Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 15
hluta til aðild að sýningarsvæði
ferðaskrifstofunnar að tilstuðl-
an ferðamálastjóra.
Þátttakan af hálfu Ferða-
skrifstofu ríkisins beindist fyrst
og fremst að öflun nýrra við-
skiptasambanda til fjölgunar
ferðamönnum til landsins.
Á slíkri sýningu er greiður
aðgangur að óteljandi kaupend-
um og seljendum ferðaþjónustu
á alþjóðavettvangi. Þangað
komu fulltrúar og helstu áhrifa-
menn á öllum sviðum ferða-
mála s.s. ferðaskrifstofa, hóp-
ferðasala, hótela og gististaða,
landkynningaraðila svo og full-
trúar flugfélaga, járnbrauta og
skipafélaga.
ITB sýningin hefur í síaukn-
um mæli beinst að beinum við-
skiptum milli kaupenda og selj-
enda ferðaþjónustu, og er talið
að í ár hafi 90% þátttakend-
anna látið þann þátt sig mestu
varða, en milli 7—10.000 fag-
menn sóttu sýninguna.
BÆKLINGUM OG SÖLU-
SKRÁM DREIFT UM ALLAR
HEIMSÁLFUR
Gefnir eru út þrír aðalbækl-
ingar af Ferðaskrifstofu ríkis-
ins. Bæklingar um helstu lang-
ferðir, dagsferðir og bæklingur
um Eddu hótelin. Auk þess er
gefin út heildarsöluskrá á allri
almennri ferðaþjónustu á ís-
landi. Söluskráin er gefin út á
ensku og þýsku í 8 þúsund ein-
tökum, en upplagið af bækling-
unum er frá 12—13 þúsund,
en þeir eru einnig gefnir út á
ensku og þýsku.
Bæklingunum og söluskrán-
um er dreift um allar heimsálf-
ur, mest þó til Evrópu og Amer-
iku.
Svokallaðir „incentive trav-
el“ ferðir hafa aukist mjög i
heiminum síðustu ár, og eru
orðnar einn stærsti ferðamála-
markaður heimsins, en hér er
um að ræða ferðir starfshópa
til útlanda kostaðar af fyrir-
tækjum.
Einn slíkur hópur kom
hingað á vegum Ferðaskrifstofu
ríkisins s.l. haust með bresk-
franskri Concord þotu, og var
það starfsfólk á vegum
spænskrar verslunarsamsteypu,
og dvaldi hópurinn hér í hálf-
an dag.
Bæklingum Ferðaskrifstofu rík-
isins er dreift um allan heim.
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur
geysimikil viðskipti við ferða-
skrifstofur í flestum löndum
Evrópu svo og í Bandaríkjun-
um og ennfremur minni við-
skipti við ferðaskrifstofur í
fjarlægari álfum.
Öll almenn landkynning, sem
var að töluverðu miklu leyti i
höndum Ferðaskrifstofu ríkis-
ins hefur færst yfir til Ferða-
málaráðs, auk fjölda annarra
nýrra verkefna, en öll sölustarf-
semi á ferðum til íslands er á
vegum Ferðaskrifstofu ríkisins,
en að sjálfsögðu flýtur þar
landkynning með.
STÓRAUKIÐ ÁTAK í LAND-
KYNNINGU ERLENDIS
Ferðamálaráð vinnur nú að
stóraukinni landkynningu er-
lendis. Gefnir hafa verið út ís-
landsbæklingar á fimm tungu-
málum, ensku, spænsku, þýsku,
norsku og frönsku. Útgáfustarf-
semi er einn stærsti liðurinn í
landkynningu og er útgáfustarf-
semi Ferðamálaráðs mjög fjöl-
breytt. Gerð hefur verið m.a.
kvikmynd um ísland „They
should not call Iceland Ice-
land“, sem hefur verið sýnd
víða og hefur m.a. unnið til
fjölda verðlauna.
Nýtt form er á bæklingun-
um, en leitast er við að gefa
sem sannasta mynd af fslandi,
hvað veðurfar og annað snertir.
Ferðamálaráð sér um dreifingu
bæklinganna á skrifstofum
ráðsins erlendis auk utanríkis-
þjónustunnar og íslensku flug-
félaganna.
Einn liður í landkynningu
sumarsins er útgáfa nýs korts
af íslandi, sem Landmælingar
fslands gera. Er kortið sérstak-
lega hannað fyrir erlenda
ferðamenn, með alls kyns upp-
lýsingum, sem þeir þurfa á að
halda, en slikar upplýsingar
hafa ekki verið til staðar á
íslandskortum hingað til.
Ferðamálaráð hefur ásamt
Flugleiðum einnig keypt 46
ljósmyndir úr safni Gunnars
Hannessonar. Voru þær stækk-
aðar í Noregi og límdar á ál-
plötur hér. Þessar myndir eru
teknar víðsvegar um landið.
Verða þær sýndar víða erlendis
og eru nú á söluskrifstofu Flug-
leiða í London. Auk þessa verða
gefnar út fjórar gerðir plakata.
Áætlaður tekjustofn Ferða-
málaráðs árið 1978 er um 120
millj. kr. Um 72% eiga að
notast í landkynningu, 15%
í umhverfismál og 13% í ráð-
stefnumálin. Kostnaður af starf-
semi Ferðamálaráðs er greidd-
ur úr ríkissjóði á fjárlögum, en
auk þess er lagt sérstakt gjald á
vörusölu Fríhafnarinnar, sem
nemur 10% og er því m.a. ráð-
stafað til landkynningarverk-
efna á vegum Ferðamálaráðs.
LANDKYNNINGARSKRIF-
STOFUR OG AÐILAR AÐ ETC
í New York er rekin land-
kynningarskrifstofa, sem Ferða-
málaráð Norðurlandanna, þar
á meðal Ferðamálaráð íslands
eru aðilar að. Þar hefur Ferða-
málaráð íslands sinn fram-
kvæmdastjóra. í Los Angeles er
einnig rekin landkynningar-
skrifstofa og hafa allar Norður-
landaþjóðirnar sameiginlegan
framkvæmdastjóra. í Zúrich í
Sviss rekur Ferðamálaráð sam-
eiginlega skrifstofu með Dön-
um. Óformlegar viðræður hafa
átt sér stað við Ferðamálaráð
Dana um hugsanlega samvinnu
um landkynningu í Evrópu. Á-
ætlaður kostnaður við rekstur
landkynningarskrifstofunnar í
New York eru 10 milljónir
króna.
European Travel Commission
FV 3 1978
15