Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 7

Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 7
Hreppsnefndarminni- hlutinn á Selfossi var eitthvað úti að aka á dög- unum, þcgar verið var að afgreiða frumvarp um kaupstaðarréttindi Sel- foss á Alþingi. Brynleif- ur Stcingrímsson og Haf- steinn Þorvaldsson ósk- uðu eftir fundi hrepps- nefndar til að taka af- stöðu til ýmissa tillagna, sem í raun hcfðu þýtt, að kaupstaðarréttindiri hefðu nánast ekkert haft að scgja. Meðan á fundi stóð og eftir að haldnar höfðu verið ítarlegar ræð- ur uni málið bárust þær fréttir inn á fundinn, að Alþingi hefði samþykkt frumvarpið. Sumir urðu kindarlegir á svipinn en fylgjendur kaupstaðar- réttinda vörpuðu öndinni léttar eftir að hafa beðið afgreiðslu Alþingis með eftirvæntingu meðan fundurinn var haldinn eystra. — O — Hermt er að hugsan- legar séu einhverjar breytingar á skipan ráð- herraembætta, ef svo færi, að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Fram- sóknar héldi áfram störf- um að loknum kosningum. Talið er víst, að Halldór E. Sigurðsson muni hætta ráðherrastörfum að eigin ósk en líklegt er talið, að helzti landbúnaðarsér- fræðingur flokksins ann- ar, Stefán Valgeirsson taki við embættinu í stað Halldórs. Þá er nefndur sá möguleiki, að Ragn- hildur Helgadóttir taki sæti í ríkisstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins, ef einhver af núver- andi ráðherrum gefur ekki kost á sér áfram. Þykir allavega víst, að Ragnhildur sé næsta ráð- herraefni flokksins og varaformaður. Ýmsum sögum fer af fcrðaskrifstofustarfsemi verklýðshreyfingarinnar á vegum hins svonefnda Alþýðuorlofs. Verkalýðs- félögin munu liafa skrif- að sig fyrir ákveðnu hlutafé í þessu fyrirtæki og eru að standa skil á því um þessar mundir. Þar mun um talsverðar upphæðir vera að ræða fyrir sjóð'i verkalýðs- hreyfingarinnar cn við bætist, að' rekstur þessa fyrirtækis hefur gengið býsna brösótt og bíða margir spenntir cftir að sjá staðfest á rcikning- um, hvernig forsprakk- ar krata og komma í ferðabransanum hafa staðið sig í viðskiptum. Það vekur athygli, að nokkrir flugstjórar hjá Flugleiðum, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæð- inu, hafa látið flytja lög- heimili sín út í dreifbýl- ið. Þetta kemur fram á skrásetningarnúmerum bíla þeirra, sem eru K- merkt og B-merkt t.d. Einhver hlunnindi munu fylgja þessari ráðstöfun þó ekki sé alveg ljóst hver þau eru. Það fylgir líka sögunni að einn flugstjóri Flugfélagsins hafi tryggt sér bílnúmer- ið B 747, sem er einkenn- isnúmer Júmbóþotunnar hjá Boeing. Kann þetta að vera einn liður í sál- fræðihernaði gegn Loft- leiðaflugmönnum. sem vilja hafa forgang að nýj- um breiðþotum, þegar þær verða teknar í notk- un hjá Flugleiðum! Það reyndist rétt, sem spáð var, þcgar Dagblað- ið hóf göngu sína, að grundvöllur sé fyrir bæði síðdegisblöðin, en aukn- ingin bitni helzt á morg- unblöðunum. Af þeim mun Tíminn standa mjög illa um þessar mundir og samkvæmt árei'ðanleg- um heimildum hefur upp- lag hans farið stórum minnkandi að undan- förnu og vera nú um 14 þúsund á dag. Þegar Tím- inn stóð bezt komst upp- lag hans upp í um 18 þús- und eintök. Forvígismenn Alþýðu- flokksins, sem töldu sig hafa nokkurn meðbyr í vetur með tilliti til vænt- anlegra þingkosninga, eru nú orðnir talsvert uggandi um útkomuna í kosningunum í júní og telja að straumurinn sé ekki jafnmikið með þeim og þeir töldu áður. Vil- mundur og aðrar nýjar stjörnur á framboðslist- um draga ekki eins að fundamenn á almennum fundum og reiknað hafði verið með. Þá hefur um- ræðan um erlenda fjár- mögnun á flokksstarfi Alþýðuflokksins rýrt álit hans í augum þeirra kjósenda, sem töldu krata merkisbera siðvæð- ingarinnar og í þriðja lagi verður krötum kennt að einhverju leyti um ó- vinsælar og handahófs- kenndar vinnuaðferðir verkalýðsforystunnar um þessar mundir. FV 3 1978 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.