Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 96

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 96
Um hcima og geima — Eigið þér við áfengisvanda mál að stríða? spurði læknir- inn. — Ekki svo orð sé á gerandi. En konan mín aftur á móti. — Hvernig lýsir það sér? — Hún sleppir sér í hvert skipti sem ég verð fullur. — Heyrðu góði. Fyrir þessa hæfileika gætirðu haft miklu meira upp úr þér. — Æ, unga kynslóðin í dag. Hún er gjörsamlega glötuð, sagði forstjórinn við starfsbróð- ur sinn. — Líttu bara á hann son minn. Hann er 22 ára og ég gerði hann að aðstoðarforstjóra í fyrirtækinu. En hann gerir ekki handtak. Hann mætir seint og fer snemma í hádegis- mat og drekkur sig þá oftast góðglaðan. Svo eyðir hann rest- inni af deginum við að ektast við myndafyrirsæturnar í nær- fatadeildinni. — Já, þú hefur rétt fyrir þér, gamli vinur. En ástandið er þó heldur vcrra hjá hoiuim syni mínum. Ilann er 24 ára og ég gerði hann að aðstoðarforstjóra í fyrirtækinu. Hann gerir þó ekki handtak. Kemur seint á morgnana og fer snemma í há- degismatinn, þar scm hann drekkur sig góðglaðan. Svo eyð- ir hann því sem eftir er af deg- inum við að eltast við ljós- myndafyrirsæturnar í nærfata- deildinni. — Hvað meinarðu með að hann sé verri en sonur minn. Þett’a er nákvæmlega sama lýs- ingin. — En þú gleymir, gamli vin- ur, að við verzlum með karl- mannaföt. — Hvar gastu fengið þetta glóðarauga, kunningi. Ég hélt að konan þín hefði farið í ferða- lag. — Já, ég hélt það líka. — Ég held að þér ættuð að hætta að taka pilluna í hálft ár eða svo, sagði læknirinn. — Það er útilokað. Maðurinn minn verður á námskeiði er- lendis næstu sex mánuði. — Ég er alveg hissa á hvað það eru margir sem spyrja um þessa bók. 96 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.