Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 79

Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 79
upp. Þær eiga þó erfitt upp- dráttar. Hér eru ekki nema 1160 manns í þorpinu og menn fara mikið til Reykjavíkur eða Selfoss að versla. Opinberir starfsmenn eru fáir í Hvera- gerði, en 45 manns búa hér og starfa í Reykjavík. Nokkrir sækja einnig vinnu til Selfoss og ÞorlákS'hafnar. STÓRÁTAK í MALBIKUN — Hreppurinn hefur ekki farið út í það að koma upp at- vinnurekstri, sagði Hafsteinn. — Hann bara sér um þessa venjulegu þjónustu sem sveit- arfélög þurfa að veita. Helstu framkvæmdirnar í ár eru þær, að við erum að ljúka við bygg- ingu íþróttahúss, sem er 18x19 m að stærð og má stækka um helming síðar. Er verið að ganga frá áhorfendasvæði og anddyri núna, en húsið hefur nýst til kennslu sl. tvö ár. Þá 'höfum við lagt talsverða áherslu á að undirbyggja götur undir malbik og er ætlunin að gera átak í malbikun í sumar. Vænt- anlega fáum við Reykjavíkur- borg til að sjá um lagningu fyrir okkur. Við ihefðum viljað gera ennþá meira en við ráðum við í þessum málum. 90% af ferðamönnum sem koma til landsins fara hér um og mikið af innlendu ferðafólki líka. Þetta verður til þess að slit á götum er gífurlegt. Við vildum gjarnan halda þeim góðum en megnum það bara ekki. Við höfum óskað eftir því við rík- isvaldið að það komi til móts við okkur í þessu efni vegna ferðamannanna, en það hefur ekki fengist. Við höfum líka lagt áherslu á að gera lóðir byggingarhæfar og erum vel settir að taka við iðnaðarfyrir- tækjum sem óska að koma upp rekstri hér. Það hefur þegar verið sótt um nokkrar lóðir, en ekki orðið ’ir framkvæmdum. T.d. sótti Kristján Friðriksson um lóð fyrir þilplötuverk- smiðju og ætlaði hann að nota jarðhitann til að þurrka plöt- urnar. Þá var sótt hér um lóð undir síldartunnuverksmiðju. Var talið að hún myndi liggja vel við söltunarstöðvum sunn- anlands ef hún væri hér. Þar var ætlunin að nota jarðhitann til að beygja tunnustafi. Ekki hefur orðið neitt úr þessum framkvæmdum vegna fjár- magnsskorts. VANTAR GOTT NEYSLU- VATN — Það er alltaf mikill listi af úrlausnarefnum sem bíður, sagði Hafsteinn. — T.d. verðum við að endurbæta kaldavatns- leiðslu næsta sumar, því við höfum ekki gott neysluvatn hér. Þarfirnar eru gífurlegar en tekjurnar virðast alltaf vera of litlar. Vandinn verður alltaf sá að dreifa fé á verkefnin. 1 ár fara 80% af fjárhagsáætlun í fasta liði, svo það virðist sem ráðstöfunarfé minnki stöðugt. Tekjurnar hér eru minni en í sjávarplássum af svipaðri stærð, en þær eru jafnari. Hér koma aldrei neinir toppar í tekjurnar, en á móti kemur að sjaldan er atvinnuleysi. Eigi að síður þyrfti að auikast við at- vinnuna hér. SKIPULAGSMÁL í BRENNI- DEPLI Að lokum gat Hafsteinn þess, að skipulagsmál væru mikið í brennidepli. — Það hefur verið skipuð samvinnunefnd um skipulagsmál, sagði hann, — en í henni sitja fulltrúar frá Hveragerði, Selfossi og úr Ölf- ushreppi. Nefndinni var ætlað að leysa ýmis vandamál sem koma upp milli sveitarfélaga í skipulagsmálum. Þessi nefnd lagði til að Hveragerðishreppur og Ölfushreppur yrðu samein- aðir. Vissulega gæti orðið hag- ræðing í því. Þessi sveitarfélög eiga margt sameiginlegt og þyrfti ekki að vera mikið mál að sameina þau alveg. Það var ætlunin að hafa skoðanakönn- un um þetta mál, en það hefur ekki komist til framkvæmda ennþá og hefur því ekki verið rætt svo mikið um þetta al- rnennt. En ef af þessu verður, kallar það á mjög góðan mal- bikaðan veg milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. FV 2 1978 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.