Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 87

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 87
í verksmiðjusal Páls Jóhanns Þorleifssonar hf. Jiar seni verið er að skera niður svamp. Páll Johann Þorleifsson hf.: Framleiðir svamp fyrir bólsturiðnað Fyrirtækið Páll Jóhann Þor- Ieifsson hf. er til húsa í Skeif- unni 8. Þar hittum við verk- stjórann Jón Ingjaldsson. Jón sagði að fyrirtækið framleiddi allan sinn svamp sjálft og væri sérhæft í að skera niður svamp- efni og líma saman fyrir hús- gagnaiðnaðinn. Svampurinn er framleiddur með frauðmyndun urethan og selt undir nafninu dúnsvampur. Er það framleitt af ýmsum rúmþyngdargerðum allt eftir því hve mikil olía er í hverjum rúmmetra. Starfs- menn eru 4 í verksmiðjunni. Framleiddar eru fjórar mis- munandi tegundir af svamp- inum eftir þéttleika. Algeng- asta gerðin af svampi sem not- aður er t. d. í rúmdýnur er 35 kg/m;t. Þó er oft hægt að fá mun þægilegri dýnur með því að líma mjúkt þunnt lag ofan á þykkan stífan svamp, en slík rúm munu vera mun betri. Sett verða á markaðinn nú á næst- unni ýmsar gerðir af dúnsvamp- í'úmum, sem eru líkleg til að verða vinsæl meðal ungs fólks. Geta má þess, að fyrirtækið hefur séð sjúkrahúsunum fyrir sérstökum dýnum fyrir bak- veika. I verksmiðjunni voru menn i óða önn að skera niður svamp af öllum mögulegum þykktum og lögun, aðrir voru að líma saman svampefni eftir pöntun fyrirtækja í bólsturiðnaði. Einn- ig framleiðir fyrirtækið sér- stakt svampkurl sem notað er til þess að stoppa með húsgögn. Jón sagði að þeir hefðu nóg að gera og að það þyrfti að halda vel á spöðunum til þess að geta annað eftirspurninni. Áformað er að flytja skrif- stofu fyrirtækisins og áklæða- lager inn í Skeifuna nú í maí. TÍZKUBLAÐIÐ LÍF er nýr auglýsingavettvang- ur fyrir þá.sem framleiða og selja vörur og þjónustu keypta af íslenzku kven- fólki. Á þessu ári er áætlaður hlutur einkaneyzlunnar um 330 milljarðar króna. Kvenfólkið tekur veiga- miklar ákvarðanir við kaup á vöru og þjónustu. Nýtið markaðsmöguleika sérritanna. Því auglýsing í sérriti ber meiri árangur vegna þess að hún nær beint til þess hóps sem hún á að ná til. Auglýoing í sérriti hefur lengri líftíma en aðrar aug- lýsingar og hún nær til fjöl- menns hóps. Hvert sérrit er lesið af 4-5 einstakling- um og til þess er gripið aftur og aftur. Með auglýsingu í sérriti er hægt að koma ítarlegri upplýsingum til skila. í sérriti er hægt að birta skýrari, fallegri og áhrifa- meiri auglýsingar en í öðr- um fjölmiðlum. Sérrit eru lesin með meiri athygli en önnur blöð og í afslappaðra umhverfi þannig að lesandinn er móttækilegri fyrir efni þess. TÍZKUBLAÐIÐ LÍF PV 3 1978 87

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.