Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 29
Á fatakaupstefnu í Bella Center í Kaupmannahöfn. Úlfur Slgurmunds- son kynnir íslenzkar sýningardeildlr fyrir Margréti Danadrottnlngu. — Hve miklu er kostað til Út- flutningsmiðstöðvarinnar nú? Úlafur: — Reksturinn í fyrra kostaði um 62 milljónir og þar af nam framlag ríkisins um þriðjungi. Fyrirferðamestu gjaldaliðir eru laun og þátttaka í kaupstefnum og markaðsþjónusta hvers konar. Hér starfa auk mín þrír fulltrúar, verk- efnisstjóri við svokallað ullar- og skinnaverkefni og þrír ritarar. En svo við höldum áfram með mat á árangrinum verðum við að líta á málið frá fleiri sjónarmiðum. ísland gekk í EFTA árið 1970 og ári seinna var Útflutningsskrifstofu Félags ísl. iðnrekenda breytt í Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins fyrir forgöngu Jóhanns Hafstein, þáver- andi iðnaðarráðherra. Þar með var verksviðið víkkað. Þá voru settar fram vissar hugmyndir um þróun, sem vissulega fór vel af stað. Það var mikil gróska hér í alls konar starfsemi. Ef við aftur á móti skoð- um tölur yfir útflutning iðnaðarvara í fyrra nam hann alls um 7,4 milljörðum og þar af voru fjórar vörutegundir, ullarvara, skinnar- vara, niðursuða og kísilgúr 6,7 milljarðar. Allur annar iðnaður var ekki nema 700 milljónir. Að þessu leyti hafa vonirnar brugðizt mest eða þróunin orðið allt önnur en hinir vísu landsfeður gerðu ráð fyrir. Þeir reiknuðu með mikilli iðn- væðingu til útflutningsframleiðslu og það var mikið rætt um aðgang að markaði á hinum stóra markaði. Þá hafa þeir haft til hliðsjónar þá þróun, sem varð á Noröurlöndum við inngöngu þeirra í EFTA. Enginn kraftur hefur verið langður í út- flutningsstarfsemina og þar er verðbólgunni um að kenna, því hún tekur alla orku frá mönnum hér. — Hvert var hlutfall iðnaðarvöru í helldarútflutnlngl þegar starf- semln hófst og hvert er það núna? Úlfur: — Það var 3,4%, þegar Útflutningsskrifstofan tók til starfa en er nú 7,4%. Það er engum blöð- um um það að fletta að næstum engar stærðir í þjóðfélaginu hafa aukizt jafnhratt og útflutningur iðnaðarvöru. Þrátt fyrir mikla fram- leiðslu í sjávarútvegi og há verð hefur iðnaðnum tekizt að halda sínum hlut í útflutningnum og aldrei lækkað. — Hvað er framundan? Verður aðaláherzla lögð á að viðhalda nú- verandl stöðu okkar í útflutningi þessara helztu iðnaðarvöruflokka, auka hann eða reyna einhver ný- mæli? Úlfur: — Með óbreyttu starfs- mannahaldi og við sömu skilyrði, sem ríkja hjá Útflutningsmiðstöð- inni nú er sáralítið ráðrúm fyrir ný- mæli. Það er brýnast að efla fyrst og fremst þá grein, sem stærst er orðin og getur notfært sér þá að- stoð, sem í boði er. Það er ullarvar- an. — Þú ert trúaður á að vinsældir íslenzku ullarvörunnar verði varanlegar. Það er ekki hætt við að þetta sé tízkufyrirbæri, sem gengur yflr? Úlfur: — Okkur er bráðnauð- synlegt að styðja þennan út- flutning, efla að aðstoða á alla lund. Ég ætla mér ekki þá dul að spá að hann standi um alla eilífð. En það er athyglisvert að hann hefur vaxið upp í eins konar kreppu í Evrópu og öllum hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir kreppueinkenni eins og at- vinnuleysi í nágrannalöndum hefur ekki dregið úr sölu þessara vara heldur þvert á móti. Það er sönnun fyrir því, að markaðsstaðan er traust. En við þurfum stöðugt að minna á vörur okkar. Þær mega ekki gleymast. Afhverju er alltaf verið að auglýsa Johnny Walker-viskí í erlendum blöðum nema til að minna á og halda markaðsstöðunni við? — Hvað er í vændum hjá Út- flutningsmiðstöðinni. Hver eru næstu verkefni? Úlfur: — Við erum nú eins og svo oft áður að bíða eftir fjármagni. Starfsemin hefur verið hálflömuð á þessu ári og þegar fjármagn fæst, er ekki við því að búast að mikið verði um viðbótaraðgerðir. Næstu aðgerðir munu beinast fyrst og fremst að ullariðnaðinum og þá á ég við auglýsinga- og kynningar- þátt, sem við höfum aldrei áður getað lagt út í. Við ætlum að reyna samræmda auglýsingaherferð í nokkrum löndum fyrir íslenzkar ullarvörur, þar sem aðaláherzla verður lögð á ágæti íslenzku vör- unnar í heild og menn hvattir t að forðast eftirlíkingar. Við munum byrja þessa herferð á einhverju hæfilega stóru markaðssvæði eins og til dæmis í Noregi, Hollandi eða Austurríki, þar sem við eigum til- tölulega gott með að meta niður- stöðurnar. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.