Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 49

Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 49
Auglýsingar frá Auglýsinga- stofu Gísla B. Björnssonar fyrir Kafafl gjörbreyt'tu starfsemi fyrirtækisins á því sviði sem auglýst var. ingar því,“ segir Bjarni Gríms- son. „Tii þess þarf auglýsinga- stofa að hafa náð ákveðinni veltu (líklega 40-50 milijónum króna). Stjórnandi stofunnar þarf að hafa þekkingu á við- skipta-, markaðs- eða auglýs- ingafræðum. Yfirmaður teikni- stofu þarf að vera i FÍT. Stof- an þarf að starfa fjárhagslega og skipulagslega óháð íjölmiðli eða öðru fyrirtæki. Þetta eru allt kröfur, sem varða hæfni og þær stofur, sem ekki geta upp- fyllt þær eru að okkar dómi ekki auglýsingastofur heldur auglýsingateiknistofur.“ Ljóst er að nú uppfylla að- eins fjórar stofur skilyrði Sía, sem reyndar eru svipuð þeim sem tíðkast í nágrannalöndun- um. Þær eru Gísli B. Björns- son, Auglýsingastofa Kristínar, Argus og Gylmir. Auglýsinga- þjónustan gæti hugsanlega upp- fyllt þau, en ekki Myndamót. vegna eignaraðildar Morgun- blaðsins né Auglýsingadeild Sambandsins af augljósum á- stæðum. „Stofnun Sía er ekki til að verja stærri stofurnar gegn þeim litlu né til að útiloka þær á nokkurn hátt. Þær hafa allar tækifæri til að vaxa upp í það að verða Sia stofur og kjósi þær fremur að vera litlar þá er full þörf fyrir þær sem slíkar,“ seg- ir Bjarni Grímsson. Og vissulega eru til stofur, sem líta á það sem mikilvægan kost að vera litlar. Páll H. Guð- mundsson í Örkinni leggur tii dæmis áherslu á að náið sam- band sé á milli viðskiptavinar- ins og teiknarans og til að svo geti orðið þarf stofan að vera lítil. Á sama máli er Lárus Blöndal, sem rekur samnefnda auglýsingastofu. „Á stofu þar sem aðeins vinn- ur einn aðili, teiknarinn, þar má halda kostnaðinum niðri og auglýsingin verður ódýrari fyrir viðskiptavininn." Sía menn benda hins vegar á að rekstrargrundvöllur minni fyrirtækja geti verið veikari, sem skapi óþægindi fyrir grein- ina í heild. „Því er ekki að neita,“ segir Bjarni Grímsson, „að auglýs- ingafyrirtæki, sem hafa veikan rekstrargrundvöll geta komið óorði á greinina. Við höfum mörg dæmi um auglýsingastof- ur, sem hafa orðið til, en farið á hausinn eftir skamman tíma og það jafnvel oftar en einu sinni. Það gefur greininni slæmt orð og gegn slíku vilj- um við verja okkur. Auglýsing- ar eru lítil starfsgrein og hvert hrun snertir stóran hluta henn- ar. Við teljum, að þeir sem standa að Sia, geti komið góðu orði á hana,“ sagði Bjarni. •RKA Auglýsingastofa Kristínar hefur teiknað fjölda merkja sem þekkt eru orðin og sést hér sýnishorn af þeim. Kristín hefur einnig séð uir) auglýsingar fyrir Mjólkurdagsnefnd, þar sem lögð er áherzla á hollustu mjólkur. Markaðsþáttur FRJALSRAR VERSLUNAR kynnir vörur og vörumerki. Birtir ítarlegar, áreiðanlegar og tæknilegar upplýsingar, scm gefa kaupend.um meiri valkosti. Markaðsþáttur FRJÁLSRAR VERSLUNAR — ný aðferð, sem skilar árangri. FRJÁLS VERZLUN — kynningardeild — Ármúla 18. FV 3 1978 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.