Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 55

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 55
Hótel Borgarnes „Ég vil sjá eitthvað gert til þess að Borgarnes verði dvalarstaður fólks” — segir Ólafur Reynisson, hótelstjóri Hótel Borgarnes, þar eru 1!) gistiherbergi og matsölustaður með teríusniði. „Það er búið að sprengja fyr- ir grunninum og meiningin e/ að drífa hliðarnar upp í sum- ar. Við erum nú með 19 her- bergi en eftir stækkunina verða gistiherbcrgin 40, auk þcss sem ráðstefnuaðstaða verður stór- bætt og sömuleiðis samkomu- aðstaðan. Það er fullur vilji á því að drífa þessar fram- kvæmdir í gegn og vera tilbún- ir, þegar Halldór E. Sigurðsson mundar skærin á Borgarfjarð- arbrúnni“, sagði Ólafur Reynis- scu, hótclstjóri í Borgarnesi, er Frjáls verzlun hitti hann að máli. Ólafur tók hótelið á leigu í maí í fyrra og rekur það upp á eigin spýtur, en eigandi hó- telsins er hlutafélag, sem hrepp- urinn, kaupfélagið, sýslurnar og einstaklingar eru eigendur að. Ólafur breytti strax rekstr- arforminu og tók upp teríufyr- irkomulag með skjótri af- greiðslu og ódýrari mat, en með möguleikum á meiri þjónustu fyrir þá sem það vilja. Þessi breyting hefur gefizt vel og aflað hótelinu nýrra viðskipta- vina; m.a. úr Munaðarnesi og einnig líta Borgnesingar sjálfir nú inn í mat og/eða kaffi, en áður var það talinn algjör lúx- us að fara á hótelið þeirra er- inda. „Við erum svona að skríða áfram aftur eftir vetrardval- ann“, sagði Ólafpr; „Það er mikið vandamál fyrir svona hótel úti á landi, sem hafa opið allan veturinn og eru nánast í dauðateygjunum, þegar hann er afstaðinn, að þegar betri tími kemur, þá opna Edduhótel- in. Manni finnst það svolítið hart, þegar maður hefur ef til vill rétt skrimt af veturinn, að fá þá ekki að njóta þess til fulls, þegar aðalferðamannatím- inn kemur“. Sem fyrr segir eru nú 19 herbergi í Hótel Borgarnesi, auk þess sem hótelið hefur að- gang að átta herbergjum til viðbótar úti í bæ. „Stundum þurfum við á öllu þessu að halda yfir sumarið“, segir Ól- afur. „En yfir vetrartímann er herbergjanýtingin þetta 10%. Við erum með einn og tvo gesti á herbergjum dögum saman". — En hvað með ráðstefnur? „Aðstaðan núna hentar mjög vel fyrir litlar ráðstefnur; svona 50 manns eða þar um bil. Við vorum í haust með nokkrar litlar ráðstefnur, sem tókust ágætlega, en það er bara svo lítið orðið um þessar iitlu ráð- stefnur. Hins vegar er Borgar- nes kjörinn staður til ráðstefnu- halds og aðstaðan á nú einmitt að batna með viðbótinni við hótelið". ÁHERZLA Á ÍSLENDINGANA „Annars ætla ég í sumar að leggja áherzlu á íslendinginn“, segir Ólafur. „Það er kominn tími til að einhver hugsi um islenzka ferðamanninn. Hins vegar tel ég, að okkur vanti eina tvo, þrjá fasta þætti til að Borgarnes verði dvalar- staður ferðamanna. Hér er ágætur golfvöllur og sundlaug var opnuð um daginn, en ég vil sjá fleira. Hér er brjálæðis- leg veiði allt í kring og það getur heitið, að hún hafi fyrst og fremst dregið fslendinga til okkar. Ég hef látið mér detta í FV 2 1978 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.