Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 46
Ilm- og bragðefni til
margs konar nota
Naarden Internation-
al í Hollandi framleiö-
ir ilm- og bragðefni,
sem sett eru í ýmsar
algengar neyzluvörur
og einnig ilmefni til að
gera notkun ýmis
konar hráefna í iðnaði
þægilegri
Naarden International er sam-
steypa, sem framleiðir ilm- og
bragðefni og hefur haslað sér völl
um heim allan. Aðalstöðvarnar
eru í Naarden í Hollandi, en starf-
semi er að auki rekin í 28 löndum.
Viðskipti gerir Naarden við meira
en 100 lönd til viðbótar.
Ilm- og bragðefni eru hluti af
daglegu lífi okkar. Mjög margar
neyzluvörur okkar eru bættar ilm-
og bragðefnum, stundum án þess
að við vitum af því. Algengustu
vörur, sem bragðefnum er bland-
að saman við, eru að sjálfsögðu
gosdrykkir, sælgæti, rjómaís og
margs konar bökunarvörur.
Mjólkurvörur eru líka blandaöar
bragöefnum og stundum ávöxtum.
Þannig er ennfremur um líkjöra,
margar sósutegundir, súpur og
býtimat. Sápur, þvottaefni, hrein-
lætisvörur og snyrtivörur eru að
sjálfsögðu blönduð ilmefnum.
Þetta gildir ennfremur um hreinsi-
efni til að fríska upp á loftiö í híbýl-
um manna, en hvað þá um prent-
svertu, húsgagnabón, smurolíur á
bíla og önnur efni til notkunar í
iðnaði? í þau er oft sett ilmefni til
aö gera notkunina bærilegri.
öflug rannsóknarstarfsemi
Mörg bragðefnin og ilmefni líka,
eru framleidd úr efnum í náttúr-
unni. Þau geta alveg eins verið til-
búin. Framfarir á þessu sviði eru
mjög háðar rannsóknun á bragð-
og ilmefnum í náttúrunni. Naarden
international hefur náð mjög langt
að því leyti. Fjölgun fólks í heimin-
um knýr á með nauðsyn skynsam-
legrar notkunar þeirra hráefna,
sem fáanleg eru. Þannig er reynt
að fá þaö bezta fram úr fyrirliggj-
andi hráefnum og búa til önnur al-
gjörlega ný.
Þetta þýðir í raun, að Naarden
International hefur haft forystu um
nýjungar og hagkvæmni.
Vörur frá Naarden International
hafa verið á markaði á Noröur-
löndum í 30 ár. Fyrirtækiö Dansk
A/S Naarden í Danmörku annast
viðskipti við Island og selur hingað
bragð- og ilmefni til notkunar í
iðnaði.
Að lokum má geta þess, að sal-
an hjá Naarden International mun
á þessu ári nema 400 milljónum
gyllina og á vegum samsteypunn-
ar starfa 3000 manns um heim all-
an.
Fyrirtækið Hans Eide hf. í
Reykjavík hefur einkaumboð fyrir
Naarden á Islandi.
Verksmlðja Naarden Internatlonal í Hollandl.
46