Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 25
Frímerkjasöfnun— arðbær
tómstundaiðja
Dýrustu stöku ís-
lenzku merkin metin
á 500— 800 þús. kr.
Dýrustu stöku íslenzku frímerk-
in eru metin á 500—800 þúsund
krónur. Meðal dýrustu stöku
merkjanna eru 4ra skildinga
þjónustumerki, fíntakkað, en það
er nú metið á 575 þúsund krónur.
10 og 20 aura almenn merki, yfir-
prentuð í gildi eru metin hvort um
sig á 720 þúsund krónur. Verð-
gildi frímerkjanna breytist mjög
séu þau á umslögum. Skildinga-
merki á umslögum eru metin allt
frá einni milljón og þaðan af meira
eftir ástandi merkisins, en séu
þau seld laus er verðgildi þeirra
metið á 10—100 þúsund krónur
eftir útgáfu. Mjög erfitt er að fá
nokkra vísbendingu um stærðir á
frímerkjasöfnum, sem einkaaðilar
eiga, en blaðið hefur upplýsingar
um, að þeir sem stærstu söfnin
eigi, gætu haft skipti á því og ein-
býlishúsi, slíkt er verðgildi sumra
safna hérlendis.
En hvernig er verö á frímerkjum,
sem seld eru hjá frímerkjasölum
eða öörum ákveðið? Alls staðar,
sem F.V. leitaði svara kom fram, að
þar ræður algjörlega framboð og
eftirspurn.
Hópflug ítala 1933 á 441 þúsund
krónur
Meira um dýr merki. Frímerki
með mynd af hópflugi ítala 1933,
þriggja frímerkja samstæða var á
sínum tíma á nafnveröi 16 krónur.
Nú í dag eru þessi merki metin á
441 þúsund krónur.
Árið 1953 voru gefin út hand-
ritamerki. Fyrstadagsumslög með
handritamerkjum, sem kostuðu á
sínum tíma 13.55 kr. kosta nú 1500
kr. stakt. Handritafrímerki á 1.75
kr. kostar nú ónotað kr. 1800, sem
er rúmlega þúsundföldun verðs.
25 kr. merki af Alþingishúsinu,
gefin út 1952 kosta nú ónotuð 28
25