Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 63

Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 63
yrði svona 6—8 megawött og þá er spurningin hvað byggða- línan getur fært okkur af orku, eða hvenær verður virkjað í þessum landshluta. Svo er verið að kanna flutningskostnað i kringum þetta o.s.frv. Hins veg- ar erum við alveg vissir um að svona verksmiðjur eiga eftir að rísa og það fleiri en ein. — Bærinn verður hluthafi í þessu fyrirtæki, sagði Þórir, — en ekki stór. í haust verður lokið könnunarskýrslu um þetta mál og ef hún verður já- kvæð teljum við tímabært að stofna opið hlutafélag og jafn- vel athuga hvort ríkið vill ekki taka þátt í þessu. Við höfum ekki hugsað okkur erlenda að- ild. Á verðlagi dagsins í dag er reiknað með að þetta fyrirtæki kosti um það bil 3 milljarða. — En þó við séum að hugsa stórt á einu sviði, þá reynum við að gleyma ekki hinum smærri, sagði Þórir. Við erum t.d. að ýta undir að hér hefjist ylrækt, því hér er nóg af heitu vatni. Einnig hefðum við áhuga á að hér yrði komið af stað fiskirækt. Þá má nefna að hér hefur verið úthlutað lóð til fyrirtækis, sem ætlar að flytja út drykkjarvatn, sagði Þórir að lokum. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: My heilsugæslustöð gerð fokheld á næstu tveimur árum Fjögra hæða bygging, 600 fermetrar að grunnflatarmáli Þegar ekið er inn í Sauðár- krók að sunnan blasir sjúkra- hús staðarins við á vinstri hönd. Um þessar mundir er verið að hefja byggingu heilsu- gæslustöðvar, sem verður áföst við sjúkrahúsið. Frjáls verslun hitti ráðsmann sjúkrahússins, Sæmund Hermannsson að máli og bað hann að segja frá þess- um framkvæmdum. — Sjúkrahúsið hérna, sem hefur 44 sjúkrarúm og var tek- ið í notkun 1961, var byggt að- eins sem sjúkrahús, sagði Sæ- mundur. — Þar er því í raun- inni engin aðstaða fyrir heilsu- gæslu þótt henni hafi verið komið fyrir þar til bráðabirgða. Til þeirra nota var tekin stofa, sem ætluð var sem eins konar samkomusalur fyrir sjúkling- ana. Þannig hefur þetta verið í 5—6 ár. BYGGING HEILSUGÆSLU- STÖÐVAR — Sjúkrahúsið er í sjálfu sér nógu stórt fyrir sýsluna, en vegna þess hve heilsugæsluað- staða er ófullnægjandi er verið að ráðast í byggingu heilsu- gæslustöðvar. Fyrsta skóflu- stungan var tekin sl. haust. Þetta verður 600 fermetra Sjúra- húsið á Sauðár- króki t.h. á mynd- inni. bygging á 4 hæðum, sem teng- ist sjúkrahúsbyggingunni með tengigangi. í þessu húsi verður móttaka og aðstaða fyrir heilsu- gæslulækna auk þess sem röntgentækjum sjúkrahússins verður komið þarna fyrir. Skurðstofan á að flytja^t í nýja húsið og þvottahúsið einnig. Þá er ætlunin að í húsinu verði endurhæfingaraðstaða fyrir bæði sjúklinga sjúkrahússins og göngusjúklinga. — Á fjárlögum þessa árs eru 30 milljónir settar í bygging- una, sagði Sæmundur. — Fyrir þá peninga á að steypa húsið upp eins langt og komist verð- ur. Síðan er ætlunin að gera húsið allt fokhelt á 2 árum. Síð- an verður þetta unnið skref fyrir skref. — Þegar heilsugæslustöðin kemst í gagnið verður starfs- fólki eitthvað fjölgað, sagði Sæmundur. — Þó fjölgar lækn- um ekki. Þeir eru nú starfandi 4 hér og þjóna allri sýslunni. Þá má geta þess að lokum, að fyrirhugað er að byggja síðar dvalarheimili fyrir aldraða á- fast við sjúkrahúsið og heilsu- gæslustöðina. Hér í sýslunni er ekkert slíkt heimili, ef frá eru taldar 4 íbúðir, sérstaklega ætl- að öldruðum. Heimilið mun þá geta nýtt eldhúsaðstöðu og þvottahús sjúkrahússins. FV 3 1978 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.