Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 69
Bakaríið, Hellu
„Þar sem hægt er að fá ný brauð
er ailtaf von á viðskiptavinum”
*
— segir Arni Rúnar Kristjánsson starfsmaður í bakaríinu
A Hellu er bakarí, sem mun vera eina. bakaríiðí Rangárvallasýslu. Þegar Frjáls verslun kom þar
í heimsókn var eigandinn Kristinn Garðarsson fjarstaddur, en starfsmaður fyrirtækisins, Ámi
Rúnar Kristjánsson féllst á að segja lesendum frá starfseminni á meðan hann hnoðaði nokkur rúg-
brauð.
— Það má segja að þetta sé
nýtt fyrirtæki, sagði Árni —
því núverandi eigandi tók
við sl. haust. Hins vegar hafði
faðir eigandans, Garðar Björns-
son rekið það um tíma áður.
Húsið var byggt í kring um
1970 og var ætlað fyrir þessa
starfsemi. Vélarnar eru að
hluta til úr bakaríi sem kaup-
félagið hérna var með, en sumt
er nýtt.
EINA BAKARÍIÐ í
SÝSLUNNI
— Reksturinn hefur gengið
svona alla vega, sagði Árni. —
Það þarf að hafa mikið aðhald
til þess að svona fyrirtæki geti
gengið vel. Hráefnið er dýrt
og maður verður venjulega að
liggja með mikið hráefni. Hins
vegar eru brauð ódýr. Meðan
ekki er hægt að verðleggja þau
hærra og meðan allur rekstrar-
kostnaður hækkar, ekki síst
rafmagnið, þá er þetta erfitt.
Markaðurinn þarf að vera stór
til þess að bakarí gangi sæmi-
lega vel. Þá er hægt að bæta
við dýrum og afkastamiklum
vélum, sem ekki nýtast þegar
markaðurinn er lítill. Það ma
segja að við þjónum stóru
svæði, þar sem þetta er eina
bakariið í sýslunni. En það hafa
ekki allar verslanir í sýslunni
tekið brauð frá okkur. Á Hvols-
velli fær fólk brauð, sem flutt
Árni Rúnar að störfum.
eru með bílum frá Reykjavík
og jafnvel frá Keflavík. Ef við
hefðum Hvolsvöll inni í okkar
markaðssvæði væri þetta öllu
efnilegra.
BOLLUDAGURINN
BJARGAR MIKLU
—Þar sem hægt er að fá ný
brauð, er alltaf von á viðskipta-
vinum, sagði Árni. — Enda
kemur hér fólk víða úr sýsl-
unni til að byrgja sig upp. Fyr-
ir utan brauð erum við með
alla þessa venjulegu fram-
leiðslu sem bakarí eru vön að
bjóða upp á. Svo bökum við
eftir pöntunum fyrir veislur.
Mestu viðskiptin eru auðvitað
kringum bolludagin-n, enda
veit ég ekki hvernig færi fyrir
bakarium ef hann væri ekki.
Við erum svona að velta því
fyrir okkur að koma upp
mjólkurkæli í búðinni, því ef
við gætum boðið upp á mjólk
gæti ég trúað að fólk legði
frekar leið sina hingað.
Að sögn Árna er það erfið
hlið á rekstrinum að útvega
rekstrarfé. — Við verðum ann-
að hvoi’t að staðgreiða hráefni
sem við kaupum, eða fáum það
á tveggja mánaða víxlum, sagði
han-n. Hins vegar fáum við yfir-
leitt ekki reglulega borgað það
sem við lánum og þar sem
verðið á brauðunum er lágt, er
ekki von til þess að við höfum
alltaf tiltækt fé til hráefnis-
kaupa.
Að lokum gat Árni Rúnar
þess, að þeir félagar væru
bjartsýnir á að þeir fengju
smám saman viðskipti við enn
fleira fólk en nú væri. — Þá
getum við farið að reka þetta
á hagkvæmari hátt og ekki trúi
ég öðru en að vinnuafl fáist ef
á vantar, sagði Árni og tók til
við að koma rúgbrauðunum í
ofninn.
FV 2 1978
69