Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 15
hluta til aðild að sýningarsvæði ferðaskrifstofunnar að tilstuðl- an ferðamálastjóra. Þátttakan af hálfu Ferða- skrifstofu ríkisins beindist fyrst og fremst að öflun nýrra við- skiptasambanda til fjölgunar ferðamönnum til landsins. Á slíkri sýningu er greiður aðgangur að óteljandi kaupend- um og seljendum ferðaþjónustu á alþjóðavettvangi. Þangað komu fulltrúar og helstu áhrifa- menn á öllum sviðum ferða- mála s.s. ferðaskrifstofa, hóp- ferðasala, hótela og gististaða, landkynningaraðila svo og full- trúar flugfélaga, járnbrauta og skipafélaga. ITB sýningin hefur í síaukn- um mæli beinst að beinum við- skiptum milli kaupenda og selj- enda ferðaþjónustu, og er talið að í ár hafi 90% þátttakend- anna látið þann þátt sig mestu varða, en milli 7—10.000 fag- menn sóttu sýninguna. BÆKLINGUM OG SÖLU- SKRÁM DREIFT UM ALLAR HEIMSÁLFUR Gefnir eru út þrír aðalbækl- ingar af Ferðaskrifstofu ríkis- ins. Bæklingar um helstu lang- ferðir, dagsferðir og bæklingur um Eddu hótelin. Auk þess er gefin út heildarsöluskrá á allri almennri ferðaþjónustu á ís- landi. Söluskráin er gefin út á ensku og þýsku í 8 þúsund ein- tökum, en upplagið af bækling- unum er frá 12—13 þúsund, en þeir eru einnig gefnir út á ensku og þýsku. Bæklingunum og söluskrán- um er dreift um allar heimsálf- ur, mest þó til Evrópu og Amer- iku. Svokallaðir „incentive trav- el“ ferðir hafa aukist mjög i heiminum síðustu ár, og eru orðnar einn stærsti ferðamála- markaður heimsins, en hér er um að ræða ferðir starfshópa til útlanda kostaðar af fyrir- tækjum. Einn slíkur hópur kom hingað á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins s.l. haust með bresk- franskri Concord þotu, og var það starfsfólk á vegum spænskrar verslunarsamsteypu, og dvaldi hópurinn hér í hálf- an dag. Bæklingum Ferðaskrifstofu rík- isins er dreift um allan heim. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur geysimikil viðskipti við ferða- skrifstofur í flestum löndum Evrópu svo og í Bandaríkjun- um og ennfremur minni við- skipti við ferðaskrifstofur í fjarlægari álfum. Öll almenn landkynning, sem var að töluverðu miklu leyti i höndum Ferðaskrifstofu ríkis- ins hefur færst yfir til Ferða- málaráðs, auk fjölda annarra nýrra verkefna, en öll sölustarf- semi á ferðum til íslands er á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins, en að sjálfsögðu flýtur þar landkynning með. STÓRAUKIÐ ÁTAK í LAND- KYNNINGU ERLENDIS Ferðamálaráð vinnur nú að stóraukinni landkynningu er- lendis. Gefnir hafa verið út ís- landsbæklingar á fimm tungu- málum, ensku, spænsku, þýsku, norsku og frönsku. Útgáfustarf- semi er einn stærsti liðurinn í landkynningu og er útgáfustarf- semi Ferðamálaráðs mjög fjöl- breytt. Gerð hefur verið m.a. kvikmynd um ísland „They should not call Iceland Ice- land“, sem hefur verið sýnd víða og hefur m.a. unnið til fjölda verðlauna. Nýtt form er á bæklingun- um, en leitast er við að gefa sem sannasta mynd af fslandi, hvað veðurfar og annað snertir. Ferðamálaráð sér um dreifingu bæklinganna á skrifstofum ráðsins erlendis auk utanríkis- þjónustunnar og íslensku flug- félaganna. Einn liður í landkynningu sumarsins er útgáfa nýs korts af íslandi, sem Landmælingar fslands gera. Er kortið sérstak- lega hannað fyrir erlenda ferðamenn, með alls kyns upp- lýsingum, sem þeir þurfa á að halda, en slikar upplýsingar hafa ekki verið til staðar á íslandskortum hingað til. Ferðamálaráð hefur ásamt Flugleiðum einnig keypt 46 ljósmyndir úr safni Gunnars Hannessonar. Voru þær stækk- aðar í Noregi og límdar á ál- plötur hér. Þessar myndir eru teknar víðsvegar um landið. Verða þær sýndar víða erlendis og eru nú á söluskrifstofu Flug- leiða í London. Auk þessa verða gefnar út fjórar gerðir plakata. Áætlaður tekjustofn Ferða- málaráðs árið 1978 er um 120 millj. kr. Um 72% eiga að notast í landkynningu, 15% í umhverfismál og 13% í ráð- stefnumálin. Kostnaður af starf- semi Ferðamálaráðs er greidd- ur úr ríkissjóði á fjárlögum, en auk þess er lagt sérstakt gjald á vörusölu Fríhafnarinnar, sem nemur 10% og er því m.a. ráð- stafað til landkynningarverk- efna á vegum Ferðamálaráðs. LANDKYNNINGARSKRIF- STOFUR OG AÐILAR AÐ ETC í New York er rekin land- kynningarskrifstofa, sem Ferða- málaráð Norðurlandanna, þar á meðal Ferðamálaráð íslands eru aðilar að. Þar hefur Ferða- málaráð íslands sinn fram- kvæmdastjóra. í Los Angeles er einnig rekin landkynningar- skrifstofa og hafa allar Norður- landaþjóðirnar sameiginlegan framkvæmdastjóra. í Zúrich í Sviss rekur Ferðamálaráð sam- eiginlega skrifstofu með Dön- um. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað við Ferðamálaráð Dana um hugsanlega samvinnu um landkynningu í Evrópu. Á- ætlaður kostnaður við rekstur landkynningarskrifstofunnar í New York eru 10 milljónir króna. European Travel Commission FV 3 1978 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.