Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 61
er hins vegar alls ekki eðlilegt, þar
sem birgðasöfnun af völdum út-
skipunarbannsins hefur valdið út-
lánaaukningu vegna birgðalán-
anna."
Við inntun Alexander Stefáns-
son, sveitarstjóra, eftir hverju
bankinn hefði breytt í augum
heimamanna.
„Hann breytti miklu. Við vorum
búnir að berjast fyrir því frá árinu
1960 að fá hingað útibú frá ein-
hverjum ríkisbanka. Héðan er út-
gerð mikil og því þurftu menn hér
mikið að sækja til höfuöborgar-
innar með sín peningaviðskipti í
sambandi við útgeröarlán og
fleira. Þessi viðskipti voru það
umfangsmikil að menn þurftu sí-
fellt að vera að þeytast suður. Það
var því full þörf fyrir bankann hér.
Sparisjóðurinn sem hér var fyrir á
þó fullann rétt á sér eftir sem áður.
Málið var bara það að hann réöi
ekki við þau viðskipti sem voru
veigamestu rökin fyrir hingaö-
komu útibús Landsbankans."
Geta gengið að láni vísu
hjá sparisjóðnum
„Sparisjóðurinn hefur verið rekinn hér í Óiafsvík alit frá árinu 1892 og er hann því 86 ára
gamall. Þetta var lengi vel eina peningastofnunin hér í Ólafsvík, en síðan var sett hér upp
útibú frá Landsbankanum fyrir þremur árum. Þá var mælzt til þess við okkur að við gengjum
inn í það útibú með starfsemi sparisjóðsins, en því var alfarið neitað. Og það er ekki að sjá
annað en þetta blómstri vel svona, að minnsta kosti þurfum við ekki að kvarta," sagði Leó
Guðbrandsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsvíkur í viðtali við blaðamann Frjálsrar
Verzlunar.
„Við vorum auðvitað hálfhræddir þegar Landsbankinn kom hingað, en eins og ég sagði
virðist þetta allt ætla að ganga nokkuð vel og samvinna milli þessara tveggja stofnana er
ágæt.
Við erum með viðskipti af öllu tagi bæði við fyrirtæki og einstaklinga og reynum að veíta
viðskiptavinum okkar sem bezta þjónustu. Þess má meðal annars geta að við lánum út á
hverja einustu íbúð sem byggð er hér á staðnum, lágmark eina milljón. Að þessu getur hver
húsbyggjandi gengið sem vísu. Eins og ég sagði þá er þessi upphæð lágmarkið og vitaskuld
lánum við oft meiri fjárhæðir."
61