Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 16
ti! b/adsins... Hr. ritstjóri, I 5. tbl. Frjálsrar verzlunar (bls. 16) er birt grein frá Síldar- útvegsnefnd varðandi frétt í 4. tbl. blaðsins („Orðspori") um tillögu hollenzks fyrirtækis um framleiðslu á síldartunnum í Portúgal fyrir íslenzkan mark- að. í grein þessari er rætt um innkaup Síldarútvegsnefndar (SÚN) á tunnum til landsins og m. a. gerð að umtalsefni fram- leiösla og sala hollenzka fyrir- tækisins (Houtindustrie van Toor B. V.) sem Hans Eide hf. hefur einkaumboð fyrir á ís- landi. Þó að ætlun okkar sé ekki að standa í blaðaskrifum við SÚN varðandi tunnukaup, erum við nauðbeygðir til að koma á framfæri leiðréttingum við of- angreind skrif SÚN, sérstak- lega varðandi framleiðslu hins hollenzka fyrirtækis. í grein SÚN segir m. a. aó nefndin hafi keypt í nokkur ár „takmarkað magn" frá verk- smiðjunni í Hollandi en ,,hætt þeim viöskiptum vegna ó- ánægju síldarsaltenda, auk þess sem ýmsir erlendir síldar- kaupendur hafa margsinnis til- kynnt að þeir neiti að taka við síld ítunnum þessum". Fullyröing þessi kemur okkur mjög spánskt fyrir sjónir, auk þess sem í orðum þessum felst mjög alvarleg aðfinnsla á fram- leiðsluvörur hollenska fyrir- tækisins sem við vísum algjör- lega á bug. Fyrirtækið Houtindustrie van Toor B. V., seldi síldartunnur til notkunar á íslandi í verulegum mæli (allt að þriðjung af þörfum íslendinga) allt þar til síldveiðar lögöust niöur í byrjun þessa áratugs. Hollenska fyrirtækinu er ekki kunnugt um að athuga- semdir hafi þá borist frá salt- endum hérlendis eða síldar- kaupendum erlendis varðandi síldartunnur framleiddar í verk- smiðju þeirra í Hollandi: Þvert á móti liggur fyrir yfir- lýsing frá þáverandi formanni Síldarútvegsnefndar þar sem segir m. a. orðrétt um síldar- tunnur frá fyrirtækinu Van Toor í Hollandi: „Síldartunnur þessar reyndust vel og höföu kaupendur síldarinnar í Sví- þjóð, Finnlandi og víðar aldrei neitt við gæði og/eða efni þeirra að athuga." Því má ennfremur bæta við að SÚN skrifaði forstjóra hol- lenska fyrirtækisins bréf í árs- byrjun 1975, þegar síldveiðar hófust aftur, þar sem óskað var eftir tilboði frá fyrirtækinu fyrir vertíðina sem þá var framund- an. Á síðustu síldarvertíð (1977) gerði Framleiðslueftirlit sjávar- afurða athugun á tunnum frá hollenska fyrirtækinu en þá var saltað hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur (BÚR) í 100 hollenskar tunnur (úr portúgalskri furu) frá Houtindustrie van Toor B. V., pisamt meö norskum tunnum (sem nú í nokkur ár hafa ein- göngu veriö notaðar hérlend- is). f áliti Framleiðslueftirlitsins segir m. a.: „Ekki var hægt að sjá að síldin verkaðist verr í hol- lensku tunnunum en þeim norsku. Eini munurinn sem hægt var að greina var sá að blóðpækillinn var eðlilegri og með heilbrigðari blæ í hollensku tunnunum. Það stafar af því að þær eru þéttari og halda því betur pækli." I sömu athugun framkvæmdi Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins prófanir á hol- lensku tunnunum úr portú- galska efninu, og segir í grein- argerð Framleiöslueftirlitsins um þær: „Hvað prófanir á efniseigin- leikum viðar og tunna snertir, svo sem álagspróf- un tunnustafa í tunnu, fjað- urstuðulsmælingu tunnu- efnis og fall-lóðsmælingu tunnustafa, þá eru niður- stöður hollensku tunnunum fremur í hag." Ennfremur segir í athugun Framleiðslueftirlitsins: „Miðað við þá reynslu er fékkst af hollensku tunnun- um hjá BÚR og þær athug- anir er gerðar voru í því sambandi, sjáum vér ekkert því til fyrirstöðu aó salta síld í þær." Má af því sem hér hefur verið greint frá vera augljóst að um er að ræða fyrsta flokks fram- leiðslu enda er Houtindustrie van Toor B. V., elsti og stærsti tunnuframleiðandinn í Hol- landi, og kröfur þær sem Hol- lendingar gera til síldartunna með þeim ströngustu sem gerðar eru. Að lokum má geta þess að með tillögu hollenska fyrirtæk- isins um aö reisa tunnuverk- smiðju í Portúgal fyrir íslenskan markaö er veriö að benda á leið til aö bæta hina stóralvarlegu sjálfheldu sem viöskipti okkar við Portúgala eru nú komin í. Ef unnt væri að beina inn- kaupum okkar á síldartunnum til Portúgals þá væri þar með unnt að bæta viðskiptastöðu okkar við þessa stærstu kaup- endur okkar á saltfiski svo um munaði, — en verðmæti þeirra tunna sem notaöar eru hér- lendis getur numiö nálægt ein- um milljarði króna á ársgrund- velli. Virðingarfyllst, HANS EIDE HF. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.