Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 33
gerð stöðugt í framleiðslu og njóta sömu vinsælda og fyrr. Alls hafa veriö seldar 665 vélar af þessari tegund og er afgreiðslufrestur á þeim nú 12 mánuðir. Rúmlega tvö hundruð af þessum vélum voru framleiddar vestan hafs sam- kvæmt einkaleyfi og eru þær nefndar Fairchild. Vélarnar eru út- búnar með 44—56 sætum, mis- munandi stórar og eru þær í notk- un hjá 140 flugfélögum í öllum heimsálfum. F-27 hefur selzt betur en nokkur önnur skrúfuþota, sem framleidd hefur verið til almennra flutninga. Kostir Friendship-vélanna útlist- aðir Fokker-verksmiðjurnar hafa að- setur í austurhluta Schiphol-flug- vallar og þar áttum við samtal við þá Fritz M. van der Jagt og Fred E. C. Voet, sem starfa að sölumálum verksmiöjanna og hafa haft fyrir þeirra hönd náið samband við Flugleiðir og Landhelgisgæzluna sem notendur Fokker Friendship. Talið barst að sjálfsögðu að ís- lenzkum flugmálum og flugrekstri, en fyrst spurðum viö þá álits á því, hverju þakka mætti vinsældir Fokker Friendshipvélanna. Þeir sögðu þá þróun ekkert leyndardómsfulla. Við hönnun vélarinnar hefði verið lögð áherzla á traust byggingarlag, einfald- leika, getu til að fljúga við öll lofts- lagsskilyrði og frá stuttum, ómal- bikuöum flugbrautum. Auðvelt viðhald, góð flughæfni og síöast en ekki sízt hagkvæmur rekstur voru boðorð, sem hönnuðir Fokk- er höfðu að leiðarljósi. Þetta voru greinilega kostir, sem flugfélög og aðrir kaupendur Friendship-vél- anna um heim allan mátu mikils. Það má segja, að á þessum tuttugu árum hafi fæözt heil fjöl- skylda af Friendship-vélum. Vél- arnar hafa breytzt meö árunum. Hreyflarnir eru nú aflmeiri en áður, flugstjórnarklefinn er fullkomnari og nýjar innréttingar í farþegaklefa hafa verið smíðaðar. Friendship- vélarnar eru notaðar í margvísleg- um tilgangi. Þær eru smíðaðar til farþegaflutninga einvörðungu eða eingöngu vöruflutninga. Sumar eru gerðar fyrir hvort tveggja. Þær eru líka framleiddar sem herflutn- ingavélar og fyrir fallhlífastökks- menn, til eftirlitsflugs og landhelg- isgæzlu. Með 44 farþega innanborðs getur Fokker Friendship flogið um 700 kílómetra án þess að taka eldsneyti og vélin getur lent og hafið sig til flugs af 1000 metra langri flugbraut. Harður sandur, gras og möl eru alvanalegir lend- ingarstaðir vélarinnar, og því hefur hún komið að sérstaklega góðum notum í löndum meö vanþróuö samgöngumannvirki eins og hér á íslandi. Til dæmis um þolgæði Fokker Friendship má nefna, að elzta vél- in, sem enn er í notkun hefur flogið í 50 þúsund klukkutíma án þess aö gerðar væru á henni meiriháttar endurbætur. Samanlagt hafa allar F-27 vélar í heiminum um 10 mill- jón flugtímá að baki. Innanlandsfargjöld á íslandi of lág — hamla gegn endurnýjun I skrifstofum Fokker-verksmiðj- anna er kaupendum veitt tölvu- þjónusta til að reikna út hag- kvæmni af rekstri Fokkervéla mið- að viö aðstæöur viðkomandi aðila. Þeir Voet og van der Jagt hafa kynnt sér mjög náió öll skilyrði til reksturs Fokker-vélanna hér á landi og nefndu strax, að Flug- leiðir væru látnir vera í svelti með fargjöld sín á innanlandsleiðum, þannig að óvissa væri mikil um Þetta er elzta Fokker Friendshlpvélln f heiminum, tekin skömmu áður en hún var afhent eigendum sínum, Mac Robertson Miller Airlines, síðar Ansett í Astralíu. í árslok 1975 hafði þessari flugvél verið flogið í 50 þúsund klukkutíma. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.