Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 16

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 16
ti! b/adsins... Hr. ritstjóri, I 5. tbl. Frjálsrar verzlunar (bls. 16) er birt grein frá Síldar- útvegsnefnd varðandi frétt í 4. tbl. blaðsins („Orðspori") um tillögu hollenzks fyrirtækis um framleiðslu á síldartunnum í Portúgal fyrir íslenzkan mark- að. í grein þessari er rætt um innkaup Síldarútvegsnefndar (SÚN) á tunnum til landsins og m. a. gerð að umtalsefni fram- leiösla og sala hollenzka fyrir- tækisins (Houtindustrie van Toor B. V.) sem Hans Eide hf. hefur einkaumboð fyrir á ís- landi. Þó að ætlun okkar sé ekki að standa í blaðaskrifum við SÚN varðandi tunnukaup, erum við nauðbeygðir til að koma á framfæri leiðréttingum við of- angreind skrif SÚN, sérstak- lega varðandi framleiðslu hins hollenzka fyrirtækis. í grein SÚN segir m. a. aó nefndin hafi keypt í nokkur ár „takmarkað magn" frá verk- smiðjunni í Hollandi en ,,hætt þeim viöskiptum vegna ó- ánægju síldarsaltenda, auk þess sem ýmsir erlendir síldar- kaupendur hafa margsinnis til- kynnt að þeir neiti að taka við síld ítunnum þessum". Fullyröing þessi kemur okkur mjög spánskt fyrir sjónir, auk þess sem í orðum þessum felst mjög alvarleg aðfinnsla á fram- leiðsluvörur hollenska fyrir- tækisins sem við vísum algjör- lega á bug. Fyrirtækið Houtindustrie van Toor B. V., seldi síldartunnur til notkunar á íslandi í verulegum mæli (allt að þriðjung af þörfum íslendinga) allt þar til síldveiðar lögöust niöur í byrjun þessa áratugs. Hollenska fyrirtækinu er ekki kunnugt um að athuga- semdir hafi þá borist frá salt- endum hérlendis eða síldar- kaupendum erlendis varðandi síldartunnur framleiddar í verk- smiðju þeirra í Hollandi: Þvert á móti liggur fyrir yfir- lýsing frá þáverandi formanni Síldarútvegsnefndar þar sem segir m. a. orðrétt um síldar- tunnur frá fyrirtækinu Van Toor í Hollandi: „Síldartunnur þessar reyndust vel og höföu kaupendur síldarinnar í Sví- þjóð, Finnlandi og víðar aldrei neitt við gæði og/eða efni þeirra að athuga." Því má ennfremur bæta við að SÚN skrifaði forstjóra hol- lenska fyrirtækisins bréf í árs- byrjun 1975, þegar síldveiðar hófust aftur, þar sem óskað var eftir tilboði frá fyrirtækinu fyrir vertíðina sem þá var framund- an. Á síðustu síldarvertíð (1977) gerði Framleiðslueftirlit sjávar- afurða athugun á tunnum frá hollenska fyrirtækinu en þá var saltað hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur (BÚR) í 100 hollenskar tunnur (úr portúgalskri furu) frá Houtindustrie van Toor B. V., pisamt meö norskum tunnum (sem nú í nokkur ár hafa ein- göngu veriö notaðar hérlend- is). f áliti Framleiðslueftirlitsins segir m. a.: „Ekki var hægt að sjá að síldin verkaðist verr í hol- lensku tunnunum en þeim norsku. Eini munurinn sem hægt var að greina var sá að blóðpækillinn var eðlilegri og með heilbrigðari blæ í hollensku tunnunum. Það stafar af því að þær eru þéttari og halda því betur pækli." I sömu athugun framkvæmdi Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins prófanir á hol- lensku tunnunum úr portú- galska efninu, og segir í grein- argerð Framleiöslueftirlitsins um þær: „Hvað prófanir á efniseigin- leikum viðar og tunna snertir, svo sem álagspróf- un tunnustafa í tunnu, fjað- urstuðulsmælingu tunnu- efnis og fall-lóðsmælingu tunnustafa, þá eru niður- stöður hollensku tunnunum fremur í hag." Ennfremur segir í athugun Framleiðslueftirlitsins: „Miðað við þá reynslu er fékkst af hollensku tunnun- um hjá BÚR og þær athug- anir er gerðar voru í því sambandi, sjáum vér ekkert því til fyrirstöðu aó salta síld í þær." Má af því sem hér hefur verið greint frá vera augljóst að um er að ræða fyrsta flokks fram- leiðslu enda er Houtindustrie van Toor B. V., elsti og stærsti tunnuframleiðandinn í Hol- landi, og kröfur þær sem Hol- lendingar gera til síldartunna með þeim ströngustu sem gerðar eru. Að lokum má geta þess að með tillögu hollenska fyrirtæk- isins um aö reisa tunnuverk- smiðju í Portúgal fyrir íslenskan markaö er veriö að benda á leið til aö bæta hina stóralvarlegu sjálfheldu sem viöskipti okkar við Portúgala eru nú komin í. Ef unnt væri að beina inn- kaupum okkar á síldartunnum til Portúgals þá væri þar með unnt að bæta viðskiptastöðu okkar við þessa stærstu kaup- endur okkar á saltfiski svo um munaði, — en verðmæti þeirra tunna sem notaöar eru hér- lendis getur numiö nálægt ein- um milljarði króna á ársgrund- velli. Virðingarfyllst, HANS EIDE HF. 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.