Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 24
Grelnar og wiðiöl
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Vísis:
„IVIeginregla okkar er að
kaffæra keppinautinn”
Rætt við ritstjóra og útgefendur dagblaðsins Vísis
Nokkur kyrrð virðist nú vera að færast yfir íslenzka blaðamarkaðinn eftir þá miklu sprengingu, sem
varð síðsumars árið 1975 í útgáíufyrirtæki Vísis scm leiddi til stofnunar Dagblaðsins og harðrar
samkeppni síðdegisblaðanna tveggja. Senn eru nú liðin 3 ár frá þessum umbrotum og ekki annað
að sjá en að grundvöllur sé fyrir útgáfu tveggja síðdegisblaða.
Ritstjór-
arnir
Þorsteinn
Pálsson
og Ólafur
Ragnarsson
ræða við
Braga Guð-
mundsson
um útlit
næsta
blaðs.
Er þessi þróun í samræmi við
það, sem gerzt hefur í ná-
grannalöndum okkar á undan-
förnum áratugum, að síðdegis-
blöðunum hefur eflst máttur,
yfirleitt á kostnað morgun-
blaðanna, þótt ekki sé því
þannig farið hér, ekki heyrist
að samdráttur hafi orðið hjá
þeim. Mcrgunblaðið hefur aldr-
ei selzt í jafnstóru upplagi og
nú og auglýsingamagnið meira
en nokkru sinni fyrr. Tima-
menn og Þjóðviljamenn segj-
ast halda sínu, en Alþýðu-
blaðið að vísu að hætta sem
dagblað. Lestrargleði þjóðar-
innar virðist þvi fara vaxandi
þrátt fyrir sjónvarp kvik-
myndahús og stórblómlegt
menningarlíf í landinu. Frjáls
verzlun hitti nú fyrir skömmu
að máli ritstjóra, stjórnarfor-
mann og framkvæmdastjóri
Visis til að grennslast fyrir um
afkomu elzta dagblaðs lands-
ins og framtíðarhorfur. Rit-
stjórarnir, þeir Þorsteinn Páls-
son, sem einnig er ábyrgð-
armaður og Óiafur Ragnarsson
eru báðir ungir menn, en með
mikla reynslu í fréttamennsku,
eins og allt starfslið á ritstjórn-
inni, en meðalaldur þess er
milli 25—30 ár.
24
FV 3 1978