Frjáls verslun - 01.07.1978, Qupperneq 12
I
STIKLAB A STORU...
Efnahagsyfirlit fjárfestingalána-
sjóða
Hagfræðideild Seðlabanka is-
lands hefur tekið saman efnahags-
yfirlit fjárfestingalánasjóða frá ár-
inu 1973 til ársloka 1977. í yfirlitinu
kemur skýrt fram að hlutdeild líf-
eyrissjóðanna í fjármögnun fjár-
festingalánasjóða hefur vaxið mjög
mikið á síðustu árum. Er nú svo
komið að lántökur fjárfestingalána-
sjóða hjá lífeyrissjóðunum námu i
árslok 1977 19.2% af heildarlán-
tökum, en voru 5.9% í árslok 1973.
Helztu lánveitendur fjárfestinga-
lánasjóðanna eru þessir:
1977
Ríkissjóöur og (millj.kr.)
ríkisstofnanir 2.352
Innlánsstofnanir 5.584
Lífeyrissjóðir 9.597
Bein erlend lán 21.155
i ofangreindu yfirliti kemur fram
að lántökur fjárfestingalánasjóða
hjá lífeyrissjóðunum námu alls
9.597 millj. kr. í árslok 1977. Þar af
námu vísitölubundin lán alls 8.069
millj. kr. og eru lífeyrissjóðirnir
orðnir langstærstu lánveitendur
fjárfestingalánasjóðanna á því
sviði. Upphæð vísitölubundnu lán-
anna er þó mun hærri, þar sem al-
mennt er ekki uppfærðar áfallnar
ógjaldfallnar vísitölubætur af lán-
unum.
Varmavinnsla að Reykjum
Jarðhitasvæðið í Mosfellssveit,
sem oftast er kennt við Reyki, var
megin uppspretta alls jarðhita sem
Hitaveita Reykjavíkur réði yfir frá
upphafi starfsemi sinnar árið 1943
allt til ársins 1959 að virkjanir hóf-
ust að marki í borgarlandinu. Bor-
anir stóðu yfir frá 1933 til 1955 fyrst
á Suður-Reykjasvæðinu en eftir
1946 einnig á Norður-Reykjasvæði.
Samtals voru boraðar 69 holur
9— 16 sm í þvermál og 200— 630 m
djúpar. Vatnsmagn varð mest um
360 l/sek. með frjálsu rennsli úr
holunum; dælur voru ekki notaöar i
holurnar, enda voru þær of grannar
til þess.
Árió 1969, þegar lokið var virkj-
unum jarðhitasvæðanna í Laugar-
dal og við Elliðaár, haföi vatnsmagn
frá Reykjasvæöinu minnkað í um
300 l/sek. vegna lækkandi grunn-
vatnsstöðu og var hlutur Reykja í
vatnsöflun þá 38% (ca. 27% af
varma).
Árið 1970 var hafist handa um
djúpboranir á Reykjasvæðinu með
gufubornum Dofra og hafa nú verið
boraðar 39 holur.
Virkjaðar hafa verið 35 borholur
og er samanlagt vatnsmagn úr
þeim um 1600 l/sek. og meðalhita-
stig 86°. Hlutur Reykjasvæðisins er
þar með orðinn um 75% af vatns-
magni veitunnar (ca. 65% af
varma).
Nýtt olíuflutningaskip
Hinn 26. ágúst var undirritaður
samningur um smíði á nýju olíu-
flutningaskipi fyrir Samband ísl.
samvinnufélaga og Oliufélagið hf.
Samningur þessi er gerður við
Skipasmíðastöð J. G. Hitzler í Lau-
enburg í Vestur-Þýzkalandi, en fyr-
irtæki þetta hefur sérhæft sig í
smíði slíkra skipa.
Undirbúningur að smíði skipsins
hófst í febrúar s. I., er leitað var til-
boða hjá um 40 skipasmíðastöðv-
um á íslandi og erlendis. Alls bárust
í smíðina 18 tilboð og á grundvelli
þeirra voru síðan teknir upp samn-
ingar við fyrrnefnda skipasmiða-
stöð í Júní s. I.
Skipið er fyrst og fremst ætlað til
flutninga og dreifingar á olíu hér-
lendis og einnig til flutninga á lýsi,
fljótandi hrásykri (melassa), lausu
korni og fiskimjöli. Skipið er 2000
tonn að burðargetu og rými farm-
hylkja 2640 rúmmetrar. Lengd
skipsins er 70.00 metrar, breidd
13.20 metrar og djúprista 4.70
metrar. Skipið getur flutt 3 farm-
tegundir samtímis.
Halli hjá Innkaupastofnun Reykja-
víkurborgar
Annað árið í röð varð rekstursaf-
koma Innkaupastofnunarinnar nei-
kvæð og nam rekstrarhallinn árið
1977 alls kr. 2.930.368. Áriö á und-
an varð rekstrarhallinn enn meiri
eða kr. 3.527.181, og hefur eigið fé
stofnunarinnar á þessum tveimur
árum minnkað um kr. 6.457.549,
eða úr 25.337.359 í kr. 18.879.810.
Fimm stærstu viðskiptamenn
Innkaupastofnunarinnar af hinum
einstöku borgarstofnunum árið
1977 voru: Rafmagnsveita Reykja-
víkur (441.7 millj. kr.), Borgarspít-
alinn (176.9 millj. kr.), Hitaveita
Reykjavíkur (175.0 millj. kr.), Mal-
bikunarstöð (153.0 millj. kr.) og
Vélamiðstöð (121.4 millj. kr.).
12