Frjáls verslun - 01.02.1978, Qupperneq 89
Fyrirtaeki, Iramleiðsla
Plastos hf.:
Framleiðir allar tegundir
plastpoka fyrir iðnað, heimili
og verzlanir
Þegar blaðamaður átti leið um Grensásveginn og náði tali af Oddi Sigurðssyni, forstjóra
PLASTOS H.F., en nafnið er stytting úr Plastpckaverksmiðja Odds Sigurðssonar, hittist svo á að
fyrirtækið var 4 ára bann dag, stofnað 8. febrúar 1974.
Forseti íslands heimsækir sýningarbás Plastos á iðnsýningunni í
Laugardalshöll.
„Hvað hefur þú gert um dag-
ana?“
„Eg starfaði í um 17 ár sem
skrifstofustjóri og fulltrúi hjá
Elding Trading Co., eða frá
1941 — 1958. Ég var heilsuveill
og gekk undir mikla aðgerð
1953 og ætlaði að fara að draga
í land, hafa það rólegt. Þá
stofnaði ég fyrirtækið Plast-
prent og hóf rekstur þess, það
var farið hægt af stað og látið
nægja að taka bílskúrinn en
fljótlega þurfti að taka neðstu
hæðina í íbúðarhúsi mínu und-
ir efnisgeymslu og skrifstofu.
Það var erfiðara að eiga við
þetta á þeim árum eða fyrir
1960. Þó plastið væri á frílista
þurfti að standa í biðröð eftir
gjaldeyri og til að geta selt
plastpoka þurfti að selja vænt-
anlegum viðskiptavinum vél til
að geta lokað pokunum og þá
þurfti gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfi.
Þá var hráefnið ekki fram-
leitt hér heldur þurfti að flytja
það inn og voru gæðin æði mis-
jöfn. Ég flutti það inn frá Dan-
mörku, Þýskalandi, U.S.A. og
Kanada.
Úr skúrnum var flutt í Skip-
holtið og stjórnaði ég fyrirtæk-
inu til 1964 að meðeigandi
minn, sem áður hafði verið
framkvæmdastjóri Kötlu h.f.,
kom í fyrirtækið og rákum við
það saman til ársins 1973, en
þá slitnaði upp úr samstarfinu.
PLASTOS STOFNAÐ
Hvenær settir þú Plasfös hf.
á laggirnar?
„Það var eins og áður er sagt
8. febrúar 1974, og byrjað var
í sama skúrnum og fyrir 16 ár-
um, en það var stuttur tími og
nú er ég eins og þú sérð hér
á mínum gamla stað á Grensás-
vegi 7. Það var erfitt að byrja
upp á nýtt og byggja upp frá
grunni, þar að auki var olíu-
stríð og hvergi plast að fá. Það
FV 2 1978
89