viðlegukantinum. Menn gera sér ef til vill ekki grein fyrir því, að um þessa Ilúnhogi Þors'teinsson, sveitav- stjóri í Borgarnesi. höfn fara verulegir vöruflutn- ingar; fóðurbætir, áburður, bensín, olíur og timbur svo nokkuð sé nefnt. Það eru mest Sambandsskipin, sem hingað FV 2 1978 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.