Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 21
sé verið að rýra stórkostlega
væntanleg tekjuafköst þessarar
miklu fjárfestingar.
Hér er orkuverið — hvað svo?
Þótt Kröflumannvirkin, stöðvar-
húsið og kæliturnarnir, láti ekki
mikið yfir sér á myndum, þá dylst
það ekki fyrir neinum sem inn í
stöðvarhúsið hefur komið, að
þetta er gífurlegt mannvirki. Þaö er
ekki laust við að manni fyndist það
næstum því skylda þeirra sem hafa
uppi stór orð í fjölmiðlum um
Kröflu, að þeir hafi a.m.k. stungiö
hausnum inn í stöðvarhúsið.
Krafla verður að sjálfsögðu jafn
dýr á eftir, en maður skilur þó að
þar hafa mörg dagsverkin veriö
unnin og að sjálfsögðu greidd.
Hér stendur fullgert orkuver upp
á milljarða. Það kostar jafn mikið
að reka það með 6 MW afköstum
eins og 35 MW. Þótt hver borhola
kosti 200—250 milljónir með öllu
sem við þarf, þá er það smápen-
ingur í Ijósi þess, að nú er fyrir
hendi nægileg reynsla til þess að
hægt sé að bora með árangri.
Við Kröflu biðu menn eftir því að
pólitíkusar í Reykjavík álpuðust til
þess aö taka ákvörðun, tæknilegar
líkur og staðreyndir virðast ekki
skipta neinu máli, heldur ekki
þjóðarhagur og nú er ákveðið að
bora áfram.
Markaður er fyrir hendi en ó-
skipulagður
Miðaö við þá reynslu sem komin
er af gufunni úr holu nr. 9, mun
vera unnt að fá allt að 8 MW úr
hverri holu. Þyrfti því að bora 4
holur til viðbótar auk einnar til
þriggja varahola til þess að hægt
sé að framleiða þau 30—35 MW
sem hægt er með annarri véla-
samstæðunni. Gunnar Ingi Gunn-
arsson staðartæknifræðingur tjáði
okkur að síöan reynslukeyrsla
hófst í febrúar síðastliðnum, en
síðan hafa veriö framleidd 6 MW,
hafi reynsla af tækjabúnaði stöðv-
arinnar verið ágæt. Hinsvegar
vantaði reynslu af því álagi sem
vélarnar væru gerðar fyrir. Síðan
fasað var saman við orkuflutn-
ingskerfið hefur Krafla komið í veg
fyrir orkuskort á Norðurlandi.
Um markaðinn fyrir raforkuna
sögðu þeir hjá Kröflu, að hann
væri vissulega fyrir hendi. Gallinn
væri hinsvegar sá að hann væri ó-
skipulagður og heildarstýringu á
orkuframleiðslu og orkumiðlun
vantaði algjörlega. Því væri allt tal
um aö markaður væri ekki fyrir
hendi fyrir raforku frá Kröflu út í
bláinn, sérstaklega þegar þess
væri gætt, að enn er verið að reka
loðnubræðslur á vetrum með raf-
orku sem framleidd er í dísilvélum.
Þá bentu þeir á, að nú væri verið
að leggja línu vestur á firði, svo-
nefnda Vesturlínu, í því skyni að
bæta úr alvarlegum orkuskorti á
Vestfjöröum. Nú vantaði brátt
10—15 MW til Vestfjarða um nýju
línuna og benda þeir á aö án
Kröflu muni óvíst hvort sú orka
fæst til Vestfjarða.
21