Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 14
Ferðalög Pantanir í Islandsferðir nú nraeiri og öruggari — Ferðamenn frá 96 löndum komu hingað í fyrra 72.690 erlendir ferðmenn komu hingað til lands á síðasta ári, en þá eru ekki taldir með þeir 9.150, sem hingað komu með skemmtiferðaskipum í 20 viðkomum. Þessir erlcndu ferðamenn, sem hingað komu reyndust vera frá 96 þjóðlöndum og öllum heimsálfum. í janúar í ár komu 2.384 útlendingar til landsins og hafði þeim fækkað um 8,1% frá því janúar árið áður. í febrúar komu 1.990 útlending- ar, og hafði þeim fjölgað um 1,5% miðað við fcbrúar í fyrra. Alls komu því í janúar og febrúar 4.374 erlendir ferðamenn hingað, 3,9% færri en þessa mánuði í fyrra. Á tímabilinu maí—ágúst er gert ráð fyrir allt að 5% aukningu á Evrópuleiðum, samkvæmt upplýsingum Flugleiða og er það grundvallað á fyrirframbókunum farþega og markaðskönnunum. F.V. fjallar í þessari grein um pantanir í íslandsferðir í sumar, landkynningarmál og fjölmargt fleira og er rætt við þá Kjartan Lárusson forstjóra Ferðaskrifstofu rikisins, Heimi Hannesson, formann Ferða- málaráðs og Helga Jóhannsson í innanlandsdeild Samvinnu- ferða. BANDARÍSKIR FERÐAMENN 30% ÞEIRRA, SEM HINGAÐ KOMU SL. ÁR Af þeim erlendu ferðamönn- um, sem hingað komu á síðasta ári voru Bandaríkjamenn flest- ir, eða 30%, en mikið af banda- rískum ferðamönnum sem hing- að koma eru stop over farþeg- ar, og dveljast ef til vill ekki nema einn sólarhring á landinu. Skandinavar voru 24% þeirra erlendra ferðamanna sem hing- að komu og Þjóðverjar 15%, en hins vegar eru Þjóðverjar 75% af öllum farþegum skemmti- ferðaskipa 1977, en einnig hef- ur vaxið fjöldi þeirra Frakka, Hollendinga, Belga, Svisslend- inga, ítala og Breta sem sækja ísland heim. Þessar upplýsingar fékk F.V. hjá Kjartani Lárussyni, for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins. Pantanir eru meiri núna og öruggari hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, en þær voru s.l. ár. Hins vegar ríkir alltaf óvissa þar til sumarvertíðin hefst, ekki hvað síst er varðar verð- lagsmál og frið á vinnumarkaði. Dimmu- borgir við Mývatn er vin- sæll ferða- manna- staður. Þar er stór- brotin náttúru- fegurð. — Staðreyndin er sú, að ferða- mannaiðnaðurinn er einna veik- astur fyrir verkföllum. Það er fyrst og fremst verið að þjóna manneskjunni, og ef við fáum á okkur verkfall í vor, tekur það okkur fjölda ára að jafna okkur á því, vegna þess, að þá skellur á verkfallskreppa þriðja árið í röð í byrjun sumarve-’- tíðar, sagði Kjartan. MEST UM PANTANIR FRÁ EVRÓPU Pantanir hafa mest borist frá Evrópusvæðinu til Ferðaskrif- stofu ríkisins. Virðist vera ein- kennandi að stór hluti þátttak- enda í svokölluðum fjallaferð- um eru þýsk- og frönskumæl- andi Evrópubúar. Þessir hópar eru einnig verulega stór hluti þeirra sem fara í svokallaðar hótelferðir um byggðir lands- ins. Þrátt fyrir erfitt vegakerfi hefur orðið regluleg aukning á því á síðari árum, að erlendir ferðamenn leigi sér bílaleigu- bíl og ferðist um landið og með auknu leiguflugi til landsins hafa tvímælalaust komið fleiri ferðamenn hingað, sem ferðast á puttanum um landið. ÖFLUN NÝRRA VIÐSKIPTA- SAMBANDA Á FERÐASÖLU- SÝNINGU í BERLÍN Ferðaskrifstofa ríkisins tók þátt í ferðasölusýningu ITB (International Tourismus Börse) í Berlín í byrjun mars- mánaðar. En þetta er í fyrsta skipti, sem íslensk ferðaskrif- stofa tekur þátt í þessari sýn- ingu. Ferðamálaráð hafði að 14 FV 3 1978
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.