Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 18
innlent Hvað er til ráða gegn innbrolum og niðtnaði? Vaxandi þjóðfélags- vandi — Tölur um innbrot í fyrirtæki og verzlanir geigvæn- lega háar Innbrot og þjófnaðir úr verzlun- um og fyrirtækjum eru sífellt vandamál forráðamanna þeirra og lögreglunnar. í júnímánuði einum voru 177 innbrot og þjófnaðir til meöferðar hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins, og í maí talsvert fleiri, eða 260. Frá því um áramótin hafa komið til kasta rannsóknar- lögreglu ríkisins 1134 innbrota- og þjófnaðarmál. Búðahnupl að degi til er einnig vaxandi vandamál með sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi er víöa tíðkast. En hvað er til ráöa gegn þessum ófögnuði og mein- semd í þjóðfélaginu? Blaðið aflaði sér ýmissa upplýsinga um þessi mál hjá Gísla Guðmundssyni, að- stoðaryfirlögregluþjóni hjá rann- sóknarlögreglu ríkisins. 45.86% mála upplýstust Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú starfað í eitt ár, eða frá 1. júlí 1977. Á þessu tímabili hafa 3.513 mál verið til meðferðar hjá henni. 1611 upplýstust og voru unnin, eða 45.86%. Fjöldi innbrota og þjófnaðarmála til meðferðar hjá rannsóknarlögreglu ríkisins á fyrsta starfsári hennar var 2166, en upplýst hafa verið 718 mál, eða 30.16%. Skráð voru 139 skemmd- arverk, en 49 upplýstust, 28.37%. Svika- og falsmál, sem rannsókn- arlögregla ríkisins fékk til með- ferðar á fyrsta starfsárinu voru 469, en 382, eða 81.45% málanna upplýstust. Rannsóknarlögreglan Gísli Guðmundsson, aðstoðaryfir lögregluþjónn við störf. vinnur stöðugt að lausn þeirra mála, sem ekki hafa upplýstst. f reglugerð um starfsemi rann- sóknarlögreglu ríkisins segir um samvinnu og starfsskiptingu milli lögreglustjóra og rannsóknarlög- reglu ríkisins: Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur með höndum lögreglurannsóknir brotamála í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnar- neskaupstað, Garðakaupstað, Hafnarfirði og Kjósarsýslu, að því leyti, sem þær eru ekki í höndum lögreglustjóra þar, samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eða annarra réttarreglna. Búðarþjófnaðir — mismunandi aðferðir Þaö er ef til vill vandi að gefa haldgóð ráð við þjófnaði í kjör- búöum. Aðstæður geta verið breytilegar frá einni verzlun til annarrar. Þyrfti þar að koma til heildarskipulag verzlunareigenda. Sumar verzlanir hafa náð nokkuð góðum árangri í baráttunni við þetta vandamál. Þar sem húsrými er gott og hlutirnir í röð og reglu, er ástandið örugglega betra, en þar sem þrengslin eru mikil. Þeir sem stunda þá iðju að fara í verzlanir til að stela nota ýmsar aðferðir, sem stundum er mjög erfitt fyrir verzlunarfólk að átta sig á. Oft eru þeir tveir eða fleiri sam- an, og einn eða fleiri hafa það hlutskipti að trufla afgreiðslufólk með því að láta þaö sinna sér, á meðan hinn eða hinir nota tæki- færið til að stela og komast í burtu. Börn, unglingar og reyndar stundum fullorðið fólk, þykist koma í þeim erindagjörðum að bjóða blöð, merki eða happdrætt- ismiöa, en raunverulegt erindi var kannski að hnupla einhverju. Margur hefur líka misst veski sitt við slíkar heimsóknir. Oft gera þessir óvelkomnu gestir sér það til erindis, að fá aðgang að síma og launa þá greiðasemina með hnupli á meðan afgreiðslufólkið er upp- tekið við störf sín. Þó búðahnupl sé því miður allt of algengt, koma slík mál sjaldnast til kasta lögreglunnar, verzlunar- eigendur láta kyrrt liggja, einkan- lega ef tjónið er óverulegt. Hvað er til ráða gegn innbrotum? En hvers ber að gæta, þegar gera á húsnæöi þannig úr garði, að innbrotsþjófar komist síöur inn? Óhætt er að fullyrða, að því betri sem frágangur hússins er, því minni hætta er á aðgangi inn- brotsþjófa. Hurðir og gluggar verða einkanlega fyrir barðinu á þeim. Þakgluggar hafa mikið að- dráttarafl, en þeir eru varasamir, sérstaklega þar sem auðvelt er að komast upp á húsþakið, og þegar hús eru mannlaus um nætur. Þarna uppi eiga menn oft gott með að fela sig fyrir umferö og hafa næði til innbrota. Það hefur sýnt sig, að innbrots- þjófar hafa síður lagt til atlögu við hurðir, sem opnast út en inn. Það 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.