Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 67

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 67
Alur sf., Sauftárkrólti: Raflagnir í heima- vistarhúsnæði stærsta verkefnið nú — starfssvæðift nær um alla Skagafjarftarsýslu — Það er ekki hægt að líkja því saman hversu mikið meira er að gera hjá okkur nú en þegar við byrjuðum fyrir rúmum 10 ár- um. Þá unnum við bara hér í bænum, en nú nær starfssvæði okkar um alla sýsluna. Þetta sagði Ólafur S. Pálsson hjá rafverk- takafyrirtækinu Alur s.f. á Sauðárkróki, þegar Frjáls verslun heimsótti hann. Og Ólafur hélt áfram. — Fyrst og fremst störf- uðum við að raflögnum í hús, en að örlitlu leyti við viðgerðir á heimilistækjum. Þeim þætti hefur ekki verið sinnt sem skyldi, bæði vegna þrengsla í húsnæðinu og vegna anna við raflagnirnar. Við höfum þó reynt að sinna viðgerðum á sem flestum tegundum tækja, en þar sem ekki er hægt að liggja með varahluti í allt verður að hringja eftir þeim jafnóðum. Það kemur líka niður á símarcikningunum okkar, sem eru gífurlega háir. — Við erum 7 sem vinnum hérna, sagði Ólafur, — en þar af eru 3 nemar í rafvirkjun. Það sem við erum aðallega að fást við núna eru nýlagnir í íbúðarhús, en undanfarið ár hefur líka verið talsvert að gera úti um sveitir vegna tank- væðingar og uppsetninga á rör- mjaltakerfum. Eina stóra verk- efnið núna eru raflagnir í heimavistarhúsnæði, sem verið er að koma upp fyrir skólana hérna. BYGGJA NÝTT HÚS FYRIR ST ARFSEMIN A Þegar Alur s.f. var settur á fót var fyrirtækið til húsa í tveimur herbergjum inn af verslun á staðnum. Það hús- næði, sem fyrirtækið er í nú var keypt fyrir 5 árum, en er að verða allt of lítið. — Núna erum við að byggja nýtt hús fyrir starfsemina hér við hlið- ina, sagði Ólafur. — Það á að verða tvær hæðir, 153 fermetr- ar hvor hæð. Fyrsta hæðin er uppsteypt, en önnur hæðin á að koma upp í sumar. Við höf- um fengið lán úr opinberum sjóðum, samtals um 4 milljón- ir, sem hrökkva skammt fyrir þetta stóru húsi. Hins vegar höfum við fengið góða fyrir- greiðslu hjá Búnaðarbankanum hérna. — Þegar við komum í nýja húsnæðið vonumst við til að verða færir um að veita betri þjónustu en áður, sagði Ólafur. Ólafur S. Pálsson. Hins vegar bætum við ekki við mönnum þótt mikið sé sótt í að komast í rafvirkjanám núna. Það er eitthvað að draga úr byggingastarfseminni hérna, sem hefur verið mjög mikil undanfarin ár. En þótt spennan minnki eitthvað í byggingariðn- aðinum gerir ekki mikið til, ef samdrátturinn verður bara ekki of mikill, sagði Ólafur. Hlarble ore, Siglufirfti: Framleiðir hand- laugar úr plasti með marmaraútliti Á Siglufirði er starfandi fyr- irtæki, sem heitir því sérstæða nafni MARBLE ORE. Frjáls verslun náði tali af eiganda fyrirtadtisins, Þórði Þórðarsyni og spurði hann hvers konar starfsemi færi þar fram. — Hér eru framleiddir vask- ar, veggplötur og fleira úr plastefni, sem við gefum marm- araútlit með sérstökum aðferð- um. Fyrir u.þ.b. þremur árum fórum við Árni sonur minn til Kanada og keyptum leyfi af þarlendu fyrirtæki, Cicstan Ltd. til að framleiða eftir þeirra einkaleyfum. Svo keyptum við þetta gamla frystihús, rifum úr því leiðslur og drasl, kom- um okkur fyrir og fórum að prófa okkur áfram. SÉRHÆFÐIR í FRAM- LEIÐSLU HANDLAUGA — Þetta er í rauninni ekki flókin framleiðsla, sagði Þórð- ur. — Við erum með mót frá Kanada í þessu. í þau setjum við fyrst efni sem myndar húð- ina á hlutnum sem á að fram- leiða. Þá eru settir litirnir sem gefa marmaraáferðina og síðast er blandað í mótin sérstöku plastefni og sandi. Við notum FV 3 1978 G7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.