Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 12
I STIKLAB A STORU... Efnahagsyfirlit fjárfestingalána- sjóða Hagfræðideild Seðlabanka is- lands hefur tekið saman efnahags- yfirlit fjárfestingalánasjóða frá ár- inu 1973 til ársloka 1977. í yfirlitinu kemur skýrt fram að hlutdeild líf- eyrissjóðanna í fjármögnun fjár- festingalánasjóða hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum. Er nú svo komið að lántökur fjárfestingalána- sjóða hjá lífeyrissjóðunum námu i árslok 1977 19.2% af heildarlán- tökum, en voru 5.9% í árslok 1973. Helztu lánveitendur fjárfestinga- lánasjóðanna eru þessir: 1977 Ríkissjóöur og (millj.kr.) ríkisstofnanir 2.352 Innlánsstofnanir 5.584 Lífeyrissjóðir 9.597 Bein erlend lán 21.155 i ofangreindu yfirliti kemur fram að lántökur fjárfestingalánasjóða hjá lífeyrissjóðunum námu alls 9.597 millj. kr. í árslok 1977. Þar af námu vísitölubundin lán alls 8.069 millj. kr. og eru lífeyrissjóðirnir orðnir langstærstu lánveitendur fjárfestingalánasjóðanna á því sviði. Upphæð vísitölubundnu lán- anna er þó mun hærri, þar sem al- mennt er ekki uppfærðar áfallnar ógjaldfallnar vísitölubætur af lán- unum. Varmavinnsla að Reykjum Jarðhitasvæðið í Mosfellssveit, sem oftast er kennt við Reyki, var megin uppspretta alls jarðhita sem Hitaveita Reykjavíkur réði yfir frá upphafi starfsemi sinnar árið 1943 allt til ársins 1959 að virkjanir hóf- ust að marki í borgarlandinu. Bor- anir stóðu yfir frá 1933 til 1955 fyrst á Suður-Reykjasvæðinu en eftir 1946 einnig á Norður-Reykjasvæði. Samtals voru boraðar 69 holur 9— 16 sm í þvermál og 200— 630 m djúpar. Vatnsmagn varð mest um 360 l/sek. með frjálsu rennsli úr holunum; dælur voru ekki notaöar i holurnar, enda voru þær of grannar til þess. Árió 1969, þegar lokið var virkj- unum jarðhitasvæðanna í Laugar- dal og við Elliðaár, haföi vatnsmagn frá Reykjasvæöinu minnkað í um 300 l/sek. vegna lækkandi grunn- vatnsstöðu og var hlutur Reykja í vatnsöflun þá 38% (ca. 27% af varma). Árið 1970 var hafist handa um djúpboranir á Reykjasvæðinu með gufubornum Dofra og hafa nú verið boraðar 39 holur. Virkjaðar hafa verið 35 borholur og er samanlagt vatnsmagn úr þeim um 1600 l/sek. og meðalhita- stig 86°. Hlutur Reykjasvæðisins er þar með orðinn um 75% af vatns- magni veitunnar (ca. 65% af varma). Nýtt olíuflutningaskip Hinn 26. ágúst var undirritaður samningur um smíði á nýju olíu- flutningaskipi fyrir Samband ísl. samvinnufélaga og Oliufélagið hf. Samningur þessi er gerður við Skipasmíðastöð J. G. Hitzler í Lau- enburg í Vestur-Þýzkalandi, en fyr- irtæki þetta hefur sérhæft sig í smíði slíkra skipa. Undirbúningur að smíði skipsins hófst í febrúar s. I., er leitað var til- boða hjá um 40 skipasmíðastöðv- um á íslandi og erlendis. Alls bárust í smíðina 18 tilboð og á grundvelli þeirra voru síðan teknir upp samn- ingar við fyrrnefnda skipasmiða- stöð í Júní s. I. Skipið er fyrst og fremst ætlað til flutninga og dreifingar á olíu hér- lendis og einnig til flutninga á lýsi, fljótandi hrásykri (melassa), lausu korni og fiskimjöli. Skipið er 2000 tonn að burðargetu og rými farm- hylkja 2640 rúmmetrar. Lengd skipsins er 70.00 metrar, breidd 13.20 metrar og djúprista 4.70 metrar. Skipið getur flutt 3 farm- tegundir samtímis. Halli hjá Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar Annað árið í röð varð rekstursaf- koma Innkaupastofnunarinnar nei- kvæð og nam rekstrarhallinn árið 1977 alls kr. 2.930.368. Áriö á und- an varð rekstrarhallinn enn meiri eða kr. 3.527.181, og hefur eigið fé stofnunarinnar á þessum tveimur árum minnkað um kr. 6.457.549, eða úr 25.337.359 í kr. 18.879.810. Fimm stærstu viðskiptamenn Innkaupastofnunarinnar af hinum einstöku borgarstofnunum árið 1977 voru: Rafmagnsveita Reykja- víkur (441.7 millj. kr.), Borgarspít- alinn (176.9 millj. kr.), Hitaveita Reykjavíkur (175.0 millj. kr.), Mal- bikunarstöð (153.0 millj. kr.) og Vélamiðstöð (121.4 millj. kr.). 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.