Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 65

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 65
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvellí 80% af atvinnurekstri staðarins í höndum kaupféiagsins — rætt Olaf Olafsson, framkvæmdastjóra Á Hvolsvclli er Kaupfélag Rangæinga tvímælalaust lang stærsti atvinnurekandinn. Reksturinn er samtals í 23 dcildum og starfs- liðið er um 150 manns. Þar af 100 við iðnaðarstörf. Til að fá nán- ari frásögn um þessi miklu umsvif, hafði Frjáls verslun tal af Ólatfi Ólafssyni framkvæmdasjóra kaupfélagsins. — Reksturinn er nú ekki i svo mörgum greinum, þótt deildirnar séu margar, sagði Ólafur. — Verslunarrekstur okkar hér á staðnum er t.d. í einum 7 deildum. Við erum með matvörudeild, búsáhalda- deild, vefnaðarvörudeild, bygg- ingarvörudeild, sem einnig sel- ur húsgögn og heimilistæki. Sérstök deild sér um sölu á bú- vélum og ýmsum landbúnaðar- tækjum og varahlutaverslun er rekin í sambandi við bílaverk- stæðið. Þá er flutndngsdeild og pakkhús til að sjá um vöru- flutninga til og frá. Við erum sáralítið í afurðasölu fyrir bændur á svæðinu, þannig að verslunin er nær eingöngu ein- hliða þjónusta við sveitirnar, sagði Ólafur. Kaupfélag Rangæinga rekur bifreiðaverkstæði, þar sem 10—12 menn vinna og álíka stóra vélsmiðju. — Þessi verk- stæði eru bæði með viðgerðar- þjónustu, sagði Ólafur. Annars vegar á bílum og 'hins vegar ó búvélum. Vélsmiðjan hefur líka verið með svolítið af ný- smíði, aðallega á sniglum til að færa mykju upp úr haughús- um. HÚSGAGNAIÐJA í nýlegri 1600 fermetra bygg- ingu er KR með húsgagnaiðju. — Við erum eitt af þessum þremur káum, sagði Ólafur, — og er okkar hluti af framleiðsl- unni aðallega bólstruð húsgögn, svo sem sófasett. Við erum þó alltaf að færa okkur meira út í tróhúsgögn samkvæmt línu frá Bkornes verksmiðjunum í Nor- egi, en við höfum framleitt eft- ir stöðlum frá þeim. í hús- gagnaiðjunni erum við svo með þjónustudeild, sem sér um við- gerðir ýmis konar og smíði á gluggum og hurðum fyrir byggingariðnaðinn, á svæðinu. — Þá er eitt verkstæðið ótal- ið, sagði Ólafur. — Við erum með lítið rafmagnsverkstæði þar sem 6 menn vinna. Það sér um raflagnir og viðgerðir á raf- tækjum. TVÆR SAUMASTOFUR — Við erum svo með tvær saumastofur, sagði Ólafur. — Annars vegar er það saumastof- an Sunna, sem Kaupfélagið keypti nýlega og hins vegar stofa sem saumar úr mokka- skinnum. Sunna er nær ein- göngu að sauma kápur og jakka úr ullarvoðum núna og er sá saumaskapur unninn fyrir Ála- foss, Hildu hf. og Sambandið. Þá hefur verið saumað dálítið af sængurfötum og sloppum fyrir frystihús. Sunna hefur staðið vel að vígi hvað verk- efni snertir og eiginlega haft meira að gera en þörf er á. Hin saumastofan er lítil, aðeins 6— 8 starfsmenn, en hana settum við upp í árslok 1976. Við fáum mokkaskinnin frá Akureyri og framleiðum aðallega fyrir út- flutningsdeild SÍS. Núna erum við þó að sauma fyrir Torgið i Reykjavík. í sama húsi og skinnasauma- stofan, er prjónastofa sem tók til starfa á síðasta ári og eru 1 starfsmenn þar. — Þessi prjónastofa framleiðir voðir fyrir Sunnu, sagði Ólafur, — en hún annar meiru en því. Þess vegna hefur nokkuð af framleiðslunni verið selt til Hildu hf. og núna erum við að fara að framleiða fyrir sauma- stofu á Selfossi. Vélarnar í þessi verkstæði keyptum við nýjar erlendis frá, en húsnæðið er gamalt kaupfélagspakkhús, sem hefur gegnt ýmsum hlut- verkum gegnum árin. ÚTIBÚ Á RAUÐALÆK — Síðustu deildirnar í rekstrinum, sem ég get nefnt, sagði Ólafur, — er verslunar- útibúið a Rauðalæk. Þar er Kaupfélagið með verslun og pakkhús. Einnig er þar bif- reiðaverkstæði og lítil vara- hlutaverslun. Hvað aðra starf- semi okkar snertir má nefna, að við erum að byggja við versl- unarhúsnæði okkar, en það hefur verið óbreytt í 20 ár. Viðbótin er á tveimur hæðum og verður um 510 m2. Efri hæð- in er ætluð fyrir skrifstofur en sú neðri verður pantanadeild, sem sér um afgreiðlu á vörum út um sveitirnar. — Af allri þessari upptaln- ingu má sjá að þetta er nokkuð stórt, sagði Ólafur, — enda er- um við með um 80% af at- vinnurekstrinum á Hvolsvelli. í raun og veru er þetta allt of stórt og hlutfallið hefur sífellt verið að hækka. Ég vildi gjarn- an styðja við bakið á einstak- lingum sem vildu setja upp iðn- fyrirtæki hér. En vera má að mönnum finnist erfitt að starta slíku í skugganum af stóru kaupfélagi. Aila vega hefur ein- staklingsframtakið aldrei blómstrað svo mjög hérna, sagði Ólafur Ólafsson að lok- um. FV 2 1978 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.