Frjáls verslun - 01.02.1978, Qupperneq 67
Bjallaplast
Framleiðsla lyfjaglasa með
öryggisloki að hefjasf af krafti
— Erlendir aftilar hafa sýnt áhuga á framleiftslunni
Bjallaplast framleiðir aðalleffa ýmsa hluti til raflagna m.a.
bílahandlampa.
Fremst í Hvolsf jallinu við
Hvolsvöll er klettur sem hcitir
Bjalli. Af þcssum kletti hefur
fyrirtækið Bjallaplast á Hvols-
velli fengið nafn sitt. Bjalla-
plasl er hlutafélag í eigu Hvols-
hrepps og Jóhannesar Pálsson-
ar, sem sér um rekstur þess.
Framkvæmdastjóri er Olafur
Sigfússon, en hann fékk Frjáls
verslun til að segja frá starf-
scminni.
— Fyrirtækið var stofnað a
grundvelli þeirrar framleiðslu
sem Jó'hannes Pálsson var með
áður, sagði Ólafur. — Jóhannes
hefur hannað mikið af fram-
leiðslunni og er með einkaleyfi
á sínum uppfinningum. Hús-
næðið lagði hreppurinn til, en
það var byggt með það fyrir
augum að auka fjölbreytni í at-
vinnuvegum hér.
TVÆR TEGUNDIR HAND-
LAMPA
— Framleiðslan er aðallega
ýmsir hlutir til raflagna, sagði
Ólafur. — Má þar nefna raf-
magnsrör, múffur og tengi o. fl.
Þá framleiðum við handlampa
í tveimur tegundum, sem Jó-
hannes hefur hannað. Önnur
tegundin er mikið seld erlendis
og er framleiðslan á henni í
samvinnu við Belysningsagent-
uret í Kaupmannahöfn. Við
framleiðum kúpulinn, en hand-
fangið er framleitt ytra. Mótin
fyrir handföngin voru svo dýr
að við höfðum ekki bolmagn
til að kaupa þau, sérstaklega
þar sem markaður er takmark-
aður hér. Við komumst í sam-
band við þetta danska fyrirtæki
gegnum Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins og hefur samvinnan
við það gengið ágætlega. Við
erum að velta fyrir okkur svip-
aðri samvinnu við framleiðslu
á rafgeymaklóm, sem Jóhannes
hefur einnig hannað. Þær eru
úr hreinu blýi með plastkápu.
Blýið safnar ekki spansgrænu
eins og aðrar tegundir geyma-
klóa og er að því leyti hent-
ugra. Plastið heldur þessu sam-
an í stað þess að blanda öðrum
málmum saman við blýið.
LYFJAGLAS MEÐ ÖRYGGIS-
LOKI
Ein af þekktustu uppfinn-
ingum Jóhannesar Pálssonar er
lyfjaglas með öryggisloki. Til
þess að opna glasið þarf að nota
ámóta verkfæri. — Við erum
að setja niður nýja vél, sem
steypir þessi glös, sagði Ólafur,
— og þegar því er lokið hefst
framleiðslan af fullum krafti.
Danska apotekarafélagið hefur
sýnt áhuga á að fá framleidd
lok og kraga úr plasti sem setja
má á glerglös og erum við að
semja við þá um þetta núna.
Við búumst við að geta selt
talsvert af þessum glösum til
að byrja með, því gengin er í
gildi reglugerð, sem bannar
notkun lyfjaglasa, sem ekki eru
með öryggisbúniaði. Þetta eru
einu glösin á markaði hér sem
fullnægja þessum skilyrðum og
við vonum eðlilega að ekki
komi eitthvað sem slær það út.
— Við erum á byrjunarstigi
við framleiðslu á bílahand-
lömpum, sagði Ólafur. — Þessir
lampar eru með segulstál
í fætinum og því hægt að festa
þá víðast hvar um bílinn, bæði
innan og utan. Lampinn verður
svo tengdur beint við geymi
bílsins. Við erum tilbúnir með
öll stykki í þetta, svo ekkert er
eftir annað en að hefjast handa.
Að lokum erum við svo með
framleiðslu á svokölluðum
hlífðarstrengjum, sem látnir eru
ofan á jarðstrengi. Við erum
svo alltaf með ýmislegt á döf-
inni. Helsta áhugamálið er að
fullkomna svo framleiðsluna á
raflagnavörum, að hægt verði
að fá hjá okkur allt sem með
þarf til raflagna. Til þess að
geta þetta þarf bara mikið fé.
Mótin sem plastið er steypt i
eru ákaflega dýr.
FV 2 1978
67