Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 20

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 20
Evrópukommúnisminn: Lrslit frönsku kosninganna og atvik í ítölskum stjórnmálum umtalsverður hnekkir Franski kommúnistaflokkurinn stalínískur í eðli sínu, lokaóur og miftstýrftur Tveir stærstu kommúnistaflokkarnir á Vesturlöndum hafa ný- lega orðið fyrir meiriháttar áföllum, sem vekja iupp spurningar eins og þá, hvort misheppnaðar tilraunir franskra kommúnista og ítalskra til að ná auknum pólitískum áhrifum að undanförnu þýði í raun og veru, að svokallaður Evrópukommúnismi hafi þegar lifað sitt blómaskeið? Eins og kunnugt er, hefur það valdið meiriháttar áhyggjum ráðamanna vestan hafs, að svo virtist, sem kommúnistar væru komnir nálægt því að taka sæti í tveimur mikilvægum ríkis- stjórnum í aðildarlöndum Atl- antshafsbandalagsins. Féttamenn bandaríska tíma- ritsins U.S. News and World Report hafa leitað svara við þessari spurningu og senda þau inn í þrennu lagi: og jafnvel verkamanna með því að taka á sig aukna á- byrgð við úrlausn efnahags- og félagslegra vandamála ítalsks þjóðlífs og þeirra erf- iðleika, sem upplausnará- stand í landinu hefur leitt til að undanförnu. Hverjar svo sem endanlegar afleiðingar kunna að verða af álitshnekki kommúnistaflokk- anna á Ítalíu og í Frakklandi í marz, hefur vegur Evrópu- kommúnismans, sem framtíðar hreyfingar minnkað verulega. # Vegur Evrópu- kommúnismans minni Osigur franskra kommúnista og bandamanna þeirra meðal sósíalista þann 19. marz, segir mikið um raunverulegt eðli Evrópukommúnismans. í fyrsta lagi sýndi kosninga- baráttan í Frakklandi hvað sveifla kommúnistaflokksins þar í landi til lýðræðislegri Evrópukommúnisma er yfir- borðskennd. Fréttamaður U.S. News í París segir: „Almenningur á að gleypa við því, að kommúnistaflokkur- inn hafi hafnað kjörorðinu um alræði öreiganna og hneigzt til 1. Það kann vel að vera, að kommúnistaflokkar í V-Evr- ópu hafi þegar náð hámarks- fylgi í valdabaráttu sinni, sem byggist á að þeir gefa sig nú út fyrir að vera lýð- ræðissinnaðir. 2. Þeirri hættu, að kommún- istar færu með völd í Frakk- landi í samvinnu við sósíal- ista eins og við blasti fyrir nokkrum mánuðum, hefur nú verið bægt frá, í fjögur ár að minnsta kosti. 3. Þátttaka ítalskra kommún- ista í ríkisstjórn er enn ekki útilokuð. En flokkurinn er í klípu og hefur teflt í tvísýnu fylgi sínu meðal ungs fólks Þannig hefur bandarískur teiknari túlkað hlaup franskra kjós- enda framhjá vinstri flokkunum í faðm Giscard d’Éstang, forseta. 20 FV 3 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.