Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 98

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 98
Frá ritsijárn Stefna Verzlunarráðsins í efnahags- og atvinnumálum Á aðalfundi Verzluriarráðs lslands var mörkuð eftirfarandi stefna í efnahags- og atvinnumálum: „Verzlunarráð Islands eru samtök fyrir- tækja viðskiptalífsins. Stefna þess mótast því ekki af sérhagsmunum einstakra at- vinnugreina, heldur af hagsmunum atvinnu- lífsins í heild oí< þá jafnframt hagsmunum þjóðarinnar allrar. Stefna Verzlunaráðsins er sú, að eíla skil- yrði fyrir frjálst framtak einstaklinga os samtaka þeirra í atvinnulífinu o.í> stuðla að frjálsum viðskiptaháttum og markaðshag- kerfi, sem grundvallarskipulagi efnahagslífs- ins. Frjálst markaðskerfi, er hluti af almenn- um mannréttindum. Það hagnýtir frum- kvæði og atorku einstaklingsins, Jætur hann njóta eigin verka og Jiera jafnframt ál)yrgð gerða sinna. Það beinir atorku manna til þeirra verka, sem þeir vinna bezt, fjármagni landsmanna tiJ þeirra framkvæmda, sem gefa mestan arð o« færir neytendum þá vöru og þjónustu sem þeir vilja lielzt. Markaðshag- kerfið samrýmir bezt atvinnustarfsemi ein- staklinga óskum þjóðarheildarinnar, án þess að skcrða rétt þeirra tii að ráða eigin mál- um. I markaðshagkerfinu nást efnaliagsleg markmið betur en í öðrum liagkerfum. Það liámarkar efnalega veiferð þjóðféiagsins, heldur verði í lágmarki og framlioði í há- marki, skapar ákjósanlegustu skilyrði fyrir öran hagvöxt og nýtir bezt takmarkaða fram- leiðslugetu þjóðfélagsins. Markaðshagkerfið er hczt fallið til að upp- fylla óskir landsmanna um betri lífskjör. Til þcss að svo megi verða þarf að fram- kvæma gagngerar breytingar í íslenzlaun efnaliagsmálum: J. Verðmyndunarliöft á að afnema, en láta frjálsa verðmyndun og virka sam- keppni stýra l'ramleiðslu og neyzlu í samræmi við óskir neytenda. II. Fjármagnsmarlcaðinn þarf að Josa úr viðjum skömmtunarkerfa ag gera hann frjálsan, þannig að jafnvægi skapist og arðsemi verði helzta leiðarljós í fjár- f es tin ga rm álum. III. Utanríkisviðskipti eiga að vera frjáls, en einnig þarf að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum líkt og i öllum okkar nágrannalöndum. IV. Skattheimtu hins opinbera ber að minnka og samræma grundvallarsjón- armiðum skattlagningar um lcið og sköttum er fækkað. V. Lögum um verkalýðsfélög og vinnu- deilur |)arf að breyta, svo að aðild að verkalýðsfélögum verði l'rjálsari, en á- byrgð verkalýðsfélaga þarf að sam- ræma valdi þeirra. VI. Opinbcr umsvif í atvinnulífinu og beina íhlutun í starfsemi þess þarf að minnka og koma á virkri stjórn efnahagsmála sem samrýmist frjálsum markaðsbú- skap. VII. Hlutvcrk hins opinbera í atvinnulífinu þarf að endurskoða og jafnrétti í starfs- skilyrðum atvinnuveganna þarf að end- urreisa. Aðalfundur V. I. ályktar að fela stjórn ráðsins að gera stjórnvöldum grein fyrir jjessum stefnuatriðum og mcðfylgjandi grein- argerð. Jafnframt ályktar fundurinn að fela stjórn ráðsins að beita sér fyrir samvinnu samtaka atvinnulífsins um mótun slíkrar stefnu í efnahags- og atvinnumálum”. 98 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.