Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 21
brotatrygging nær til þess tjóns er
verður vegna þess að hinar
tryggðu eigur glatast eða spillast
við innbrot eða tilraun til þess. Hún
nær einnig til þess tjóns er veröa
kann á geymslumannvirkjum
tryggingartaka við innbrot eða til-
raun til þess.
Trygging nærekki til þeirra tjóna
sem verða vegna innbrota af hendi
heimilisfólks eða starfsfólks trygg-
ingartaka, eða ef þessir aðilar eru
meövaldir að innbroti.
Tjón á peningum, verðbréfum,
ávísunum, innleggsbókum, verð-
merkjum, frímerkja- og myntsöfn-
um, gimsteinum, góðmálmum,
listaverkum og handritum eru ekki
bætt, nema sérstaklega sé um það
samið.
Fyrirtæki mismunandi búin inn-
brotavarnarkerfum
Flest fyrirtæki og verzlanir hafa
sérstaka glertryggingu. í einni
verzlanamiðstöð í Breiðholti hafa
rúðubrot veriö sérstakt vandamál
verzlanaeigendanna. Þar er varla
nokkur rúða, sem látin hefur verið í
friði, og margar hefur þurft að
skipta um þrisvar og jafnvel fjórum
sinnum. Þó hefur verið brugðið á
það ráð að stytta rúðurnar, og
setja krossviösplötur að neðan.
Veggir hússins hafa heldur ekki
fengið að standa í friði, heldur eru
jafnan útskrifaðir af oft miður fal-
legum orðum.
Á Laugaveginum, aðalverzlun-
argötu Reykvíkinga, er á boðstól-
um alls kyns varningur, sem ekki
eingöngu vekur athygli hins al-
menna vegfarenda, heldur einnig
innbrotsþjófanna, enda þótt verzl-
anirnar séu- nær flestar vel upp-
lýstar um nætur. Við þessa götu
standa margar skartgripaverzlan-
ir, með dýrmætan feng á boðstól-
um. Sumir þessara skartgripa-
verzlanaeigenda hafa orðiö fyrir
verulegu tjóni af völdum þjófa. En
hvernig eru skartgripaverzlanir
búnar vörnum gegn innbrotum?
Sumir hafa miður góðan eða lé-
legan útbúnað. A. m. k. einn eig-
andi skartgripaverzlunar, Ulrich
Falkner, hefur þó yfir að ráða einu
því fullkomnasta innbrotavarnar-
kerfi sem völ er á.
Kerfið sendir frá sér ultra rauða
geisla, sem skynja hita frá líkam-
anum og kerfið fer í samband.
Bjalla fer ígang fyrir utan húsið, og
jafnframt er það tengt við síma á
lögreglustöðinni og hjá Ulrich,
þannig að unnt er að koma skjótt á
staðinn. Kerfið ertengt við skrána í
verzluninni og fer úr sambandi sé
lykli stungið í hana. Jafnframt er
öryggisgler í öllum rúðum. Ytra
glerið er svokallað þjófavarnargler
með stálþráðum. Það er Vari sem
hefur sett upp þetta þjófavarnar-
kerfi og hefur eftirlit með því, en
fyrirtækið er sérhæft í þessum
málum.
Ef til vill verður þessi þjóðfé-
lagsvandi, sem innbrot og þjófn-
aður er, ekki upprættur, en fyrir-
tæki og verzlanir sem búin eru
góöum innbrotavarnarkerfum eiga
a. m. k. síöur á hættu að fá óboöna
gesti í heimsókn. Eitt atriöi er
þungt á metunum í baráttunni við
lögbrjóta, en það er samstarf lög-
reglu og almennings. Ef misbrest-
ur verður á þeirri samvinnu, þá er
ef til vill ekki mikils árangurs að
vænta.
VIÐ
SKULUM EKKI
HAFA HÁTT
enda
ALGJÖR ÓÞARFI
oo
RINGMASTER
UMBOEXÐ
RINGMASTER
INNANHOSS talkerr
Fjölgun númera og talrása eftir þörfum.
Einnig ódýrari útgáfa með allt að 20 númerum
og einni talrás.
Borð- og veggtæki ásamt tilheyrandi aukabúnaði.
Önnumst uppsetningu, viðhald og varahlutaþjónustu.
Radiostofan Þórsgötu 14 sími 14131
21