Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 91

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 91
er vist ekki til það fyrirtæki i Evrópu sem ég ekki skrifaði, en það tókst, ég fékk allt það plast sem ég hafði getu til að vinna úr því auðvitað þurfti ég að kaupa allar vélar jafnframt. Það má segja að einhver blessun hafi fylgt þessu, gaml- ir viðskiptavinir fylgdu mér, og mikið af starfsfólkinu. Þrír af elstu starfsmönnunum, sem jafnframt gerðust hluthafar í fyrirtækinu, höfðu i áraraðir unnið við plastpokaframleiðslu og dreifingu. Veltan á þeim 8 mánuðum sem fyrirtækið starfaði 1974, var um 50 milljónir. 1975 var hún tæpar 90, 1976 um 130 og 1977 um 250. Þó að verðbólga sé stór hluti af þessu þá er aukningin þó stærsti hlutinn. Plastos framleiðir nú allar gerðir af plastpokum fyrir iðn- að, til heimilisnotkunar og um- búðapoka fyrir verslanir. Fyrir sveitarfélög framleiðum við poka, sem notaðir eru fyrir sorp, sem sé tunni^ekki svo eitthvað sé nefnt. En það má segja að við höfum aldrei haft undan að framleiða“. „Hvaðan fáið þið hráefnið?“ „Það fáum við frá Reykja- lundi — Polyfilm. Þetta hrá- efni hefur reynst einstaklega vel og má segja að það sé á heimsmælikvarða hvað verð og gæði snertir“. Hvað vinnur margt fólk hér?“ ,,Um þessar mundir starfa hér milli 30 og 40 manns þar af 4 í söludeild og veitir ekki af“. „Eru tæki til plastpokagerðar ekki almennt dýr og er þá ekki um leið erfitt að fjármagna fyr- irtæki, sem þetta, miðað við þá aðstöðu sem íslensk fyrirtæki búa almcnnt við?“ „Jú, það er óhætt að segja það. Vélakosturinn er 4 lita prentvél og 6 plastpokavélar og núna fyrir nokkrum dögum tókum við í notkun fullkomn- ustu plastpokavél, sem til er á landinu i dag, auk þess er ég' með fullkomnar klisjugerðar- vélar og svo stendur til að kaupa nýja prentvél. Við flytj- um inn plastfilmu til heimilis- notkunar, álpappír og fleira undir vöruheitinu Rul-let, sem við erum umboðsmenn fyrir, en þetta merki er mjög vel þekkt á Norðurlöndum“. „Hvaða vélar eru þetta?“ „Þetta eru prentvélar fyrir verðmerkimiða en við framleið- um allar stærðir af þeim og prentum á þá og flytjum inn verðmerkivélar og rekum full- komna þjónustu fyrir þær. Auk þess flytjum við inn beint frá framleiðanda í Japan verðmerkivél sem jafnframt er elektronisk vog og prentar hún á miða: Verð pr. kg. vigt, sölu- verð og jafnframt þrjár dag- setningar, það er: pökkunardag- ur, síðasti söludagur og síðasti neysludagur. Nú þegar allt á að merkjast þá er þetta það nýjasta í heiminum og sem hver kjötvinnslustaður eða þeir sem pakka matvælum verða að hafa. Auk þess flytjum við inn fyrir verslanir elektroniskar vogir sem sýna frá tveim hlið- um verð pr. kg., þyngd og heildarverð. Áður en við byrj- uðum að selja þessa hluti flutt- um við inn sýnishornin og lét- um þýða og prenta allan leið- arvísinn á islensku. Þar sem við flytjum þessar vogir inn beint frá framleið- anda í Japan er verðið svo hag- stætt að kaupmaðurinn á horn- inu getur líka keypt þær“, seg- ir Oddur. Á IÐNSÝNINGU Við tókum þátt í iðnsýningunni á iðnkynningarárinu og teljum að sú þátttaka hafi borið ein- staklega góðan árangur. Gildi slikra sýninga er ótvírætt. ETNA HF. Hér er einnig til húsa verk- smiðjan Etna hf., sem Oddur er framkvæmdastjóri fyrir en hann stofnaði hana 1961 og framleiðir hún nær alla flösku- tappa fyrir öl og gosdrykki sem notaðir eru í landinu. Fyrsta árið var heildarveltan röskar 90 þúsundir og kostaði þá hver tappi um 10 aura og var þá reiknað út með 1/10 parti úr eyri. Núna kostar hver tappi á aðra krónu. Framleiðslan er nokkuð jöfn, þó jókst hún um 30% þjóðhátíð- arárið, en notkun fer sérstak- lega á sumrin nokkuð eftir veðri. Þessi framleiðsla krefst mik- ils hreinlætis og nákvæmni og eru gosdrykkir sendir til út- landa reglulega og framleiðsla á öllum stigum efnagreind. Þar að auki koma menn frá erlend- um framleiðendum: Coca Cola, Pepsi Cola, Canada Dry, reglu- lega til landsins til að líta eftir hreinlæti og framleiðslu og koma þeir einnig til okkar. Þarna vinna 6—7 manns og hef- ur Hjalti Bjarnfinnsson ver- ið verkstjóri í fyrirtækinu frá byrjun. Stjórn Etnu hf. skipa: Agnar Kristjánsson formaður og Hjalti Bjarnfinnsson auk mín. IÐNAÐARBLAÐIÐ Nýtt blað með fréttum og faglegu efni um iðnað. Keniur út annan hvern mánuð. Áskrifta- og auglýsingasími 82300 IÐNAÐARBLAÐIÐ FV 2 1978 01

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.