Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 27

Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 27
þúsund krónur, sem er einnig rúmlega þúsundföldun verös. Laus frímerki frá aldamótum eru nú eitt til tvö þúsund króna virði, en séu merkin á umslögum skiptir verðiö mörgum þúsundum. Sala til safnara erlendis var 77.8 milljónir í fyrra Á síðasta ári seldi Frímerkjasala til safnara, sem Póstur og sími rekur, frímerki til safnara erlendis fyrir 77.8 milljónir króna, aðallega keypt af einstaklingum og frí- merkjakaupmönnum. Norður- landabúar, Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn kaupa mest af íslenzku frímerkjunum. Frímerki voru fyrst gefin út hér á landi árið 1873. Voru það tveggja skildingamerki, að upplagi 40 þúsund samkvæmt upplýsingum frímerkjasölu Pósts og síma. Megnið af þessum merkjum er glatað, en erfitt er að geta til um þann fjölda, sem enn er til. Saga frímerkjanna hófst í Eng- landi, en þar komu fyrstu frímerkin út 1840. Það frímerki sem sagt er það sjaldgæfasta í heimi er frá brezku Guiana (British Guiana). Verðmæti þess er gífurlegt, en þaö var selt árið 1970 á 280 þúsund dollara. Merkið var keypt sem fjár- festing af bandarísku fjárfesting- arfélagi, en ekki af frímerkjasafn- ara, enda þótt dýr og sjaldgæf merki, séu oft í eigu slíkra ríkra einkasafnara. Frímerkin eiga öll sína sögu. Þau eru gjarnan gefin út til að minnast einhvers liðins sögulegs atburðar, t.d. 1100 ára tslands- byggðar, merkra manna eins og Jóns Sigurðssonar, ákveðinna málefna, eða afmæla stofnana eða fyrirtækja eins og t.d. Evrópu- merki. Þegar eru komnar út hér á landi þrjár útgáfur af frímerkjum í ár og sú fjórða er væntanleg í bráð. Áætlað er að gefa út frímerki í 6— 8 útgáfum á þessu ári, og er það sami fjöldi og gefinn hefur verið út undanfarin ár. Frímerkjasöfnurum fjölgar og eft- irspurnin eykst Þeir eru fjölmargir, sem hafa frí- merkjasöfnun að áhugamáli og tómstundaiðju. Jafnt ungir sem gamlir, ekki aðeins hér á landi, heldur út um allan heim. Hér á landi eru starfandi u.þ.b. 10 frí- merkjaklúbbar, sem allir eru aðilar að Landssambandi íslenzkra frí- merkjasafnara, en félagar í sam- bandinu eru um eitt þúsund. Er talið aö tæplega helmingur þeirra, sem safna frímerkjum hér á landi séu í frímerkjaklúbbum innan Landssambandsins. Frímerkjasafnarar safna frí- merkjum á mismunandi hátt. Al- gengust er landasöfnun, aðrir safna frímerkjum frá ákveðnum tímabilum, enn aðrir frímerkjum á- kveðinna tegunda. Einnig er al- gengt að safna frímerkjum á um- slögum, gjarnan fyrstadagsum- slögum. wmm Frímerki með hópflugi ftala eru nú metin á 441 þús. P0 isi,a.\n CJ3 / Verð á ónotuðu 25 kr. frímerki frá Al- þingishátíðinni 1952 hefur þúsund- faldast. Frímerki eru af ýmsum gerðum eða flokkum. Algengustu flokk- arnir eru almenn merki til notkunar á allan póst, flugfrímerki á flug- póst, þjónustumerki, til að merkja frígengan póst embættismanna og stofnana, líknarmerki og minning- armerki svo eitthvaö sé nefnt. Hópur frímerkjasafna hér á landi fer alltaf vaxandi, en sjaldgæfu og dýru frímerkjunum fjölgar ekki. Eftirspurnin eftir þeim vex og þau hækka í verði. Það er því óvenju aröbært tómstundagaman að safnafrímerkjum. STOFNANIR, FÉLÖG VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaup- sýslumanna og fyrirtækja. Til- gangur þess er að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efna- hagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð Islands, Laufásvegi 36, Reykjavik. Sfmi 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, simi 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. © KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umbo&ssala. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARCÖTU 14 — REYKJAVlK — SlMI 10630. 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.