Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 95

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 95
taka að sér nauðsynlegar rekst- urstryggingar. Hérlendis virtust tt'yggingafélög engan áhuga hafa á þessum málum og sinntu þeim yfir höfuð ekki, það væru einungis bílarnir sem vektu á- huga þeirra hér. Gunnlaugur gat þess að Ál- verið í Straumsvík hefði venð meðal fyrstu iðnfyrirtækja hér- lendis, sem tekið hefðu þessi mál skipulögðum og traustum tökum. Þar væri strangt eftir- lit með því að starfsfólk notaði öryggisgleraugu og sérstaklega útbúna öryggisskó með stálhlíf. Þá væri einnig komið inn í samninga ýmissa félaga vinnu- markaðarins, að starfsfólki væri lagður til nauðsynlegur örygg- isbúnaður, t.d. væri það pæstum undantekningarlaust í ríkis- verksmiðjunum, hjá Lands- virkjun og Orkustofnun. HLÍFÐARBÚNAÐUR VIÐ ALLRA HÆFI Hjá Dynjanda fást skór með stáltá. Þeir eru ekki eins og sumir virðast halda, eingöngu rammbyggðir klossar, heldur eru þar einnig á boðstólum smekklegir nýtízkulegir örygg- isskór, jafnvel rússkinnsskór og allt upp í skó sem hver og einn gæti farið í á ball. Þessir skór eru fluttir inn frá Frakklandi og eru framleiddir af Jallatte SA, sem er eitt stærsta fyrir- tæki í Evrópu á því sviði. Stál- hlífin á þessum skóm þolir allt að 3,5 tonna farg án þess að leggjast saman. Auk þess er infelld sérstök styrking á milli sólans og innleðurs, sem varnar því að skórinn leggist saman þótt hann yrði á milli þungra hluta auk þess sem þessi styrk- ing verkar ennfremur sem vörn gegn hita og upplausnarefnum. Þá er sérstök varnarhlíf úr mjúku svampefni í hælhluta sem verndar hælbein fyrir höggum. Sólinn er ýmist gerð- ur úr Softane eða Neoprene, en það eru efni sem þola sérstak- lega vel bæði hita og upplausn- arefni svo sem sterkar sýrur án þess að verða sleip. Allt skótau frá Jallatte SA er framleitt úr ekta leðri. ÖRYGGISTÆKI FYRIR SUÐUMENN Þá sýndi Gunnlaugur blaða- mönnum ýmsan búnað, sem sérstaklega er ætlaður fyrir raf- suðu- og logsuðumenn. Rafsuðu- hjálmar af öllum hugsanlegum gerðum, hlífðarskermar og gler- augu sem eru framleiddir af enska fyrirtækinu Safety Pro- ducts Ltd. Nýlega hafa komið á markaðinn sérstök gleraugu fyrir suðumenn, sem eru þann- ig að þegar ekki er horft í suðuglóð eru þau glær eins og venjuleg gleraugu, en verða sjálfkrafa dökk og virka sem fullkomin hlífðargleraugu um leið og þau beinast að glóðinni. Fylgir notkun þessara gler- augna mikill vinnusparnaður fyrir suðumenn, sem ekki þurfa þá lengur að nota aðra hendina í sífellu til að lyfta gleraugun- um eða hjálminum. Þá má nefna nýtt efni á úða- brúsa sem notað er til þess að hreinsa með gleraugu. Auk þess að hreinsa vel hefur efnið þann eiginleika að koma i veg fyrir að móða setjist á gleraugu í talsverðan tíma eftir að það hefur verið borið á. Gunnlaugur taldi að vaxandi skilningur væri á því að verjast verkun hinna ýmsu eiturefna sem notuð væru í iðnaði með því að nota grímur af hinum ýmsu mismunandi gerðum. Nú- orðið eru þessar grímur flestar þannig úr garði gerðar, að mun minni óþægindi væru samfara notkun þeirra, sérstaklega grím- ur sem ætlaðar væru til notk- unar við sprautumálun, enda talsvert meira í húfi nú en áð- ur eftir að notkun nýrra lakk- efna úr plasttegundum er kom- in til sögunnar, en mörg þeirra efna geta verið mjög skaðleg við innöndun. Sérstakar yfirþrýstingshettur eru notaðar þar sem unnið er með rokgjörnum efnum sem gætu verið skaðleg. Er hettan þá með stórum glærum glugga og fersku lofti dælt inn í hana þannig að þrýstingur sé ávallt meiri inni í hettunni en utan hennar, en þannig er tryggt að rokgjörn efni komist ekki að öndunarfærum. TÍZKUBLAÐIÐ LÍF íelenzkt tízkublað • með íslenzku efni um tízku í fatnaði — hárgreiðslu og snyrtingu @ með íslenzku efni um hús — og hús- búnað ® með íslenzku efni um mat og drykk ® með íslenzku efni um afþreyingu og ferðalög © með íslenzku efni um líf og list. ÁSKRIFTARSlMI 82300. TÍZKUBLAÐIÐ LIF FV 3 1978 95

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.