Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 21
Frakkland) og Efnahagsbanda-
lagsríkjanna í því skyni að
tryggja hráefnaöflun sína með
tilliti til aukinna krafna þróun-
arlanda og þeirrar óvissu sem
hún hefur skapað. Sem dæmi
um þessar aðgerðir má nefna
að nú er veitt stórkostlegum
fjármunum til að rannsaka og
kanna hugsanlega möguleika á
hagnýtingu þeirra náma, sem
til eru í þessum löndum, rann-
sóknir á hugsanlegri aukningu
á notkun innlendra steinefna
bæði sem nýtt hráefni eða stað-
gengilefni fyrir áður innflutt
hráefni. Verulegum fjármunum
hefur verið varið til að endur-
bæta framleiðsluaðferðir í því
augnamiði að nýta orku betur
og hefur árangur þegar náðst á
mörgum sviðum. Engu að síður
reikna flest iðnríkjanna með
því að stærsti hluti hráefna til
iðnaðarframleiðslu þeirra muni
í náinni framtíð verða fluttur
inn frá þróunarlöndunum.
í því skyni að minnka vægi
hráefnaverðsins á efnahag land-
anna og til þess að draga úr
hugsanlegum áhrifum þróunar-
landanna, t.d. með samsölu eða
einokun á hráefnum, hafa iðn-
ríkin komið sér upp gífurleg-
um varabirgðum hráefna á und-
anförnum árum. Hinar „pólit-
ísku“ varabirgðir Bandaríkj-
anna og „efnahagslegu" vara-
birgðir EEC-ríkjanna og Japan
eru nú þegar orðnar samanlagt
meiri en það magn birgða, sem
þróunarlöndin hafa lagt til að
yrðu alþjóðlegar birgðir og tek-
ið var upp í sérstöku alþjóðlegu
hráefnafrumvarpi á vegum
UNCTAD fyrir skömmu.
# Aukinn stuöningur
viö iönaöinn
Samkeppni meðal iðnríkj-
anna um hráefni frá þróunar-
löndunum á eftir að birtast í
ýmsum myndum á næstkom
andi árum. Ríkisstjórnir reyna
hvað þær geta að vinna stjórnir
þróunarlandanna á sitt band í
því skyni að tryggja hráefna-
öflun sína. í því skyni munu
þær beita efnahagsaðstoð, lána-
fyrirgreiðslum, lánsfjárábyrgð-
um og tækniþróunaraðstoð.
Baráttan verður mikil og gei’a
má ráð fyrir að einhverjir meiri-
háttar árekstrar verði ef svo
fer að hernaðarráðgjöf og
vopnasölu verði skipað á bekk
með öðrum greiðslum fyrir
„gott veður“. Fyrir þróunar-
löndin sjálf býður hækkað hrá-
efnisverð þeirri hættu heim, að
mútufyrirkomulagið tröllríði
stjórnun þeirra, en það kynni
svo aftur að leiða til þess að
auknar tekjur yrðu etnar upp
af stórauknum kostnaði við að
forða frá valdaráni og bylting-
artilraunum.
Ástandið mun, eftir öllum
sólarmerkjum að dæma, verða
ótryggt og áhætta stærri fyrir-
tækja iðnríkjanna, sem eru háð
hráefnisinnflutningi frá þróun-
arlöndunum verður slik að þau
krefjast stóraukinna styrkja og
fyrirgreiðslu hins opinbera og
þá fyrirgreiðslu munu þau fá.
Gildir þetta sérstaklega um
stóriðju iðnríkjanna sem nýtir
stærsta hluta umframrafork-
unnar til framleiðslu sem bygg-
ist á innfluttum hráefnum.
# „IMeytendaklúbbar”
Ef það vandamál, sem nú
blasir við í sambandi við hrá-
efnaþörf iðnríkjanna, tekst
ekki að leysa á alþjóðlegum
grundvelli, t.d. fyrir tilstyrk
Sameinuðu þjóðanna, þá blasir
við hætta á alvarlegum milli-
ríkjadeilum, annarsvegar á
milli iðnríkjanna og þróunar-
landanna — hinsvegar á milli
einstakra iðnríkja. Ennfremur
má búast við ýmsum fjölþjóð-
legum aðgerðum á pólitíska-
eða efnahagslega sviðinu.
Heyrst hefur að til greina komi
að stofna „neytendaklúbba'*
meðal iðnríkjanna um innkaup
á öðrum hráefnum en olíu, sér-
stakar aðgerðir í því skyni að
koma á fót sameiginlegu
birgðahaldi margra ríkja eða
einstakrs landsvæða í því
augnamiði að tryggja aðföng á
sem hagstæðustu verði.
Smærri ríki eða fyrirtækja-
samsteypur, sem einhverra
hluta vegna telja sig verða að
standa utan við slíkar blokkir,
geta af þessum sökum átt eftir
að lenda i meiriháttar efnahags-
erfiðleikum. Margir eru þeirrar
skoðunar að ef til slíkra blokka-
myndunar kæmi mundi t.d. ríki
eins og Svíþjóð, sem heldur til
streitu hlutleysisstefnu eiga
eftir að lenda í alvarlegum
vandræðum.
I ljósi þeirra staðreynda sem
blasa við augum, að náttúru-
auðlindir fara þverrandi og
aukin mengun veldur sífellt
meiri náttúruspjöllum, þarf
ekki að gera því skóna að fram-
undan er ný heimskreppa sýnu
hrikalegri en sú síðasta. Hvort
þjóðum heims tekst að forða
frá þeim voða eða afstýra á-
framhaldandi þróun þora engir
að spá um á þessu stigi málsins.
Fréttir
og faglegt efni
um
byggingar-
iðnað
og annan
iðnað.
fönaöarblaöfö
FV 4 1978
21