Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 44
Heinekenbjór í 170
löndnm heims
Kopargeymarnir, þar sem mjöðurinn er látinn gerjast.
verið fyrir á hinum ýmsu mörkuö-
um. Heinekenfyrirtækið stundar
öfluga sölustarfsemi í 170 löndum
heims. Þegar áriö 1933, strax eftir
afnám bannlaganna í Bandaríkj-
unum, hóf Heineken útflutning á
bjór þangað og eru Bandaríkin nú
stærsti útflutningsmarkaður
Heineken. Þar nam salan 1.2 mill-
jónum hektólítra í fyrra og hafði
aukizt um 30% á milli ára. Heildar-
framleiðsla á Heinekenbjór var 21
milljón hektólítrar í fyrra og er mest
selt í Hollandi sjálfu, 6.6 milljón
hektólítrar, 6.2 milljónir í öðrum
Evrópulöndum og 5.6 milljón
hektólítrar í Afríku. Starfsmenn hjá
Heineken eru alls rúmlega 14 þús-
und, þar af 8 þúsund utan Hol-
lands.
Við skoðuðum verksmiðjuna í
Zoeterwoude og lærðum fyrst það
„Eins og nú er ástatt eru við-
skipti okkar við ísland í lágmarki
og er það að sjálfsögðu að kenna
bjórbanninu þar,“ sagði fulltrúi
Heineken bjórverksmiðjanna í
samtali við Frjálsa verzlun, þegar
við heimsóttum nýjustu og full-
komnustu verksmiðju fyrirtækis-
ins í Zoeterwoude í Hollandi. „Við
seljum þó dálítið af bjór um borð í
íslenzku skipin og til Flugleiða og
ennfremur varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli. Hins vegar eru
Heineken og Hulstkamp sjene-
ververksmiðjurnar eitt og sama
fyrirtækið og við seljum mikið af
Hulstkamp á Islandi."
Um 56% af öllum bjór, sem
seldur er í Hollandi er framleiddur
hjá Heineken. En Hollendingar eru
þó ekki þær bjórvambir sem
margir nágrannar þeirra, þannig
að þessi hlutfallstala segir ekki alla
söguna. Hollendingar drekka 84
lítra af bjór á mann á ári, en Þjóð-
verjar í Bæjaralandi svolgra í sig
eina 200 lítra að meðaltali og í
Englandi er bjórneyzlan 150 lítrar
á mann.
öflug sölustarfsemi í 170 löndum
Heineken hefur því fært út kví-
arnar langt út fyrir landamæri Hol-
lands. Verksmiðjur fyrirtækisins
starfa í Frakklandi, þar sem lands-
menn eru margir farnir að taka
bjórinn fram yfir hvítvín. Heineken
hefur náð góðri fótfestu í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, l’talíu, Grikk-
landi, Vestur-Afríku, Singapore,
Indónesíu og Vestur-lndíum. Ým-
ist er framleitt undir merki Heine-
ken eða Amstel eða þá einhverjum
öðrum merkjum, sem kunn hafa
44