Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 48
legu fuglalífi. Stórborgirnar þrjár,
Amsterdam, Rotterdam og Haag
búa yfir ótal tækifærum til að njóta
menningarverðmæta, sem birtast
á götum úti í mynd gamalla og vel
hirtra húsa eða inni á söfnum eins
og í Rijksmuseum í Amsterdam,
þar sem „Næturvörður" Rem-
brandts heldur vöku sinni. í Amst-
erdam er einnig Van Goghsafnið. í
þessum borgum er líflegt skemmt-
analíf, gnægð matar og drykkjar
og stórkostlegt úrval af alls kyns
varningi að kaupa.
Þessar borgir gefa þó engan
veginn fullkomna mynd af Hol-
landi. Þar eru tugir annarra
áhugaveröra borga og bæja,
stórra og smárra, sem dreifðir eru
um allt landið.
Og hvað er svo sérstaklega að
finna handa krökkunum í Hol-
landi? Sumir hafa kallað Holland
paradís barnanna. Og það er eitt-
hvað til í því. Hollendingar hafa
nefnilega gert þó nokkuð til að
skemmta börnum og þarf ekki
annað en líta á Madurodam til að
sannfærast um það. Þar er smá-
húsaborg með alls kyns eðlilegum
hljóðum, járnbrautarlestir þjóta
um og skip af ýmsum gerðum sigla
um höfnina. í De Efteling hjá Til-
burg hefur verið útbúið eins konar
undraland fyrir börn, sem sé
skemmtigarður með alls konar
skrítnum fyrirbærum. Börn og
unglingar kunna líka vel aö meta
þjóðbúningasýningar, vindmyllur
á fullri ferð, siglingu yfir Zuyder
Zee, sundlaugar og baðstrendur.
Og ekki má svo gleyma bless-
uðum blómunum. Það er hægt að
sjá blóm í fullum skrúða á nánast
öllum árstímum. Á vorin eru það
túlipanarnir. Frá marz og fram í
maí springa út þúsundir blóm-
lauka í skemmtigörðum. Og á
sumrin standa rósagarðarnir í
Haag í blóma. Á veturna geta
menn svo farið á blómauppboð,
þar sem seld eru afskorin blóm úr
gróðurhúsunum. Blómasýningar
og blómaskrúðgöngur eru al-
gengar skemmtanir í Hollandi.
Það eru líka baðsfrendur í Hollandl. Norðursjávarstrandlengjan býður
upp á ágætisaðstöðu víða tll að liggja í sólinnl, baða sig í sjónum eða
stunda sjóíþróttir.
Er þetta ekki dæmigert fyrlr Holland, elns og útlendlngar Imynda sér
það? Túlipanar og vindmylla. Hvort tveggja setur skemmtilegan svip á
umhverflð.
48