Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Síða 28

Frjáls verslun - 01.07.1978, Síða 28
Afköst iðnverkamanns hafa aukizt um 226% sföan 1938 Gamalgróinn, mannaflafrekur handiðnaður. Hér mála menn postu- línsmuni í De Porceleyne Fles verksmiðjunnl í Delft. Mjög þróttmikil upp- bygging iðnaðar hef- ur farið fram í Hol- landi á undanförnum áratugum. Tæplega 1000 ný iðnfyrirtæki hafa verið stofnuð frá stríðslokum Hollenzkur iðnaður á upphaf sitt að rekja tll verzlunarviðskipta. Hann er talinn hefjast að marki seint á 16. öld og snemma á þeirri 17. Auðugir hollenzkir kaupmenn þess tíma sóttu þá hrávörur í vax- andi mæli til fjarlægra landa og létu vinna úr þeim í Hollandi til þess að auka verðgildi þeirra. Nægur vinnukraftur var í Hollandi til að starfa að þessu og vindmyll- urnar, sem þá voru fullhannaðar, sáu fyrir nægri orku. Þegar aldalangri þjónustu myllnanna lauk tóku gufuvélarnar við og síðan rafmótorar. [ Hollandi samtímans stendur þróttmikill framleiðsluiönaöur traustum fót- um og er hann miklu óháöari verzluninni en áður var. Full- vinnsla útlendra hráefna er samt enn býsna mikilvægur þáttur í hol- lenzka iðnaðinum. Staðsetning iðnfyrirtækja Holland liggur að Noröursjónum og þess vegna eru flestar verk- smiðjurnar staðsettar í vest’urhluta landsins. Sumar iðngreinar hafa þó fest rætur víðsvegar um landið eins og vinnslustöðvar landbún- aðarins og framleiðendur bygg- ingarsteins og þaksteins. Nokkrar mannaflafrekar greinar hafa dafn- að vel í héruðunum inni í landi, ýmist vegna þess aö kaupgjald var þar lægra en annars staðar eða þá að framboðið á verkafólki var meira. Nokkur framleiðsla fer einnig fram viö auölindir, þar sem Hollendingar vinna efni úr jörðu. Hráefnin — gas, olía og salt Hollendingar framleiöa um 90 milljarða rúmmetra af jarðgasi á ári, 3 milljónir tonna af salti og 1.4 milljón tonna af olíu. Hluti þessara hráefna fer til vinnslu innanlands. Hollenzki iðnaðurinn nýtir líka af- urðir í innlendum landbúnaöi og sjávarútvegi. Öll önnur hráefni, og þau eru mörg, eru aðflutt. Heppileg land- fræðileg lega Hollands, vel útbún- ar hafnir og fjöldinn allur af ám og skipgengum síkjum tryggja greiöa þungaflutninga í miklu magni og á hagkvæman hátt. Hollenzk iðnfyrirtæki eru um 9600 talsins með tíu eöa fleiri starfsmenn. Alls starfa 930 þúsund manns viö iðnað, þar af 44% í málmiðnaði, 15% í framleiðslu á matvælum og munaðarvöru og 9.5% í efnaiðnaði. Hvað útflutninginn varðar eru matvæla-, málm- og efnaiðnaður mikilvægustu greinarnar. Staða efnaiðnaðarins í þessu tilliti er sérstaklega sterk, því að við hann starfa aðeins 9.5% af vinnuafli í iðnaði, en hlutdeild í útflutningn- um er 21% af heildarmagninu. Málmiðnaðurinn — allt milli him- ins og sjávar í Hollandi er járn- og stáliðjuver, sem síðan 1972 hefur verið í eigu hollenzk-þýzkrar fyrirtækjasam- steypu. Á vegum hennar eru rekn- ar nokkrar verksmiðjur. Stálfram- leiðslan hjá samsteypunni er tæp- ar 5 milljónir tonna á ári. Annað stáliðjuver, sem starfar sjálfstætt, framleiöir um 400 þús. tonn á ári. Margs konar önnur fyrirtæki starfa í járniðnaði, þar á meðal renni- verkstæði, víragerð og rörasmiðj- ur. Þá eru tvær álverksmiðjur 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.