Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 28
Afköst iðnverkamanns hafa
aukizt um 226% sföan 1938
Gamalgróinn, mannaflafrekur handiðnaður. Hér mála menn postu-
línsmuni í De Porceleyne Fles verksmiðjunnl í Delft.
Mjög þróttmikil upp-
bygging iðnaðar hef-
ur farið fram í Hol-
landi á undanförnum
áratugum. Tæplega
1000 ný iðnfyrirtæki
hafa verið stofnuð frá
stríðslokum
Hollenzkur iðnaður á upphaf
sitt að rekja tll verzlunarviðskipta.
Hann er talinn hefjast að marki
seint á 16. öld og snemma á þeirri
17. Auðugir hollenzkir kaupmenn
þess tíma sóttu þá hrávörur í vax-
andi mæli til fjarlægra landa og
létu vinna úr þeim í Hollandi til
þess að auka verðgildi þeirra.
Nægur vinnukraftur var í Hollandi
til að starfa að þessu og vindmyll-
urnar, sem þá voru fullhannaðar,
sáu fyrir nægri orku.
Þegar aldalangri þjónustu
myllnanna lauk tóku gufuvélarnar
við og síðan rafmótorar. [ Hollandi
samtímans stendur þróttmikill
framleiðsluiönaöur traustum fót-
um og er hann miklu óháöari
verzluninni en áður var. Full-
vinnsla útlendra hráefna er samt
enn býsna mikilvægur þáttur í hol-
lenzka iðnaðinum.
Staðsetning iðnfyrirtækja
Holland liggur að Noröursjónum
og þess vegna eru flestar verk-
smiðjurnar staðsettar í vest’urhluta
landsins. Sumar iðngreinar hafa
þó fest rætur víðsvegar um landið
eins og vinnslustöðvar landbún-
aðarins og framleiðendur bygg-
ingarsteins og þaksteins. Nokkrar
mannaflafrekar greinar hafa dafn-
að vel í héruðunum inni í landi,
ýmist vegna þess aö kaupgjald var
þar lægra en annars staðar eða þá
að framboðið á verkafólki var
meira. Nokkur framleiðsla fer
einnig fram viö auölindir, þar sem
Hollendingar vinna efni úr jörðu.
Hráefnin — gas, olía og salt
Hollendingar framleiöa um 90
milljarða rúmmetra af jarðgasi á
ári, 3 milljónir tonna af salti og 1.4
milljón tonna af olíu. Hluti þessara
hráefna fer til vinnslu innanlands.
Hollenzki iðnaðurinn nýtir líka af-
urðir í innlendum landbúnaöi og
sjávarútvegi.
Öll önnur hráefni, og þau eru
mörg, eru aðflutt. Heppileg land-
fræðileg lega Hollands, vel útbún-
ar hafnir og fjöldinn allur af ám og
skipgengum síkjum tryggja greiöa
þungaflutninga í miklu magni og á
hagkvæman hátt.
Hollenzk iðnfyrirtæki eru um
9600 talsins með tíu eöa fleiri
starfsmenn. Alls starfa 930 þúsund
manns viö iðnað, þar af 44% í
málmiðnaði, 15% í framleiðslu á
matvælum og munaðarvöru og
9.5% í efnaiðnaði.
Hvað útflutninginn varðar eru
matvæla-, málm- og efnaiðnaður
mikilvægustu greinarnar. Staða
efnaiðnaðarins í þessu tilliti er
sérstaklega sterk, því að við hann
starfa aðeins 9.5% af vinnuafli í
iðnaði, en hlutdeild í útflutningn-
um er 21% af heildarmagninu.
Málmiðnaðurinn — allt milli him-
ins og sjávar
í Hollandi er járn- og stáliðjuver,
sem síðan 1972 hefur verið í eigu
hollenzk-þýzkrar fyrirtækjasam-
steypu. Á vegum hennar eru rekn-
ar nokkrar verksmiðjur. Stálfram-
leiðslan hjá samsteypunni er tæp-
ar 5 milljónir tonna á ári. Annað
stáliðjuver, sem starfar sjálfstætt,
framleiöir um 400 þús. tonn á ári.
Margs konar önnur fyrirtæki starfa
í járniðnaði, þar á meðal renni-
verkstæði, víragerð og rörasmiðj-
ur. Þá eru tvær álverksmiðjur
28