Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 59

Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 59
sjálfstætt nefndakerfi eins og t.d. hjá Sameinuðu Þjóðunum. — Ef við svo nefnum helstu verkefni nefndanna, þá er Landbúnaðarnefnd m.a. með það á prjónunum að vinna að því að tekin sé upp afleysingar- þjónusta fyrir sveitirnar þannig að sveitafólki gefist kostur á að fara í frí. Þá er nefndin að kanna hvernig hægt sé að auka atvinnuval í sveitum fyrir þá sem vilja stunda aðra atvinnu með búskap. Landbúnaðar- nefndin er að vinna að því i samvinnu við Framkvæmda- stofnun ríkisins, að gerð verði úttekt á gildi landbúnaðar fyr- ir almenna byggðaþróun og eru samtök bænda einnig höfð með í ráðum. Við teljum að á Norð- urlandi sé gott samspil milli sveita og þéttbýlis og með þess- ari úttekt er verið að gera fólki ljóst hve mikið sé byggt á land- búnaði. — Stærsta verkefni Iðnþró- unarnefndar er aðstoð við Framkvæmdastofnunina við gerð iðnþróunaráætlunar fyrir Norðurland. Mun áætlunin fjalla mikið um það hvernig hægt er að auka atvinnutæki- færin í iðnaði. Menn eru t.d. mikið farnir að velta fyrir sér vinnslu jarðefna og alltaf er verið að ræða um frekari vinnslu á landbúnaðarafurðum. Á næstu 10 árum er gert ráð fyrir að útvega þurfi 400—500 manns atvinnu árlega og þarf iðnaðurinn að taka við miklu af því. .* ■-i FERÐAMÁLABÆKLINGUR FYRIR NORÐURLAND — Ferðamálanefnd er að gefa út samræmdan ferðamála- bækling fyrir Norðurland. í honum verða upplýsingar um ferðaleiðir, merkisstaði og nátt- úru í fjórðungnum. Verið er að vinna að útgáfu á bæklingnum og mun hann koma út á þessu ári. Ferðamálaráð styrkir út- gáfu þessa bæklings en að öðru leyti er hann kostaður með aug- lýsingasölu og framlagi sveitar- félaga. — Sjávarútvegsmálanefnd er núna að vinna að úttekt á stöðu sjávarútvegs á Norður- landi. Úttektin er unnin á skrif- stofu sambandsins og verður ekki stórvægileg. LÖG UM STJÓRNSÝSLU- MIÐSTÖÐVAR — Þjónustudreifingarnefnd vinnur nú að því að komið sé á lagasetningu um þjónustustofn- anir, eða stjórnsýslumiðstöðvar eins og þær hafa líka verið kallaðar. Eiga lögin að kveða á um starfsemi þeirra og stofn- fjárframlög til þeirra m.a. Unn- ið er að þessu ásamt öðrum fjórðungum og vonumst við til að frumvarp um þetta komi fyrir þing í vetur. f þessum þjónustumiðstöðvum er ætlun- in að hafa sameiginlegt húsnæði og sameiginlega skrifstofuþjón- ustu og jafnvel sameiginlega upplýsingaþjónustu fyrir opin- berar stofnanir á staðnum. Hugsanlegt er líka að einkaað- ilar komi inn í þetta þar sem það á við. Þarna er einkum ver- ið að hugsa um hagkvæmni í rekstri þjónustustofnana ásamt þægindum fyrir þá sem þurfa að nota stofnanirnar. Við ætl- um síðar á þessu ári að taka upp viðræður við þjónustu- og viðskiptaaðila um stöðu þessara greina rmeð samstarf í huga og hugsanlegt er að við höldum ráðstefnu um þessi mál. Þjón- ustudreifingarnefndin hefur einnig reynt að ýta á að fá að hafa umsögn um þegar verið er að ákveða staðarval fyrir ríkisstofnanir utan Reykjavík- ur. En þar sem fyrst og-fremst er tregða að flytja stofnanir frá Reykjavík er eðlilega lítið tekið undir þetta. — Samgöngumálanefnd er ein af elstu nefndum sambands- ins. Hún hefur háft forgöngu um gerð samgönguáætlunar fyrir fjórðunginn og samvinnp^ við vegayfirvöld um vegaáætl- anir. Þá hefur hún unnið að því að kynna viðhorf innan fjórð- ungsins í strandsiglingarmálum, flugvallamálum og fl. Það háir þessari nefnd eins og öðrum nefndum okkar, að hún hefur engin bein völd, en hún hefur skapað sér sess sem tengiliður vegna þekkingar á staðháttum. Nefndin reynir að sjálfsögðu að þrýsta á að samgönguáætlun sé fylgt, en fyrir því er engin vissa. — Menningarmálanefnd hélt í fyrra ágæta ráðstefnu um félagsheimilamál. Þar voru gerðar ýmsar samþykktir um menningarmálastarfsemi og samræmingu reglna fyrir fé- lagsheimili í fjórðungnum. Þar var mótmælt skattlagningu á fjáröflun vegna áhugamanna- starfsemi gegnum söluskatt. Þá gekkst nefndin fyrir fundi um framhaldsskólafrumvarpið í fyrra. Þar var lögð áhersla á að haft yrði samráð við sveitar- félögin um fjárhagshliðina á rekstri skólanna. Menningar- málanefnd er með hugmyndir í ýmsum málum eins og t.d. um vérkaskiptingu milli safna í fjórðungnum, um endurreisn Hóla sem biskupsstóls, um lýð- háskóla að Hólum, um stofnun tækniskóla á Akureyri o.s.frv. NORÐURLANDSVIRKJUN STOFNUÐ? — Fjórðungsráð vinnur sjálft að ýmsum málum. Þar má nefna orkumál, en ráðið vill gjarnan koma á samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga um stofn- un Norðurlandsvirkjunar sam- ræmi við Orkubú Vestfjarða. Við erum líka að reyna að hafa áhrif á úthlutunarreglum Jöfn- unarsjóðs verði breytt þannig að sveitarfélög sem fullnýta sína tekjustofna en ná ekki landsmeðaltali í tekjum fái við- bótarframlag úr sjóðnum. Þá er FSN að byrja á könnun á því hvernig starfsmannadreifing ríkisins er um Jandið, hvernig tekjudreifing er út frá því og hvaða áhrif tekjur ríkisstarfs- manna á hverjum stað hafa á afkomu sveitarfélaganna. — Að lokum má geta þess, sagði Áskell, — að Fjórðungs- samband Norðlendinga hefur lagt áherslu á að sveitarfélögin væru sem sjálfstæðust og fengju jafnvel aukin verkefni eftir því sem hentar. Með stofn- un svona sambands er ekki ver- ið að reyna að koma upp neinu miðsjórnartæki. FV 3 1978 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.