Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 65
Matvörubúöin:
Flutnings-
kostnaður
skapar
óeðlilegan
verðmun
Við Aðalgötuna á Sauðár-
króki rekur Kristján Skarphéð-
insson inatvöruverslun, sem
hann kallar einfaldlega Mat-
vörubúðina. Þegar Frjáls versl-
un var á Sauðárkróki nýlega
var Kristján heimsóttur.
VIÐSKIPTIN ERU VAXANDI
Á Sauðárkróki er stórt og
öflugt kaupfélag, eins og víðar,
og var Kristján því spurður
hvort honum þætti aldrei sem
hann starfaði í skugga þess. —
Ekki get ég sagt það, sagði
hann. — Viðskiptin eru alltaf
vaxandi, enda er bæjarfélagið
sífellt að vaxa. Þegar atvinnu-
ástand er svo gott þá verður af-
koma verslananna líka góð.
Annars hefur þetta aldrei verið
stórfyrirtæki og gefur ekki
stórkostlega af sér. En kannski
gera það engin fyrirtæki í dag.
— Vörurnar sem ég versla
með, sagði Kristján, — eru
þessar venjulegu nýlenduvörur,
hreinlætisvörur, kjöt og mjólk.
Svo er ég yfirleitt með eitthvað
svona til hliðar, t.d. skólavörur
og leikföng og fl. sem fólki
þykir þægilegt að grípa með
sér um leið og keypt er í mat-
inn. Það er betra á stað af
þessari stærð að véra með frek-
ar fjölþættan rekstur. Fólk
bendir líka á hvað því þykir
æskilegt að hafa í búðinni.
Electro Co. hf. á Dalvík:
Raflagnir
í heilsu-
gæzlustöð
og ráðhús
Eina fyrirtækið á Dalvík sem
býður upp á rafverktakaþjón-
ustu heitir Electro Co. hf. Frjáls
verzlun náði tali af einum eig-
endanna, Hegla Jónssyni.
Við höfum skipt með okkur
verkum hérna þannig, sagði
Helgi, að ég sé um nýlagnir og
viðgerðir á eldri raflögnum, en
Helgi Indriðason sér um við-
gerðir á heimilistækjum og raf-
búnaði um borð í skipum. Hinir
starfsmennirnir fylgja okkur
svo eftir þörfum.
— Það hefur verið talsvert
að gera hér í nýlögnum að und-
anförnu, sagði Helgi, — enda
er mikið byggt á Dalvík.
Stærstu verkefnin okkar núna
eru raflagnir í heilsugæslustöð--
Ög ráðhús bæjarins. Svo er allt-
af svolítið um að fólk sé að láta
endurnýja raflagnir i.húsum
og töflubúnað. Fólk lætur
gjarnan setja upp hjá sér leka-
straumrofa, sem er mikið ör-
yggisatriði.
— Eins og ég nefndi erum
við með viðgerðir á heimilis-
tækjum og eru það alhliða við-
gerðir á svo til öllu sem berst.
Þó vindum við ekki mótora.
Hingað er alltaf nokkur straum-
ur fólks með rafmagnstæki og
svo gerum við líka við tæki
heima, sérstaklega eldavélarn-
ar. Hvað varahlutaþjónustu
snertir, þá treystum við á um-
boðin að þau sendi okkur þá
eftir hendinni. Svo reynum við
líka að eiga það sem helzt bil-
ar í svona tækjum. Ef umboðin
eiga þessa hluti til, þá koma
þeir venjulega fljótt, því vöru-
flutningar hingað eru góðir.
— I þessu húsi hefur verið
verslun síðan 1912, en sjálfur
hef ég ekki stundað verslun
nema frá 1969, sagði Kristján.
— Ég .er bifvélavirki að mennt-
un, en varð að hætta í því fagi.
Og þar sem maður þarf ein-
hvern veginn að bjarga sér, þá
stofnaði ég verslun. Ég keypti
neðri hæðina og kjallarann á
þessu húsi þegar ég byrjaði og
með því fylgdi lagerpláss hér á
bakvið, kæligeymsla og frysti-
klefiA, ,.r
Auk,mín og konu minpar
stárfíi héi' éinn afgreiðslumað-
ur, lágerfhaður og stúlka í
hálfu starfi, sagði Kristján.
Annty’s byggist þetta ákaflega
mikið á því að maður vinni
mikið sjálfur. Ef þetta á að
gaiijga ’eitthvað verður mikið að
vibn$. íSérstaklega eru miklar
tar.EUi' fyrir.. hátíðar' eins og
gengur. Við höfum mikið af
föstum og góðum viðskiptavin-
um, sem koma dag eftir dag og
mest eru þetta sömu andlitin
sem maður sér.
MIKILL FLUTNINGS-
KOSTNAÐUR
— Hvað aðdrætti snertir,
sagði Kristján, — þá eru flutn-
ingar frekar þægilegir hingað.
En það er mikill kostnaður
sem felst í flutningunum. Þetta
eru svona 12—15 krónur sem
leggjast á hvert kíló og þetta
verðum við að leggja á vöru-
verðið. Þó eru til fyrirtæki í
Reykjavík, sem leggja áherslu
á að hafa sama verð á vöru
sinni um allt land og borga
sjálft flutningskostnaðinn, en
þau eru fá. Fólk tekur eftir
mismuninum á verði hér og í
Reykjavík, en það kvartar ekki
mikið yfir honum. Mér finnst
alls ekki rétt, sem oft er sagt,
að almenningur hafi ekki verð-
skyn lengur. Mínir viðskipta-
vinir kaupa skynsamlega inn
að mér finnst og þeir spyrja
mikið um verð og kostnað. Hins
vegar er erfitt fyrir fólk að
fylgjast með, þegar verðsveifl-
urnar eru eins örar og reyndin
er.
PV;3 1978
05