Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 84

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 84
Borgarlíf Leikritahrota Þjóðleikhússins í mars: Sýningafjöldi innan Reykja- víkur og úti á landi Ilóbcrt Arnfinnsson, Sigríður Þorvaldstlóttir, Flosi Ólafsson og Þóra Friðriksdóttir í Týndu teskeiðinni eftir Kjartan Ragnarsson. Það eru mikil tilbrif í lista- Iífi Þjóðleikhússins í marz, en alls verða sýnd 9 leikrit á veg- um hússins í marzmánuði. Á stóra sviði hússins er verið að sýna Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson, Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíks- son, Ödipús konung eftir Sófo- kles, Oskubusku eftir Evgení Schwarts, Kátu ekkjuna cftir Lehár, en það vinsæla verk vcrður frumsýnt 22. marz og þann 8. marz, væntanlega, verð- ur frumsýning á listdanssýn- ingu undir stjórn Yuri Cliatal og Sveinbjargar Alexandcrs. Þá er verið að sýna Fröken Mar- gráti eftir Roberto Athayde á Litla sviðinu og í Kjarvalsstöð- um verður sýnt verkið Græn- jaxlar eftir Pétur Gunnarsson og fleiri. Þá brá Þjóðleik- húsið faraldsfæti undir lcikara sína og frumsýndi leikritið Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade 2. marz á Húsavík. Auk þessara 9 sýninga, sem hér hafa verið nefndar verður fyrstu vikuna í marz gestaleik- ur frá Leikfélagi Akureyrar á Litla sviðinu: Alfa Beta eftir Whitehead. Erlingur Gísla- son og Sólveig Jónsdóttir leika undir stjórn Brynju Benedikts- dóttur. Ballettsýning, sem fyrirhug- uð er 8. marz verður sýnd tvisv- ar á Stóra sviðinu. Er hér um að ræða þrjá balletta. Tveim þeirra stjórnar Yuri Chatal: Sumarleikir við tónlist Ravels og Vínarvalsar við tónlist Jó- hanns Strauss. Chatal semur sjálfur dansana við báða þessa þætti. Sveinbjörg Alexanders, íslenzk ballerína sem starfar í Þýzkalandi stjórnar þriðja þættinum: synfónískum etýðum við tónlist Schumanns. Dans- höfundur er Jochen Ullrich. Það er íslenzki dansflokkurinn sem dansar ásamt nokkrum nemendum listdansskólans. Á sama tíma að ári var frumsýnt á Húsavík og sýnt þar ca. vikutíma, næst eru fyrir- hugaðar sýningar í Vestmanna- eyjum og á Vestfjörðum. Síð- an stendur til að fara með sýn- 84 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.