Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 34
Stóriðnaður byggður
á blekkingum?
f Bandaríkjunum eru mjög
strangar hraöatakmarkanir í um-
ferðinni og sektir við brotum eru
mjög háar þótt nokkur mismunur
sé á reglum einstakra fylkja. Oft er
rætt um „amerískan hraða“ og
þótt það hugtak kunni að eiga
einhvern rétt á sér, á það ekki við
um umferðina á bandarísku þjóð-
vegunum. Þar eru hraðatakmark-
anir mun strangari en í flestum
ríkjum Evrópu og yfirieitt miklu
strangara eftirlit með ökuhraða en
við Evrópubúar eigum að venjast.
Bandaríska lögreglan hefur á
undanförnum áratugi beitt radar-
mælingum í síauknu máli til þess
að hanka ökumenn á of miklum
hraða.
Þetta hefur gefiö uppfinninga-
mönnum byr undir báða vængi, en
þeir hafa keppst við að búa til raf-
eindatæki sem numiö geta radar-
geisla lögreglunnar og gert öku-
manni viðvart í tíma þannig að
hann nái að draga úr ferðinni.
Vegna þess hve sektir eru háar
hefur eftirspurn eftir þessum tækj-
um, sem kallast á ensku „radar
detector," aukist jafnt og þétt auk
þess sem ýmsum snjöllum auglýs-
ingabrögðum hefur verið beitt til
þess að örva sölu á slíkum tækj-
um. Er nú svo komið, að stóriðn-
aður á rafeindasviðinu hefur þró-
ast upp á framleiöslu þessara viö-
vörunartækja.
Ekki þarf orðið að fletta lengi í
bandarísku bílablaði til þess að
rekast á auglýsingar um þessi tæki
og ágæti þeirra. Bandarísku neyt-
endasamtökin hafa blandað sér í
málið og kannað virkni þessara
tækja. Niðurstöður voru í stórum
dráttum á þá lund, að þarna væri
verið að hafa stórfé af auðtrúa fólki
þar sem gagnsemi tækjanna ork-
aöi yfirleitt tvímælis, svo ekki sé
meira sagt.
Tæknin við radarmælingar
Hraðamælingar með radar
byggjast á því, aö lágtíðnibylgjur
eru sendar á móti ökutæki sem
endurkastar þeim í gagnstæða
stefnu. Radarnemi tekur við end-
urkastinu og mælir á sjálfvirkan
hátt þann tíma sem ökutækið fær-
ist í átt að nemanum og gefur
þannig til kynna hver hraðinn hef-
ur veriö. Það er ekki fyrr en bíllinn
er kominn í ákveðna námd við
nemann, sem hægt er að mæla
hraðann með nægilegri ná-
kvæmni. Það sem viðvörunartæk-
inu í bílnum er ætlað aö gera, er að
gefa merki um radarmælingu áður
en bíllinn er kominn inn í námdar-
sviö radarsins og nái aö draga úr
Radar Detector with “Performance Plus’
W
W'-
Positive Over-the-Hiil
and Around-the-Curve /aection
All new state-of-the-art hybrid elr/ironic design.
,l" Rutomatic sensltlvity adiustment detects bot1
--vJes — X and K Bands with 99% r
34