Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 67

Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 67
Bjallaplast Framleiðsla lyfjaglasa með öryggisloki að hefjasf af krafti — Erlendir aftilar hafa sýnt áhuga á framleiftslunni Bjallaplast framleiðir aðalleffa ýmsa hluti til raflagna m.a. bílahandlampa. Fremst í Hvolsf jallinu við Hvolsvöll er klettur sem hcitir Bjalli. Af þcssum kletti hefur fyrirtækið Bjallaplast á Hvols- velli fengið nafn sitt. Bjalla- plasl er hlutafélag í eigu Hvols- hrepps og Jóhannesar Pálsson- ar, sem sér um rekstur þess. Framkvæmdastjóri er Olafur Sigfússon, en hann fékk Frjáls verslun til að segja frá starf- scminni. — Fyrirtækið var stofnað a grundvelli þeirrar framleiðslu sem Jó'hannes Pálsson var með áður, sagði Ólafur. — Jóhannes hefur hannað mikið af fram- leiðslunni og er með einkaleyfi á sínum uppfinningum. Hús- næðið lagði hreppurinn til, en það var byggt með það fyrir augum að auka fjölbreytni í at- vinnuvegum hér. TVÆR TEGUNDIR HAND- LAMPA — Framleiðslan er aðallega ýmsir hlutir til raflagna, sagði Ólafur. — Má þar nefna raf- magnsrör, múffur og tengi o. fl. Þá framleiðum við handlampa í tveimur tegundum, sem Jó- hannes hefur hannað. Önnur tegundin er mikið seld erlendis og er framleiðslan á henni í samvinnu við Belysningsagent- uret í Kaupmannahöfn. Við framleiðum kúpulinn, en hand- fangið er framleitt ytra. Mótin fyrir handföngin voru svo dýr að við höfðum ekki bolmagn til að kaupa þau, sérstaklega þar sem markaður er takmark- aður hér. Við komumst í sam- band við þetta danska fyrirtæki gegnum Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og hefur samvinnan við það gengið ágætlega. Við erum að velta fyrir okkur svip- aðri samvinnu við framleiðslu á rafgeymaklóm, sem Jóhannes hefur einnig hannað. Þær eru úr hreinu blýi með plastkápu. Blýið safnar ekki spansgrænu eins og aðrar tegundir geyma- klóa og er að því leyti hent- ugra. Plastið heldur þessu sam- an í stað þess að blanda öðrum málmum saman við blýið. LYFJAGLAS MEÐ ÖRYGGIS- LOKI Ein af þekktustu uppfinn- ingum Jóhannesar Pálssonar er lyfjaglas með öryggisloki. Til þess að opna glasið þarf að nota ámóta verkfæri. — Við erum að setja niður nýja vél, sem steypir þessi glös, sagði Ólafur, — og þegar því er lokið hefst framleiðslan af fullum krafti. Danska apotekarafélagið hefur sýnt áhuga á að fá framleidd lok og kraga úr plasti sem setja má á glerglös og erum við að semja við þá um þetta núna. Við búumst við að geta selt talsvert af þessum glösum til að byrja með, því gengin er í gildi reglugerð, sem bannar notkun lyfjaglasa, sem ekki eru með öryggisbúniaði. Þetta eru einu glösin á markaði hér sem fullnægja þessum skilyrðum og við vonum eðlilega að ekki komi eitthvað sem slær það út. — Við erum á byrjunarstigi við framleiðslu á bílahand- lömpum, sagði Ólafur. — Þessir lampar eru með segulstál í fætinum og því hægt að festa þá víðast hvar um bílinn, bæði innan og utan. Lampinn verður svo tengdur beint við geymi bílsins. Við erum tilbúnir með öll stykki í þetta, svo ekkert er eftir annað en að hefjast handa. Að lokum erum við svo með framleiðslu á svokölluðum hlífðarstrengjum, sem látnir eru ofan á jarðstrengi. Við erum svo alltaf með ýmislegt á döf- inni. Helsta áhugamálið er að fullkomna svo framleiðsluna á raflagnavörum, að hægt verði að fá hjá okkur allt sem með þarf til raflagna. Til þess að geta þetta þarf bara mikið fé. Mótin sem plastið er steypt i eru ákaflega dýr. FV 2 1978 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.