Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 15
ordspor
Fyrir nokkru var ráðinn sérstakur fjár-
málastjóri til starfa hjá Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli og var ástæðan sú, að
rýrnun hjá fyrirtœkinu þótti óeðlilega
mikil. Ríkisendurskoðunin hefur haft mál
þetta til meðferðar og gert tillögur um
framtíðarskipan reksturs Frihafnarinnar.
Það mun hafa komið fram við athugun
ríkisendurskoðunar, að rýrnunin er mest í
ýmsum öðrum varningi en áfengi og
tóbaki og því er lagt til að sala á úrum,
myndavé/um, útvarpstœkjum og öðru
slíku verði hætt, en einvörðungu áfengi og
tóbak haft á boðstó/um. Ríkisendurskoð-
unin mun ganga svo langt í tillögum sín-
um að mæla með því, að ríkið hætti
rekstri Fríhafnarinnar og hann verði
boðinn út.
•
Eftir að Svavar Gestsson settist á stól
viðskiptaráðherra og liætti að halda um
pennann sem ritstjóri Þjóðviljans, hefur
skapazt nokkurt óvissuástand um skipan
ritstjórnar þess blaðs. Einar Karl Har-
aldsson, fréttastjóri, hefur talið sig geta
gert nokkurt tilkall til ritstjórastöðunnar,
en hann virðist eiga skœðan keppinaul
þar sem er Hjalti Kristgeirsson. Hefur
Hjalti starfað sem blaðamaður við Þjóð-
viljann og skrifað ritstjórnargreinar.
Hjalti nýtur þess í stöðunni að vera föð-
urbróðir Ólafs Ragnars Grímssonar, eins
áhrifamesta leiðtoga A Iþýðubandalagsins
um þessar mundir. Hver sem útkoman í
ritstjóramálum verður, er Ijóst, að Þjóð-
viljinn verður að miklu leyti skrifaður sem
stjórnarandstöðublað á næstu mánuðum.
Ritstjórn blaðsins hefur ákveðið að eftir-
láta ekki Morgunblaðinu að halda uppi
gagnrýni á rikisstjórnina og segja frá
málum, sem eiga að fara leynt innan
hennar. A Iþýðubandalagsmenn œtla
hvort eð er að koma stjórninni fyrir katt-
arnef þegar þeir telja timábœrt að efna til
nýrra kosninga og afgreiða Alþýðuflokk-
inn endanlega vegna kosningasigurs hans
í sumar. q
Hótel Húsavík er eitt veglegasta og
bezt rekna gisti- og veitingahúsið utan
Reykjavíkur. Arangur sinn af hótel-
rekstrinum mega Húsvíkingar eflaust að
miklu leyti þakka því, að reyndur og
duglegur hótelstjóri hefur verið þar við
stjórn, Einar Olgeirsson, sem um átrabil
starfaði á Hótel Sögu í Reykjavík. Einar
hefur nú sagt starfi sínu á Húsavík lausu
og verður væntanlega ráðinn til að veita
forstöðu rekstri Sjálfstæðishússins á Ak-
ureyri. Er ætlunin að breyta þeim stað frá
því sem verið hefur síðustu árin og gera
Sjálfstœðishúsið að fyrsta flokks mat-
sölustað fyrir Akureyringa og aðra gesli á
öllum aldri, en undanfarið hefur mest
farið fyrir dansskemmtunum unga fólks-
ins í Sjallanum.
Cargolux, dótturfyrirtœki Flugleiða í
Luxemborg, fœr til afnota í janúar vöru-
flutningaþotu af gerðinni Boeing 747.
Verður hún notuð í reglubundnum ferðum
fé/agsins til fjarlœgari Austurlanda. /
farþegaflugvélum af þessari gerð er rými á
tveim hœðum og í Cargoluxvélinni er
ætlunin að hafa sœti fyrir farþega á efri
hæðinni. Mun félagið þannig geta gefið
viðskiptavinum sínum kost á að ferðast
með í boði félagsins á fjarlæga ákvörðun-
arstaði, en aðstaða til að taka farþega
með í núverandi flugvélakosti félagsins er
í algjöru lágmarki.
Búast má við aukinni fréttaþjónustu í
útvarpsdagskránni í vetur. Umræður
munu hafa staðið um að verja tímanum
frá 8 til 9 á morgni hverjum í fréttir og
ýmsa þætti um málefni líðandi stundar,
sem starfsmenn fréttastofu útvarpsins
hefðu umsjón með.
15