Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 78
Fjölþætt starfsemi hjá
Kaupfélagi Hvammsfjarðar
„Við störfum fyrst og fremst að
almennri verzlun, en síðan erum
við einnig með á okkar snærum
slátrun og það sem henni við-
kemur, ennfremur bílaverkstæði,
trésmíðaverkstæði, veitinga-
skála, olíusölu og fleira,“ sagði
Steinþór Þorsteinsson, kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Hvamms-
fjarðar, er blaðamaður Frjálsrar
verzlunar ræddi við hann í Búðar-
dal. Kaupfélag Hvammsfjarðar var
stofnað aldamótaárið og nær fé-
lagssvæði þess yfir syðri Dalina
og Skógarstrandarhrepp."
„Þessa stundina eru fram-
kvæmdir á okkar vegum fyrst og
fremst við endurbætur á slátur-
húsinu, sem líkur á þessu ári, þá
erum við einnig að byggja yfir tré-
smiðju félagsins. Trésmiðjan sér
um allt viðhald á eignum kaupfé-
lagsins og einnig nýbyggingar,
þannig að við þurfum lítið að leita
eftir iönaðarmönnum utan kaup-
túnsins. Trésmiðjan hefur einnig
tekið að sér nýsmíði og viðhald í
Búðardal og sveitunum hér í kring,
til dæmis byggingu fjárhúsa og
hlaða."
Er ekki kaupfélagið í Búðardal
nokkuð öðru vísi uppbyggt en
kaupfélög á Snæfellsnesi?
,,Jú, það má segja aö kaupfé-
lagið hér sé hreinræktað „land-
búnaðarkaupfélag" en önnur
kaupfélög á Nesinu eru nokkuð
mikið í tengslum við sjávarútveg-
inn og minna í landbúnaðinum en
við hér.“
En þið hafið eitthvað verið að
þreifa fyrir ykkur í sambandi við
sjóinn er það ekki?
„Jú, við reyndum ögn við skel-
fiskvinnslu. Hún er þó þeim ann-
mörkum háð, að siglingaleið inn
Hvammsfjörð er þannig af náttúr-
unnar hendi, að hingað verður
ekki komizt nema sérstaklega
standi á sjávarföllum. Hér getur því
enginn bátur lagt upp. Við létum
hins vegar flytja skelfisk á bílum frá
Stykkishólmi. Nú, þessi vinnsla
lagðist af, en það er áhugi fyrir að
taka hana upp að nýju."
v^.-vSÍk'’
sS**
»«9
t'V'O
\Z
biFreióoftÉTTIflG()ft
OLETTUfl
®9
(U/PRPUTUn
/ími 33060
78